31.01.2011
Nú um helgina fór fram Afmælismót Júdósambands Íslands.
31.01.2011
KA/Þór og Víkingur léku í 2.deild kvenna í handboltanum á laugardag. Liðin voru jöfn í 2.-3. sæti deildarinnar og
því búist við jöfnum leik. Framan af leik var jafnræði með liðunum en þegar líða tók á hálfleikinn seig
KA/Þór fram úr og náði þriggja marka forustu fyrir hlé, 15-12. Munaði þar mestu um að góða vörn og nokkur
hraðaupphlaup sem skiluðu þessu forskoti.
30.01.2011
KA 1 tryggði sér 1. sæti B-riðils með 3-1 sigri gegn Þór 2.
Fyrst stóð í fyrirsögninni að liðið væri búið að tryggja sig í úrslitaleikinn en svo er ekki þar sem það
gildir að ef lið eru jöfn að stigum þá gildir markatalan fyrst en ekki innbirgðis viðureign eins og fréttaritari hélt.
29.01.2011
KA 2 sigraði Draupni 4-1 í Boganum í dag.
27.01.2011
Á laugardaginn kl 17.15 leikur KA 2 gegn Draupni og á sunnudaginn leikur KA 1 gegn Þór 2 kl. 14.15.
26.01.2011
Um helgina fór fram Bikarmót BLÍ í 2. og 3. flokki. Mótið fór fram í Fylkishöllinni í Reykjavík. KA átti lið
í 3. flokki karla og kvenna. Það er skemmst frá því að segja að liðin stóðu sig geysilega vel.
Stelpurnar urðu bikarmeistarar með fullt hús stiga og einungis eina tapaða hrinu á móti Stjörnunni í miklum baráttuleik. Í þeim
leik unnu þær fyrstu hrinuna 25 – 23, töpuðu næstu 22 – 25 og unnu svo þriðju og síðustu hrinuna 16 – 14. Það var
því mikil spenna allt til loka leiksins. Aðra leiki sigruðu þær nokkuð örugglega. Þetta eru frábærar stelpur sem eiga
framtíðina fyrir sér í íþróttinni!
Strákarnir urðu í 2. sæti á mótinu. Þeir áttu í basli með Stjörnuna í fyrsta leiknum og töpuðu honum. Eftir
það rifu þeir sig svo upp og unnu alla leikina sem eftir voru. Þessir strákar eru mjög ungir – flestir á yngsta ári í 3. flokki og sumir
hverjir í 4. flokki – þannig að það er ljóst að þarna eru gríðarlega efnilegir strákar á ferðinni. Þess má
geta að þeir eru efstir eftir fyrri hluta íslandsmótsins og ljóst að þeir gefa það sæti ekki eftir baráttulaust! Það
verður því spennandi að fylgjast með síðari hlutanum í vor.
26.01.2011
Föstudaginn 21. janúar héldu 19 eldhressar KA/Þór stelpur til Reykjavíkur. Lagt var af stað frá KA heimilinu klukkan 13 og var stoppað
og borðað í Borgarnesi. Við vorum komin í Fjölnisheimilið, þar sem mótið var haldið, um klukkan 18:30.
Í þetta sinn vorum við með tvö lið og stefnum að því að verða jafnvel með þrjú lið á næsta móti ef
að stelpunum heldur áfram að fjölga svona mikið. Hópurinn hefur heldur betur stækkað síðan í haust og við viljum koma á
framfæri að allar stelpur sem vilja koma og prófa handbolta eru meira en velkomnar á æfingar.
25.01.2011
Jón S. Arnþórsson, formaður Knattspyrnufélags Akureyrar á árunum 1980 til 1983, er látinn, 79 ára að aldri.
25.01.2011
Ævar Ingi Jóhannsson var á U17 ára landsliðsæfingum síðustu helgi og Lára Einarsdóttir fer á U17 ára
landsliðsæfingar næstu helgi.
23.01.2011
KA sigraði Tindastól/Hvöt 2-1 í Boganum í gær laugardag.