Fréttir

5. fl Pæjumótsmeistarar

A-liðið hjá 5. flokk kvenna varð um helgina Pæjumótsmeistari á Siglufirði. Strákarnir í 5. flokki stóðu sig vel á Olísmótinu á Selfossi þar sem þeir uppskáru háttvísiverðlaun fyrir góða framkomu innan sem utan vallar. Þá var KA með ellefu lið úr 6. og 7. flokki á Króksmótinu.

Æfingar hjá mst. flokk kvenna, 3. flokk kvenna og 4. flokk kvenna.

Mst. flokkur kvenna og 3. flokkur kvenna hóf æfingar nú í síðustu viku og 4. flokkur kvenna byrjar eftir helgi.  Þjálfarar flokkana vilja því koma því á framfæri hvenær næstu æfingar eru.  Mst. flokkur kvenna á næst æfingu klukkan 18:00 upp í KA heimili á mánudaginn. Forföll berist til Bróa í síma 863-2675  3. flokkur kvenna á einnig æfingu klukkan 18:00 upp í KA heimili á mánudaginn.  Báðir flokkar mæti með inni- og útiföt.  Æfingar hefjast hjá 4. flokk kvenna á þriðjudaginn og er mæting upp í KA heimili klukkan 16:00. Leikmenn mæti með inni- og útiföt.  Þjálfarar

Umfjöllun: KA - Njarðvík

Það var ákjósanlegt veður til knattspyrnuiðkunar síðasta laugardag þegar KA-menn tóku á móti Njarðvíkingum í 15. umferð 1. deildar karla, léttskýjað og nánast logn.

Upphitun: KA - Njarðvík

Það verða Njarðvíkingar sem verða næstu gestir okkar á Akureyrarvelli heimavelli KA og er leikurinn sá 15 sem við leikum í 1 deild á þessu tímabili.

Myndaveislur: KA-menn á sjónum!

Lífið er ekki bara fótbolti,  leikir og æfingar hjá mfl. karla sbr.  þessa myndaveislu sem hér er boðið til. Umsögn GN um síðustu tvær sjóferðir KA-manna ásamt ógrynni af góðum myndum.

KA-menn hita upp á Pósthúsbarnum!

Félagar! Þá er komið að næsta leik í þessari ótrúlega jöfnu 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla

Myndir frá æfingum yngri flokka

Búið er að láta inn á vefinn yfir hundrað myndir af æfingum hjá yngri flokkum KA í síðustu viku. Mikið og gott starf er verið að vinna þar en um helgina verður nóg að gera hjá mörgum hverjum af þessum flokkum.

Hallgrímur Mar farinn í Völsung - Davíð Jón kominn í KA

Rétt fyrir lokun félagaskiptagluggans fór Hallgrímur Mar Steingrímsson á heimaslóðir til Völsungs. Fyrr í glugganum fengu KA-menn frá Magna Davíð Jón Stefánsson en hann er uppalinn hjá Þór.

Umfjöllun og myndaveisla: KA - ÍR

Það var ákjósanlegt veður til knattspyrnuiðkunar á miðvikudagskvöldið þegar Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til leiks, nokkuð milt og skýjað en sólin lét þó sjá sig öðru hvoru. Myndaveisla - Smella hér

Baráttusigur á ÍR

KA 3-2 ÍR 0-1 Kristján Ari Halldórsson ('4) 1-1 David Disztl ('18) 2-1 David Disztl ('31) 2-2 Karl Gunnar Björnsson ('32) 3-2 Steinn Gunnarsson ('91) Nánari umfjöllun og myndir síðar.