03.10.2010
KA dagurinn var í gær en með honum fer vetrarstarf félagsins formlega af stað. Þar gafst foreldrum tækifæri á að gera upp
æfingargjöld, kaupa búninga o.fl. auk þess að gæða sér á vöflum. Fjöldi fólks lagði leið sína í KA -
heimilið en það var opið fyrir gesti frá 11:30 - 13:30. Við smelltum af nokkrum myndum og þær má sjá hér.
01.10.2010
Á morgun, á KA - deginum, verður nýja heilsuræktin í kjallara KA - heimilisins til sýnis en hún verður formlega opnuð 23. október.
Í boði er glæsilegur 10 manna pottur, ísbað og gufubað. Ekkert nafn er komið á heilsuræktina og því ætlum við að efna til
nafnasamkeppni. Skilafrestur er til 15. október. Tillögur skilast á netfang Gunna Jóns framkvæmdastjóra, gunnij@ka-sport.is. Verðlaun eru árskort í heilsuræktina. Eins og áður kom fram opnar heilsuræktin þann 23.
október og þá verður nafnið opinberað.
28.09.2010
Þórir Tryggva mætti á leik KA og Þórs sem fram fór fyrir rúmri viku á Akureyrarvelli. Leiknum lauk með tapi, 1 - 4 fyrir
Þór... Myndirnar finnur þú með að smella hér.
28.09.2010
Foreldrafundur verður haldinn næstkomandi fimmtudag 30. september klukkan 20:00 í KA heimilinu.
Vonumst til að sjá sem flesta. Þjálfarar 6. flokks kvenna.
Kolbrún Gígja Einarsdóttir S. 8485144 Heimir Sigurðsson S. 6625093
27.09.2010
Lokahóf knattspyrnudeildar var haldið s.l. laugardagskvöld á Hótel KEA. Á bilinu 60 - 70 manns komu saman og fögnuðu lokum tímabilsins. Á
hófinu var Dean Martin kvaddur, en staðið var upp fyrir honum í tvígang og hann hylltur og honum þannig þakkað fyrir frábært starf í
þágu félagsins. Haukur Heiðar Hauksson var kosinn efnilegastur og Sandor Matus bestur. Skemmtinefndin sem skipuð var stóð sig með sérstaklega vel og
að öllum öðrum ólöstuðum má segja að Magnús Sigurólason, KA maðurinn mikli, hafi átt kvöldið með
fjölmörgum framúrskarandi ræðum.
25.09.2010
Stelpurnar í U-17 landsliðinu rúlluðu yfir Ítalíu í síðasta leik sínum í undanriðli Evrópukeppninnar í dag.
Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum og glæstur 5-1 sigur fleytti liðinu í næsta skref keppninnar. Lára Einarsdóttir kom
inná í stöðunni 3-1 og náði þar með sínum öðrum landsleik.
22.09.2010
U-17 landslið kvenna lék sinn annan leik í undanriðli Evrópukeppninnr í dag. Andstæðingarnir voru Búlgarar en riðillinn er einmitt leikinn
í Búlgaríu. Skemmst er frá að segja að íslensku stelpunum héldu engin bönd og unnu þær glæstan 10-0 sigur. KA-stelpan
Lára Einarsdóttir spilaði allan leikinn og skoraði fjórða mark liðsins á 24. mínútu.
21.09.2010
Unglingaráð handboltans var að gefa út fyrsta fréttabréf haustsins. Þar er fjallað um starfið framundan, fundahöld og keppnisferðir, greint
frá æfingagjöldum o.fl.
20.09.2010
Dean Martin, þjálfari meistaraflokks KA, óskaði í dag eftir því að láta af störfum sem þjálfari og leikmaður hjá
KA. Samningur hans við félagið, sem var til þriggja ára, átti að renna út í lok október.
Dean Martin hefur í það heila spilað vel á þriðja hundrað leiki fyrir KA, en fyrst kom hann til félagsins sem leikmaður árið 1995 og
spilaði þá til ársins 2003. Hann kom síðan aftur til félagsins sem þjálfari og leikmaður árið 2008.
Knattspyrnufélag Akureyrar þakkar Dean Martin fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins sem þjálfari og leikmaður. Alla
tíð hefur hann sem bæði sem leikmaður og þjálfari meistaraflokks og sem yngriflokkaþjálfari hjá KA gefið sig allan í verkefnið
og rúmlega það. Fyrir það vill KA þakka af heilum hug um leið og honum og fjölskyldu hans fylgja bestu óskir um farsæld í öllum
þeim verkefnum sem bíða á öðrum vettvangi.
Stjórn knattspyrnudeildar KA.
20.09.2010
KA-stelpan Lára Einarsdóttir er nú stödd í Búlgaríu með U-17 landsliðinu. Þar er liðið að spila í undanriðli
Evrópukeppninnar. Mótherjarnir í riðlinum eru Búlgaría, Ítalía og Litháen. Fyrsti leikur liðsins var í dag og fór hann
14-0 fyrir Ísland.