Fréttir

Soccerade: Riðlar og leikir

Á laugardaginn hefst hið árlega Soccerademót sem er í umsjón Knattspyrnudómarafélag Norðurlands. Að þessu sinni taka 10 lið þátt frá 8 félögum en við og Þór erum með tvö lið. 

Lengjubikarinn: Íslandsmeistarnir í heimsókn

KA er í spennandi og erfiðum riðli í Lengjubikarnum þetta árið. Ber þar helst að nefna að við fáum bæði Breiðablik og KR í heimsókn til okkar í Bogann. Fyrsti leikurinn er gegn Gróttu 19. febrúar á Akranesi.

Hugleiðingar formanns Handknattleiksdeildar

Í lok árs er gott að staldra við og gera upp liðið ár, bæði til að sjá hvað var vel gert og eins til að skoða hvort eitthvað megi betur fara hjá Handknattleiksdeildinni. Hápunktur síðasta árs var án efa Íslandsmeistaratitill í 3.fl.karla.  Liðið sigldi gegnum veturinn án verulegra erfiðleika, en þó sérstaklega frá áramótum.  Strákarnir stóðu sig frábærlega undir stjórn Jóhanns Gunnars og Sævars þjálfara sinna.  Aðrir flokkar stóðu sig á viðunandi hátt og árangur verður ekki alltaf mældur út frá titlum heldur iðkendafjölda og góðu starfi og góðum anda í hverjum flokki.

Höfðinglegur stuðningur Samherja

Síðdegis í dag afhenti Samherji styrki til ýmissa samfélagsverkefna – þar á meðal íþrótta- og æskulýðsstarfs á Akureyri  og í Dalvíkurbyggð, í hófi sem efnt var til í Flugsafninu á AkureyriÞetta er í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem Samherji veitir slíka styrki. Árið 2008 var styrkupphæðin 50 milljónir króna, á síðasta ári var hún 60 milljónir króna og í ár var styrkupphæðin 75 milljónir króna. Samtals nema þessir styrkir því 185 milljónum króna á þremur árum. Eitt þeirra íþróttafélaga á Akureyri sem hlaut styrk frá Samherja er KA.

Íslandsmeisturum og landsliðsmönnum veittar viðurkenningar í dag - KA átti marga fulltrúa

Árlegt hóf ÍRA til heiðurs Íslandsmeisturum og landsliðsmönnum Akureyrar fór fram í Íþróttahöllinni fyrr í dag. Í ár átti KA Íslandsmeistara í m.fl. karla í blaki, 3. fl. kvenna í blaki, 3. fl. karla í handknattleik auk fjölmargra Íslandsmeistaratitla í júdó. Einnig átti KA 31 landsliðsmann og var af því tilefni veittur styrkur til þeirra frá Akureyrarbæ.

Úrslitaleikur í dag: FH – Akureyri beint á SportTV.is

Það má búast við hörkuleik í kvöld þegar Akureyri mætir FH í úrslitaleik deildarbikarsins. Þetta er annað árið í röð sem Akureyri leikur til úrslita í keppninni en í fyrra tapaði liðið úrslitaleiknum gegn Haukum með marki á síðustu sekúndu leiksins. Það má því segja að Akureyrarliðið hafi hefnt grimmilega fyrir það með því að valta yfir Haukana í gær.

Jólahandbolti 83 árgangsins - myndir

Það fylgir venjulega jólahaldinu að í bæinn koma brottfluttar handboltakempur og þá er upplagt að smala saman gömlum liðum og athuga hvort lifir enn í gömlum glæðum. Einn slíkur leikur fór fram á öðrum degi jóla þegar nokkrar kempur fæddar árið 1983 rifjuðu upp hvað Jóhannes Bjarnason kenndi þeim fyrir nokkrum árum.

Arsenalskólinn seinustu forvöð!

Nokkir miðar eru enn til í Arsenalskóla sem fram fer á æfingasvæði KA næsta sumar. Þeir sem áhuga hafa á að tryggja barninu sínu dvöl í skólanum skal bent á að hafa samband við Pétur Ólafsson yfirþjálfara yngri flokka KA í síma 861 2884 eða í netfangið petur@port.is

Jólamót júdódeildar KA

Jólamót júdódeildar KA var haldið í gær.  Alls tóku 69 krakkar þátt og var þeim skipt eftir getu þannig að sem jafnast yrði í hverjum flokki.  Óhætt er að segja að framtíðin sé björt ef litið er á þau tilþrif sem sáust á mótinu.  Hægt er að skoða myndir frá mótinu hér

KEA styrkir KA og Þór

KEA hefur endurnýjað styrktarsamninga við Knattspyrnufélag Akureyrar og Íþróttafélagið  Þór. KEA mun áfram verða einn af aðalstyrktaraðilum félaganna en um er að ræða heildarsamninga sem taka til allra deilda félaganna og gilda til eins árs.