13.09.2010
Það þurfti að gera nokkrar breytingar á æfingatöflu handboltans sem var birt á dögunum. Gerðar voru breytingar á æfingum 4.
flokks stúlkna og drengja, unglingaflokkum karla og kvenna svo og meistaraflokki kvenna. Ný tafla hefur tekið gildi og hvetjum við alla til að kynna sér hana.
Vonandi sjáum við sem flesta, hressa og káta eftir gott sumar, öllum er velkomið að koma og prófa. Fréttabréf um starf vetrarins verður sett
inn á síðuna síðar.
Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna.
11.09.2010
Það var ekki bara sagðar kjaftasögur um Guðjón Þórðar í vikunni sem leið því nokkrir góðir KA-menn, sem tilheyra
Lávarðadeild félagsins, tóku sig nefnilega saman og máluðu KA - heimilið.
11.09.2010
Seinasti heimaleikur okkar á þessu keppnistímabili verður laugardaginn 11 sept. og það eru Víkingar sem koma í heimsókn.
08.09.2010
Þá er fyrsta vika handboltatímabilsins liðin og er mæting á æfingar mjög góð, gaman að sjá hvað bæði
strákar og stelpur eru áhugasöm og hafa gaman á æfingum. Allir krakkar eru velkomnir að koma og prófa. Í vetur ætlum við
að reyna að setja upplýsingar um starfið hér á heimasíðu KA og verður þá vonandi auðveldara að fylgjast með
því sem er að gerast hjá okkur.
Nú er einmitt tíminn sem menn eru að velta fyrir sér kaupum á innanhússkóm. Skórnir frá síðasta vetri orðnir of
litlir, þó þeir séu svo til óslitnir og dýrt að kaupa nýja. Við ætlum því að bjóða upp á
skiptimarkað með innanhússkó , næstkomandi laugardag.
06.09.2010
Eins og fólk veit lék KA gegn Þór sl. fimmtudag á Þórsvellinum og við töpuðum 3-0.
Það má segja að umfjöllun um þennan leik á þessum tímapunkti eigi ekki mkið erindi og því mun ég ekki fara úti
í lýsingar í smáatriðum, tel að það sé í raun óþarfi.
31.08.2010
Stuðningsmenn KA ætla að hittast í KA-heimilinu fyrir leik liðsins gegn nágrönnunum í Þór og að sjálfsögðu mæta
allir í gulu. Við munum hittast kl. 16:15, borða saman og taka létt spjall. Þeir sem hafa hug á því að borða með hópnum þurfa
að vera mættir kl. 16:30 í allra síðasta lagi. Gengið verður fylktu liði á völlinn en leikurinn hefst kl. 18:00. Aðgangseyrir á
völlinn er kr. 1.000,- fyrir 17 ára og eldri en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri.
31.08.2010
Það var vissulega sól en gríðarlega mikið vantaði uppá að það væri ylur þegar við tókum á móti
Leikni á glæsilegum Akureyrarvelli í 19 umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu sl. laugardag. Þrátt fyrir kulda var nokkuð vel
mætt á völlinn og voru stuðningsmenn gestana áberandi en okkur létu líka í sér heyra.
30.08.2010
Síðustu helgi spilaði A og B-lið 5.fl kv og 5.fl kk undanriðla. Stelpurnar spiluðu á KA vellinum og strákarnir á Fram vellinum. B-lið 5.fl karla
vann sinn riðil og spila því undan úrslita leik. Hin liðin í 5.fl náðu hinsvegar ekki að fylgja B-liði strákan eftir og duttu úr
leik.
B-lið 5.fl karla spilar næstkomandi sunnudag á móti Þór á Þórsvellinum en sigurvegarinn úr þeim leik spilar til
úrslita.
30.08.2010
Mánudaginn 6. september munu æfingar hefjast hjá öllum aldursflokkum júdódeildar KA. Æfingagjöld í júdó eru þau
sömu og hafa verið undanfarin ár. Við leggjum mikið upp úr því að æfingagjöld séu í algjöru lágmarki svo
að sem flestir geti æft júdó.
Æfingataflan er eftirfarandi:
28.08.2010
Bæði m.fl. og 2. fl. léku leiki í dag. M.fl. tók á móti Leikni í mikilli norðanátt á Akureyrarvelli í dag og voru
lokatölur þar 2-2. Leiknismenn komust yfir 0 - 2 og var staðan þannig í hálfleik. Okkar menn sýndu hinsvegar mikinn karakter, líkt og í
Fjölnisleiknum, og jöfnuðu 2 - 2 með mörkum frá Guðmundi Óla og Hauki Heiðari.