Fréttir

Fjórir á úrtak næstu helgi

Aksentije Milisic, Jóhann Örn Sigurjónsson og Stefán Hafsteinson hafa verið boðaðir á U19 úrtak og Ævar Ingi Jóhannesson hefur verið boðaður á U17 úrtak næstu helgi.

Sjö strákar úr þriðja flokki stóðu sig vel á úrtaki

Um helgina fóru fram úrtaksæfingar fyrir stráka á Norðurlandi. Sjö strákar frá KA voru valdir á þessar æfingar og stóðu þeir sig með mikilli prýði.

Græna tunnan: fjáröflun handknattleiksdeildar og unglingaráðs

Handknattleiksdeild/unglingaráð KA er í samstarfi við Íslenska Gámafélagið að breiða út Grænu tunnuna en sem er liður í umhverfisstefnu Akureyrarbæjar. Um leið er þetta fjáröflun fyrir félagið. Viltu losna við að fara í grenndargáma? Viltu styrkja KA í leiðinni? Verð 950 kr. á mánuði. Verum umhverfisvæn, flokkum rusl í grænu tunnuna og losnum við ferðir í grenndargáma. Í grænu tunnuna fer endurvinnanlegt sorp t.d. dagblöð, fernur, plast, rafhlöður og áldósir. Hafið samband og pantið tunnu. Þú getur hringt í síma 892-2612 eða 462-3482 og svo má líka senda tölvupóst á ka-handbolti@ka-sport.is.

6. flokkur karla gerði góða ferð í Hafnarfjörð - myndir

KA 1 og KA 2 í 6.fl. karla eldra ár fóru á mót um helgina sem haldið var af Haukum í Hafnarfirði. KA 1 keppti í 1. deild og stóðu þeir sig vel þótt tveir leikir hafi tapast með aðeins einu marki en upp úr stóð jafntefli við FH sem vann mótið og tapaði aðeins stigi á móti okkar mönnum. Þessi deild er mjög jöfn að getu og vantaði okkur bara smá heppni til að ná lengra.

Helga stóð sig vel í Danmörku

Helga Hansdóttir náði þeim frábæra árangri að ná 1. og 3ja sæti á alþjóðlegu dönsku unglingameistaramóti í dag.  Hún keppti í aldursflokknum 17-21 árs en þar sem hún er aðeins 17 ára gömul gerir það árangur hennar enn glæsilegri. Helga sigraði opna flokkin í sínum aldursflokki og lenti í 3ja sæti í -63kg. flokki.  Helgu hefur gengið afar vel á alþjóðlegum mótum að undanförnu.  Hún lenti í 5. sæti á mjög stóru alþjóðlegu móti í Svíþjóð í haust.  Þar var hún aðeins hársbreidd frá þriðjasætinu.  Auk þess náði hún 3ja sæti á Norðurlandamótinu í vor. Júdódeild KA óskar Helgu til hamingju með árangurinn.

Glæsilegt kaffihlaðborð á sunnudag

Nk. sunnudag verður haldið stórglæsilegt kaffihlaðborð í KA-heimilinu til styrktar 3. flokki karla og kvenna í fótboltanum en flokkarnir eru að safna sér fyrir æfingaferð erlendis.

Handboltaleikir í KA heimilinu um helgina

Nú um helgina verður nóg um að vera í handboltanum í KA heimilinu. Afturelding kemur í heimsókn og spilar þrjá leiki við KA. Föstudagur 26/11 kl. 18:30  KA-Afturelding 3 flokkur kk. 2.deild Laugardagur 27/11 kl. 11:30 KA-Afturelding 4 flokkur kk. 1.deild Laugardagur 27/11 kl. 17:30 KA-Afturelding 3 flokkur kk. 1.deild Við hvetjum fólk til að koma í KA heimilið og sjá þessa ungu og efnilegu handboltastráka félagsins.

Sigur gegn Dalvík/Reyni

Gunnlaugur vann sinn annan leik þegar liðið sigraði Dalvík/Reyni 2-0. Ekki var þó um fullan leik að ræða en hvor hálfleikur var um 35 mín. Markaskorarar KA voru Sigurjón Fannar Sigurðsson og Víkingur Hauksson.

Soccerade: Riðlar

Tíu lið leika í Soccerademótinu eftir áramót líkt og síðustu tvö skipti. Leikið verður í tveimur fimm liða riðlum. 

Andrés Vilhjálmsson í KA (Staðfest)

Sóknarmaðurinn Andrés Vilhjálmsson er genginn til liðs við KA frá Þrótti Reykjavík og mun verða hjá KA næstu tvö árin í það minnsta.