12.08.2010
A-liðið hjá 5. flokk kvenna varð um helgina Pæjumótsmeistari á Siglufirði. Strákarnir í 5. flokki
stóðu sig vel á Olísmótinu á Selfossi þar sem þeir uppskáru háttvísiverðlaun fyrir góða framkomu innan sem utan
vallar. Þá var KA með ellefu lið úr 6. og 7. flokki á Króksmótinu.
08.08.2010
Mst. flokkur kvenna og 3. flokkur kvenna hóf æfingar nú í síðustu viku og 4. flokkur kvenna byrjar eftir helgi.
Þjálfarar flokkana vilja því koma því á framfæri hvenær næstu æfingar eru.
Mst. flokkur kvenna á næst æfingu klukkan 18:00 upp í KA heimili á mánudaginn.
Forföll berist til Bróa í síma 863-2675
3. flokkur kvenna á einnig æfingu klukkan 18:00 upp í KA heimili á mánudaginn.
Báðir flokkar mæti með inni- og útiföt.
Æfingar hefjast hjá 4. flokk kvenna á þriðjudaginn og er mæting upp í KA heimili klukkan 16:00. Leikmenn mæti með inni- og
útiföt.
Þjálfarar
07.08.2010
Það var ákjósanlegt veður til knattspyrnuiðkunar síðasta laugardag þegar KA-menn tóku á móti Njarðvíkingum í
15. umferð 1. deildar karla, léttskýjað og nánast logn.
07.08.2010
Það verða Njarðvíkingar sem verða næstu gestir okkar á Akureyrarvelli heimavelli KA og er leikurinn sá 15 sem við leikum í 1 deild á
þessu tímabili.
06.08.2010
Lífið er ekki bara fótbolti, leikir og æfingar hjá mfl. karla sbr. þessa myndaveislu sem hér er boðið til. Umsögn GN um
síðustu tvær sjóferðir KA-manna ásamt ógrynni af góðum myndum.
05.08.2010
Félagar!
Þá er komið að næsta leik í þessari ótrúlega jöfnu 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla
04.08.2010
Búið er að láta inn á vefinn yfir hundrað myndir af æfingum hjá yngri flokkum KA í síðustu viku. Mikið og gott starf er verið
að vinna þar en um helgina verður nóg að gera hjá mörgum hverjum af þessum flokkum.
04.08.2010
Rétt fyrir lokun félagaskiptagluggans fór Hallgrímur Mar Steingrímsson á heimaslóðir til Völsungs. Fyrr í glugganum fengu KA-menn
frá Magna Davíð Jón Stefánsson en hann er uppalinn hjá Þór.
30.07.2010
Það var ákjósanlegt veður til knattspyrnuiðkunar á miðvikudagskvöldið þegar Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til
leiks, nokkuð milt og skýjað en sólin lét þó sjá sig öðru hvoru.
Myndaveisla - Smella hér
28.07.2010
KA 3-2 ÍR
0-1 Kristján Ari Halldórsson ('4)
1-1 David Disztl ('18)
2-1 David Disztl ('31)
2-2 Karl Gunnar Björnsson ('32)
3-2 Steinn Gunnarsson ('91)
Nánari umfjöllun og myndir síðar.