Fréttir

Afmælisveisla á sunnudaginn!

KA varð 83. ára þann 8. janúar s.l. Í tilefni af því verður haldin afmælisveisla í KA heimilinu sunnudaginn 16. janúar kl 14:00. Þar verður kjöri á íþróttamanni KA lýst og boðið uppá glæsilegt kaffihlaðborð.

Lára Einarsdóttir í úrtak

Lára Einarsdóttir hefur verið valinn í úrtak næstu helgi hjá U17 ára liði Íslands. 

Opnunartími skrifstofu

Símatími skrifstofu er á miðvikudögum kl.11:30-13:00 og föstudögum kl.9:30-11:30.þess fyrir utan bendum við á skrifstofa@fimak.is og við munum svara eins og fljótt og við getum.

Sala á fimleikavörum

Aðalheiður Guðmundsdóttir verður með fimleikavarning til sölu næst komandi miðvikudag og fimmtudag milli kl.17:30 til 19:00.Hægt er að ná á Heiðu í síma 618 7074.

Soccerade: Sigur í opnunarleiknum - Umfjöllun og myndir!

KA-menn léku gegn Völsungum í opnunarleik Soccerademótsins um helgina og hefndu fyrir ófarirnar síðasta vetur gegn Húsvíkingum með 2 - 0 sigri.

Soccerade: KA 2 lagði Dalvík/Reyni - Myndir og myndbönd!

KA 2 lagði í dag Dalvík/Reyni 3-2 í sínum fyrsta leik í Soccerademótinu. Mörk KA skoruðu Arnór Egill, Hallgrímur Mar og Viktor Mikumpeti skoruðu mörk KA.

Svart og hvítt hjá 3. flokk kvk.

Stelpurnar í 3. flokk spiluðu gegn FH tvo leiki um helgina. Á laugardeginum var bikarleikur og leikur í deildinni á sunnudeginum.  Laugardagsleikurinn spilaðist svipað og leikirnir hjá 3. flokk hingað til. Sókn og vörn ágæt en mikið vantaði upp á baráttu og sigurvilja. Stemmingin í liðinu lítil og leikmenn að spila langt undir getu.  Markverðir liðsins fundu sig engan veginn og þegar vörnin var að spila ágætlega virtust FH stelpur getað skorað úr nánast hvaða færi sem þær fengu. Hálfleikstölur voru 12-17 fyrir FH og ljóst að mikið þyrfti að breytast í seinni hálfleiknum. 

KA sigrar í blaki á afmælisdaginn!

Meistaflokkur karla í blaki átti góðan leik í dag gegn Fylki og vann nokkuð auðveldan 3-0 sigur.  Okkar menn unnu fyrstu hrinuna 25-17, þá næstu 25-21 og þriðju hrinuna 25-22. Marek Bernat, þjálfari liðsins gat leyft sér að nota yngri leikmenn liðsins mikið í leiknum sem kom þó ekki niðri á árangri liðsins. Piotr Kempisty var stigahæstur í liði KA með 19 stig og Davíð Búi Halldórsson var með 14 stig. Í liði Fylkis var Ivo Simeonov með 11 stig og nafni hans Bartkevics með 10 stig. Við höldum því liðið heldur því toppsætinu áfram með 16 stig og HK komst upp fyrir Stjörnuna í 2. sætið með 15 stig.

Soccerade: Fyrstu leikir um helgina

 Á laugardaginn koma Húsvíkingar og spila við okkur í Boganum kl. 14.15. Völsungur eru núverandi Soccerademeistarar eftir að hafa lagt okkur að velli í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum seinasta vetur.  Á sunnudaginn tekur KA 2 á móti Dalvík/Reyni kl. 16.15 í Boganum.   

Tilnefningar til íþróttamanns KA 2010

Íþróttamaður KA er ávallt kjörinn í kringum afmæli félagsins, sem er einmitt á morgun, þann 8. janúar. Hinsvegar verður kjörið og afmælisveislan ekki fyrren viku seinna, sunnudaginn 16. janúar. Dagskráin verður auglýst síðar. Hér eru tilnefningarnar en alls eru 4 íþróttamenn, 1 frá hverri deild, tilnefndir.