01.11.2010
Srjdan Tufegdzic eða Túfa skrifaði undir nýjan þriggja ára samning í síðustu viku. Samningur hans hafði rétt áður runnið
út
31.10.2010
Stelpurnar í 3. flokk spiluðu sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu nú í dag. Stelpurnar hafa æft af krafti síðan í byrjun
ágúst og því nokkuð merkilegt að fyrsti leikurinn sé ekki fyrr en 31. október en það þýðir lítið að
röfla yfir því að svo stöddu.
30.10.2010
KA tók á móti góðvinum sínum í HK í dag og voru það hinir spræku Kópavogspiltar sem höfðu sigur. Liðin
spiluðu til úrslita í fyrra og þau buðu áhorfendum upp á hörkuleik.
27.10.2010
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrum fótboltakappi hélt í dag fyrirlestur í KA-heimilinu fyrir 3. og 4. flokk karla og kvenna.
Meginþemað var forvarnir og svo fór hann út í ýmis atriði tengd fótboltanum og lífinu sjálfu enda þessi aldur sem krakkarnir eru
á mjög erfiður og nauðsynlegt að halda krökkunum við efnið svo þau fari ekki af sporinu.
25.10.2010
Á föstudagskvöldinu spiluðu stelpurnar gegn Stjörnunni. A liðið hóf leik og byrjuðu nokkuð vel. Staðan í hálfleik 6-9 fyrir
KA/Þór. Þá var eins og þeim bryggðist kjarkur og Stjörnustúlkur gengu á lagið og náðu að jafna og komast yfir. Liðin
skiptust á að hafa forskot en að lokum höfðu Stjörnustúlkur betur og náðu að knýja fram eins marks sigur á síðustu
sekúndum leiksins. Mikið svekkelsi en stelpurnar geta dregið þann lærdóm af leiknum að ef þær bakka niður og ætla að fara að halda
forskotinu þá hleypa þær andstæðingunum betur inn í leikinn. Það er því mikilvægt að slaka aldrei á, sama hver
staðan er.
23.10.2010
Tveir leikir fóru fram í KA-heimilinu í dag þegar karla- og kvennalið Þróttar Reykjavík komu í heimsókn. Karlaliðin hófu
leik og þar vann Þróttur nokkuð óvænt 3-0. Stelpurnar náðu svo að hefna með því að vinna sinn leik 3-2.
21.10.2010
Síðdegis í gær var skrifað undir þrjá samninga eins og hefur komið fram hér á síðunni. Slobodan Milisic eða
Míló skrifaði undir samning um þjálfun annars flokks áfram, Gunnlaugur Jónsson skrifaði undir samning um að taka við meistaraflokki og svo
skrifaði Sandor undir samning til þriggja ára.
20.10.2010
Á sama tíma og Gunnlaugur skrifaði undir samning um þjálfun þá skrifaði Sandor hinn reyndi markmaður einnig undir samning um að vera á
milli stanganna hjá okkur næstu þrjú árin.
20.10.2010
Gunnlaugur Jónsson skrifaði undir þriggja ára samning við KA nú síðdegis og eftir það settist hann niður með síðunni og
ræddi málin.
20.10.2010
Í dag mun Gunnlaugur Jónsson skrifa undir samning við KA þess efnis að hann muni taka við þjálfun liðsins. Þar með lýkur
þessari miklu óvissu sem hefur verið í kringum liðið seinasta mánuðinn en miklar vangaveltur hafa verið í gangi um hver yrði arftaki
Dínó og ýmsir menn nefndir til sögunnar.