Fréttir

Fjáröflun handknattleiksd./unglingaráðs KA og umhverfismál

Handknattleiksdeild/unglingaráð KA eru í samstarfi við Íslenska Gámafélagið að breiða út Grænu tunnuna en sem er liður í umhverfisstefnu bæjarins. Um leið er þetta fjáröflun fyrir félagið. Styrkjum K.A Verum umhverfisvæn, flokkum rusl í grænu tunnuna og losnum við ferðir í grenndargáma. Í grænu tunnuna fer endurvinnanlegt sorp t.d. dagblöð, fernur, plast, rafhlöður og áldósir. Aðeins 950 kr. pr mán.   Hafið samband og pantið tunnu. Þú getur hringt í síma 892-2612 eða sent tölvupóst á ka-handbolti@ka-sport.is.

Handboltamót 5. flokks drengja yngra ár - ferðasaga

5. flokkur drengja yngra ár fór í sína aðra keppnisferð í vetur til Reykjavíkur um síðustu helgi, 19-20 nóv. Nú var ferðinni heitið í Gróttuheimilið þar sem mótið var haldið að þessu sinni. Handboltalið KA var með tvö lið og spilaði KA1 í 2. Deild og KA2 í 4.deild.

Akureyri - HK, troðfyllum Íþróttahöllina á fimmtudaginn!

Akureyrarliðið skemmti landsmönnum svo sannarlega í beinni útsendingu á RÚV á laugardaginn með frábærum leik gegn FH. Næsti kafli í ævintýrinu fer fram fimmtudaginn í Höllinni þegar helstu mótherjar okkar, HK mæta eftir að hafa hitað upp í Rússlandi um síðustu helgi. Allir þeir sem skemmtu sér við sjónvarpið fá nú kjörið tækifæri til að upplifa stemminguna á eigin skinni með því að mæta í Höllina. Það er fátt sem jafnast á við að taka þátt í stemmingunni í troðfullri Höll og fylgjast með tveim bestu og skemmtilegustu liðum landsins kljást á vellinum.

Staðan í KA Getraunum!

Nú þegar tveimur umferðum er lokið af fimm í fyrsta innanfélagsleik KA-Getrauna á þessu tímabili eru línur eilítið farnar að skýrast á toppnum. Gylfi Hans Gylfason hefur verið hlutskarpastur í báðum umferðum og leiðir keppnina með fjórum stigum. Skjótt skipast þó veður í lofti eins og Gunnar Níelsson sannaði fyrir okkur um helgina þegar hann skaust upp í 3. - 4. sæti úr 8. - 13. sæti frá því í síðustu viku.

Arsenalskólinn aftur á KA-svæðinu 2011

Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar var rétt í þessu að tryggja að Arsenalskólinn verði aftur á Akureyri í júní 2011. Miklar gleðifréttir þar sem skólinn þótti einstaklega vel heppnaður í fyrra.

Sjö drengir og ein stúlka úr 3. fl í úrtak

Næstu helgi fer fram úrtak fyrir stráka fædda 1996 á Norðurlandi. Æfingarnar munu fara fram á laugardegi og sunnudegi í Boganum. Atli Fannar Sverrisson, Gauti Gautason, Gunnar Orri Ólafsson, Egill Már Magnússon, Ívar Sigurbjörnsson, Ívar Örn Árnason og Ragnar G. Sigurgeirsson voru boðaðir frá KA. Þá fer Lára Einarsdóttir á úrtaksæfingar um helgina fyrir sunnan.

Búið að draga í töfluröð fyrir sumarið

Um helgina var dregið í töfluröð fyrir þrjár efstu deildirnar hér á landi. Ljóst er að KA-menn hefja tímabilið á útivelli gegn Leikni í Breiðholtinu og enda á heimavelli gegn Guðjóni Þórðar og hans mönnum í BÍ/Bolungarvík.

KA/Þór tapaði gegn Haukum í 3. kvenna

Stelpurnar í 3. flokk spiluðu sinn þriðja leik í deildinni nú um helgina gegn liðinu í 2. sæti, Haukum.  Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en alltaf beið maður eftir því að stelpurnar tækju úr 1. gír og færu fram úr. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik 10-11 og KA/Þór síst lakara liðið. 

Guðmundur Óli áfram næstu þrjú árin

Húsvíkingurinn Guðmundur Óli Steingrímsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA.

Leik KA/Þór og Fylkis frestað

Áður auglýstum leik meistaraflokks KA/Þór í 2. deild kvenna gegn Fylki hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna vandræða hjá Fylkiskonum. Það er sem sé ekki leikur í KA heimilinu á laugardaginn klukkan 15:00!