08.10.2010
Síðastliðinn föstudag héldu strákarnir í öðrum flokki og Míló þjálfari lokahóf sitt. Búið er að
láta inn á vefinn myndaveislu frá atburðinum.
07.10.2010
Knattspyrnudeild KA hefur endurráðið Slobodan Milisic (Miló) sem þjálfara 2. flokks karla í knattspyrnu. Frá þessu var gengið í
gær.
07.10.2010
Knattspyrnudeild KA og Gunnar Gunnarsson (Gassi) hafa komist að samkomulagi um að hann láti af starfi framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar KA, en því
hefur hann gegnt meira og minna undangengin níu ár.
07.10.2010
Ævar Ingi Jóhannesson og Fannar Hafsteinsson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U17 ára landsliði Íslands. Hópurinn æfir
tvisvar um komandi helgi, bæði skiptin í Kórnum.
07.10.2010
Tekin hefur verið ákvörðun að fjarlægja athugasemdakerfi af forsíðu ka-sport.is. Það þýðir ekki að lokað hefur verið
alfarið fyrir athugasemdir á síðunni. Sem stendur eru undirsíður knattspyrnudeildar og blakdeildarinnar með opið fyrir athugasemdir og verður
það þannig áfram.
06.10.2010
Uppfært: Samkvæmt nýjustu fréttum hefur Guðjón Þórðarson tekið við BÍ/Bolungarvík
eftir að hafa átt í viðræðum við KA. Eins og við greindum frá í gær voru viðræður við Guðjón um helgina og var
honum gefið tilboð í gærkvöldi sem hann ákvað svo að hafna í morgun.
04.10.2010
Föstudaginn 8. október verður haldinn foreldrafundur í KA heimilinu vegna 4. flokks kvenna. Fundurinn er settur á klukkan 17:00
Farið verður yfir ferðatilhögun vetrarins, mótafyrirkomulag og önnur málefni.
Foreldrar sem ekki sjá sér fært að mæta eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Stefán í síma 868-2396 eða senda
tölvupóst á stebbigje@simnet.is
Kv. Kara og Stefán
03.10.2010
KA dagurinn var í gær en með honum fer vetrarstarf félagsins formlega af stað. Þar gafst foreldrum tækifæri á að gera upp
æfingargjöld, kaupa búninga o.fl. auk þess að gæða sér á vöflum. Fjöldi fólks lagði leið sína í KA -
heimilið en það var opið fyrir gesti frá 11:30 - 13:30. Við smelltum af nokkrum myndum og þær má sjá hér.
01.10.2010
Á morgun, á KA - deginum, verður nýja heilsuræktin í kjallara KA - heimilisins til sýnis en hún verður formlega opnuð 23. október.
Í boði er glæsilegur 10 manna pottur, ísbað og gufubað. Ekkert nafn er komið á heilsuræktina og því ætlum við að efna til
nafnasamkeppni. Skilafrestur er til 15. október. Tillögur skilast á netfang Gunna Jóns framkvæmdastjóra, gunnij@ka-sport.is. Verðlaun eru árskort í heilsuræktina. Eins og áður kom fram opnar heilsuræktin þann 23.
október og þá verður nafnið opinberað.
28.09.2010
Þórir Tryggva mætti á leik KA og Þórs sem fram fór fyrir rúmri viku á Akureyrarvelli. Leiknum lauk með tapi, 1 - 4 fyrir
Þór... Myndirnar finnur þú með að smella hér.