07.01.2011
KA/Þór mætir FH í tveim leikjum í 3. flokki kvenna um helgina. Á laugardaginn klukkan 12:30 eigast liðin við í bikarkeppninni og fer sá
leikur fram í Íþróttahöllinni.
Á sunnudaginn mætast liðin svo aftur en sá leikur er liður í Íslandsmótinu og fer sá leikur fram klukkan 11:00 og verður hann í
KA-heimilinu.
07.01.2011
Á morgun, laugardag var fyrirhugaður leikur KA/Þór gegn Fylki í 2. deild meistaraflokks kvenna. Nú hefur Fylkir tilkynnt að félagið hyggist ekki
mæta í leikinn og er KA/Þór því dæmdur 10-0 sigur í leiknum. Þetta mun vera í fjórða skipti í vetur sem lið
mætir ekki hingað norður til leiks samkvæmt mótaskrá í þessari deild og er háttarlag og framkoma þessara liða gjörsamlega
ólíðandi.
07.01.2011
Tilkynning frá handknattleiksdeild.
Vegna óveðurs og ófærðar í bænum falla allar æfingar niður hjá yngri flokkum í handbolta í dag, föstudaginn 7.
janúar.
Unglingaráð handknattleiksdeildar.
06.01.2011
Á laugardaginn hefst
undirbúningstímabilið fyrir einhverri alvöru hjá meistaraflokki félagsins þegar að Soccerademótið byrjar. Heimasíðan
ákvað þess vegna að heyra í Gunnlaugi þjálfara liðsins og hvað hann hafði að segja um liðið á þessum
tímapunkti.
05.01.2011
Fjórir piltar fara suður á úrtaksæfingar um helgina og fjórar stúlkur fara á úrtaksæfingar í Boganum miðvikudaginn 12.
janúar.
04.01.2011
Gleðilegt nýtt ár kæru KA félagar og takk fyrir árið sem var að líða. Í upphafi nýs árs er gjarnan staldrað
við og litið til baka. Þegar ég lít til baka og horfi á starfið í deildunum hjá okkur fyllist ég stolti. Metnaðarfullt starf er
unnið í öllum deildum, fjöldi barna og unglinga leggja stund á íþróttir hjá okkur, eina eða fleiri. Mælikvarðinn er ekki einungis
hve margir titlar vinnast hjá hverri deild á ári hverju heldur ekki síður sá fjöldi sem stundar íþróttir í hverri deild. Að
hvetja börn og unglinga til að stunda íþróttir og hlúa að þeim svo þeim sé það mögulegt er ekki bara einhver besta
uppeldisaðferð sem til er heldur hefur það einnig mikið forvarnargildi. Þá má ekki gera lítið úr félagslega þættinum.
Margir eignast sína bestu vini í gegnum íþróttaiðkun og það að stunda íþróttir í hóp eða að æfa sem
einstaklingur með öðrum er bæði þroskandi og gefandi.
04.01.2011
Á laugardaginn hefst hið árlega Soccerademót sem er í umsjón Knattspyrnudómarafélag Norðurlands. Að þessu sinni taka 10 lið
þátt frá 8 félögum en við og Þór erum með tvö lið.
04.01.2011
KA er í spennandi og erfiðum riðli í Lengjubikarnum þetta árið. Ber þar helst að nefna að við fáum bæði Breiðablik og KR
í heimsókn til okkar í Bogann. Fyrsti leikurinn er gegn Gróttu 19. febrúar á Akranesi.
30.12.2010
Í lok árs er gott að staldra við og gera upp liðið ár, bæði til að sjá hvað var vel gert og eins til að skoða hvort
eitthvað megi betur fara hjá Handknattleiksdeildinni.
Hápunktur síðasta árs var án efa Íslandsmeistaratitill í 3.fl.karla. Liðið sigldi gegnum veturinn án verulegra erfiðleika, en
þó sérstaklega frá áramótum. Strákarnir stóðu sig frábærlega undir stjórn Jóhanns Gunnars og Sævars
þjálfara sinna. Aðrir flokkar stóðu sig á viðunandi hátt og árangur verður ekki alltaf mældur út frá titlum heldur
iðkendafjölda og góðu starfi og góðum anda í hverjum flokki.