11.05.2010
Leikur KA og Gróttu nk. föstudag mun fara fram á hinum nýja og glæsilega Þórsvelli þar sem grasið á Akureyrarvellinum er ekki
tilbúið í slaginn. Þórsvöllurinn er með hitunarkerfi undir grasinu og því mun sneggri að ná sér eftir veturinn. Heyrst hefur
að ekki séu allir sáttir með þessa lendingu á málinu, þ.e. að KA spili á Þórsvellinum og því heyrði
heimasíðan í Sigfúsi Helgasyni, framkvæmdastjóra Þórs og fékk hann til að segja frá aðstæðum.
11.05.2010
Sumardgagskrá:
Mánudaga kl. 20:00 - júdó
Þriðjudaga kl. 20:00 - þrek á Hrafnagili
Miðvikudaga kl. 20:00 - júdó
Fimmtudaga kl. 20:00 - þrek á Hrafnagili
Föstudaga kl. 20:00 - júdó
Sunnudaga kl. 10:00 - þrek á Hrafnagili
11.05.2010
Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið í KA heimilinu miðvikudaginn 12. maí kl 20.30.
Hvetjum alla KA menn til þess að koma og eiga ánægjulega stund með stuðningsmönnum og leikmönnum.
10.05.2010
Eins og flestir hafa tekið eftir sem hafa séð myndir úr Þróttaraleiknum að þá léku KA-menn í nýrri línu hummel
búninga. Búningarnir eru spánnýjir og nýmerktir af hinum grjótharða KA-manni Doktor Pétri.
10.05.2010
Dínó spilandi þjálfari KA-manna fór í sjónvarpsviðtal á Fótbolta.net eftir leikinn gegn Þrótturum í Laugardalnum
í gær.
10.05.2010
Það var blíðskaparveður í Laugardalnum í dag og mikill fjöldi fólks sem var þar samankominn vegna vorhátíðar
Þróttar sem hafði hafist fyrr um daginn.
09.05.2010
KA gerði góða ferð suður fyrr í dag og lagði Þróttara 1 - 2 í skemmtilegum leik. Strákarnir voru að spila góðan bolta
samkvæmt okkar manni á staðnum og var stemmingin góð. Fyrra markið var sjálfsmark eftir góða fyrirgjöf frá Dan Stubbs. Sigurmarkið
skoraði Haukur Hinriksson með skalla eftir hornspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Það er ekki ónýtt að byrja mótið á sigri gegn
Þrótti sem féll á síðasta ári úr úrvalsdeild. Nánari umfjöllun kemur hér inn síðar.
Við minnum svo á fyrsta heimaleik KA á föstudaginn 14. maí gegn Gróttu!
09.05.2010
Í dag var framhaldið í Reykjavík Norðurlandamóti í júdó. Í dag var keppt í aldursflokki yngri en 20 ára. KA
eignaðist þar sinn annan Norðurlandameistara á þessu móti er Steinar Eyþór Valsson sigraði með glæsibrag í -100kg. Steinar er
gríðarlega efnilegur júdómaður sem hefur alla burði til að verða verulega góður.
08.05.2010
Norðurlandamótið í júdó fer nú fram í Reykjavik. Í dag var keppt í flokkum fullorðinna og 30 ára og eldri. Hans
Rúnar Snorrason gerði sér lítið fyrir og sigraði glæsilega í -73kg flokki karla eldri en 30 ára. Hans sigraði norðmann í
úrslitaglímunni með mjög sannfærandi hætti.