14.11.2010
Stelpurnar í 4. flokk kvenna áttu þrjá leiki yfir höfði sér þegar keyrt var til Reykjavíkur á föstudaginn. Einn um kvöldið
og tvo á laugardeginum. B liðið fór ekki með að þessu sinni sökum manneklu en þeir leikir verða spilaðir eftir áramót.
13.11.2010
Fyrsti æfingaleikur vetrarins fór fram seint í kvöld í Boganum. Andstæðingarnir voru Húsvíkingar sem létu gríðarlega
snjókomu og alvöru íslenskt vetrarveður ekki aftra sér frá því að taka bíltúr hingað og leika fótbolta við
góðar aðstæður.
12.11.2010
Áður en leikur Akureyrar og Selfoss hófst í gærkvöld innsigluðu formenn KA og Þór nýjan samning um rekstur á Akureyri
Handboltafélagi. Upphaflegi samningurinn var til fimm ára og nú er félagið einmitt á sínu fimmta starfsári. Nýi samningurinn sem kynntur
var í gær gildir til næstu tíu ára og nær til meistaraflokks karla og 2. flokks karla.
12.11.2010
Það er líf og fjör í handboltanum á Akureyri þessa dagana, góður sigur á Selfyssingum í gær og strax á
mánudaginn er heimaleikur í Eimskipsbikarnum gegn liði Aftureldingar úr Mosfellsbænum.
Liðin mættust hér í Höllinni í byrjun október og lyktaði leiknum með fimm marka sigri Akureyrar 28-23. Það er hins vegar á hreinu
að þau úrslit gera ekkert annað en efla Mosfellinga til dáða og þeir hafa svo sannarlega sýnt það í leikum deildarinnar að ekkert
lið getur bókað sigur gegn þeim.
12.11.2010
Fyrsti æfingaleikur KA-manna í undirbúningnum fyrir næsta sumar fer fram í Boganum í kvöld þegar Völsungar koma í heimsókn.
11.11.2010
Kyu-mót JSÍ sem halda átti á Akureyri nú um helgina hefur verið frestað vegna veðurs.
Mótið verður haldið við fyrsta tækifæri og að sjálfsögðu hér á Akureyri.
09.11.2010
KA - getraunir hefja starfsemi næstkomandi föstudag kl. 20 í KA - heimilinu og verður getraunaþjónustan opin alla föstudaga í vetur kl. 20 -
22.
07.11.2010
Í gær, þann 6. nóvember, var nýja heilsuræktin í KA - heimilinu opnuð formlega. Um er að ræða aðstöðu með
glæsilegum heitum potti, gufubaði og ísbaði. Ákveðið var að nefna heilsuræktina eftir stuðningsmanni KA nr. 1 Níelsi Halldórssyni
heitnum.
07.11.2010
3. flokkur kvenna spilaði sinn 2. leik á Íslandsmótinu nú í dag. Um síðustu helgi töpuðu þær illa gegn Fylki og voru
þær staðráðnar að sýna sitt rétta andlit í dag.
Leikurinn byrjaði heldur illa, Fram náði fljótt fjögurra marka forustu og um miðjan síðari hálfleik var staðan 3-7 fyrir Fram. Þá var
eins og það hefði kviknað á stelpunum, vörnin varð gríðarlega sterk, mikil stemming kom í liðið og Kolbrún Helga í miklu
stuði fyrir aftan. Sóknarlega voru þær þó ekki að gera neinar rósir en með gríðarlega sterkri vörn og markvörslu
náðu þær að vinna sig inn í leikinn aftur og skoraði Fram einungis eitt mark á 15 mínútum. Staðan í hálfleik 7-9 fyrir
Fram.
06.11.2010
Stórt blakmót er haldið í KA heimilinu þessa helgina. Gert er ráð fyrir því að um 250 þátttakendur séu á
svæðinu, allstaðar að á landinu. Hér fylgir með mynd sem sýnir umfang mótsins en hún var tekin fyrr í dag.