Fréttir

Andri Fannar á förum

Andri Fannar Stefánsson hefur ákveðið að segja skilið við KA nú í haust en samningur hans er útrunninn.  Andri hefur leikið með KA frá barnæsku,  á að baki 66 leiki með mfl. í deild og bikar og skorað hann 11 mörk í þessum leikjum.  Einnig hefur hann verið vel liðinn þjálfari hjá yngri flokkum KA, ásamt því sem hann hefur haldið vel utan um heimasíðu knattspyrnudeildar.  Andra verður því sárt saknað í okkar röðum.

6. flokkur karla gekk vel um helgina

6 fl. karla, eldra ár, var að keppa í Reykjavík um síðustu helgi og KA 1 vann 2. deild með glæsibrag unnu alla sína leiki og keppa í efstu deild á næsta móti. KA 2 unnu alla sína leiki nema einn og voru í 2. sæti í sinni deild. Hannes Pétursson sendi síðunni mynd af gulldrengjunum. Heimasíðan óskar strákunum til hamingju með þennan árangur!

Íslandsmót 6. flokks stráka og stelpna fór fram nú um helgina

Leikið var í KA heimilinu og Íþróttahöllinni. Nú liggja öll úrslit mótsins fyrir en leikið var í þrem styrkleikaflokkum stelpna og sömuleiðis þrem flokkum stráka. Úrslit allra leika og röð liða liggur nú fyrir og hægt að nálgast þau á síðu mótsins. Smelltu hér til að sjá síðu mótsins.

Lokahóf annars flokks (Myndaveisla)

Síðastliðinn föstudag héldu strákarnir í öðrum flokki og Míló þjálfari lokahóf sitt. Búið er að láta inn á vefinn myndaveislu frá atburðinum.

Míló endurráðinn þjálfari 2. flokks

Knattspyrnudeild KA hefur endurráðið Slobodan Milisic (Miló)  sem þjálfara 2. flokks karla í knattspyrnu. Frá þessu var gengið í gær.

Gunnar Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar

Knattspyrnudeild KA og Gunnar Gunnarsson (Gassi) hafa komist að samkomulagi um að hann láti af  starfi framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar KA, en því hefur hann gegnt meira og minna undangengin níu ár.

Ævar og Fannar valdir í æfingahóp U17

Ævar Ingi Jóhannesson og Fannar Hafsteinsson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U17 ára landsliði Íslands. Hópurinn æfir tvisvar um komandi helgi, bæði skiptin í Kórnum.

Breytingar á athugasemdakerfinu - Ekki lokað

Tekin hefur verið ákvörðun að fjarlægja athugasemdakerfi af forsíðu ka-sport.is. Það þýðir ekki að lokað hefur verið alfarið fyrir athugasemdir á síðunni. Sem stendur eru undirsíður knattspyrnudeildar og blakdeildarinnar með opið fyrir athugasemdir og verður það þannig áfram.

Guðjón Þórðarson í viðræðum við KA (Uppfært)

Uppfært: Samkvæmt nýjustu fréttum hefur Guðjón Þórðarson tekið við BÍ/Bolungarvík eftir að hafa átt í viðræðum við KA. Eins og við greindum frá í gær voru viðræður við Guðjón um helgina og var honum gefið tilboð í gærkvöldi sem hann ákvað svo að hafna í morgun.

Foreldrafundur hjá 4. flokk kvenna næsta föstudag

Föstudaginn 8. október verður haldinn foreldrafundur í KA heimilinu vegna 4. flokks kvenna. Fundurinn er settur á  klukkan 17:00 Farið verður yfir ferðatilhögun vetrarins, mótafyrirkomulag og önnur málefni.  Foreldrar sem ekki sjá sér fært að mæta eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Stefán í síma 868-2396 eða senda tölvupóst á stebbigje@simnet.is Kv. Kara og Stefán