Fréttir

Tímabilið búið hjá 3. flokk kvenna

Um helgina var 3. flokkur kvenna að spila í úrslitum íslandsmótsins. Mótherjarnir í undanúrslitum voru lið HK. KA/Þór og HK höfðu spilað tvívegis yfir veturinn og hvort lið unnið einn leik. KA/Þór komst 1-0 yfir en átti eftir það lítinn möguleika í leiknum. HK fór í 5-1 og var munurinn mestur 8 mörk. Stelpurnar náðu aldrei að koma sér í gírinn sóknarlega og vörnin var afspyrnu léleg framan af, það var helst fyrir stórleik Lovísu í markinu að munurinn varð ekki stærri.

Mjög vel heppnuð lærdómsferð 9-14 ára júdókrakka.

Þeir júdókrakkar sem æfa með flokkum 9-14 ára hjá KA fóru til Reykjavíkur nú um helgina til þess að æfa með jafnöldrum sínum af öllu landinu.  Tilgangur ferðarinnar var að kynnast jafnöldrum sínum sem eru einnig að æfa júdó án þess að keppni sé blandað þar inn í.  Einnig að fá tækifæri til þess að læra af öðrum þjálfurum.

Tekið á móti Íslandsmeisturum 3. flokks karla - myndir

Íslandsmeistarar KA í 3. flokki karla komu heim í gærkvöldi með bikarinn eftirsótta. Tekið var á móti hópnum í KA heimilinu þar sem unglingaráðið, foreldrar og aðrir biðu strákanna. Eftir ávarp Sigfúsar Karlssonar var hverjum og einum liðsmanni afhent rós og síðan boðið í pizzuveislu.

3. flokkur karla: KA Íslandsmeistari

Strákarnir í 3. flokki KA urðu í dag Íslandsmeistarar er þeir unnu lið Stjörnunnar með einu marki 28-27 í æsispennandi úrslitaleik. Í gær sigruðu strákarnir lið FH 29-22 í fjögurra liða úrslitum. Strákarnir eru á leiðinni norður og er áætlað að þeir komi í KA heimilið um klukkan 20:30 í kvöld. Við óskum strákunum hjartanlega til hamingju með frábæran árangur og hvetjum stuðningsmenn til að fagna þeim við heimkomuna í kvöld.

Tap á móti Fylki. Leikmaður á reynslu

Í dag kl 15.00 spilaði KA æfingaleik á móti Fylki á gervigrasinu í Árbænum. Í leiknum kom við sögu nýr leikmaður að nafni Dan Stubbs. Stubbs hitti KA liðið í Reykjavík í dag og spilaði leikinn á móti Fylki, Stubbs er nú á leiðinni norður með liðinu þar sem hann mun halda áfram að æfa með KA næstu daga áður en það verður tekin ákvörðun um hvort hann verði áfram eða ekki.

Undanúrslit og úrslit í 3. flokki kvenna og karla um helgina

Um helgina fara fram undanúrslit og úrslit í 3. flokki kvenna og karla. Leikið er í Austurbergi. Leikjaplanið er eftirfarandi:

Æfingaleikur: M.fl mætir Fylki í Árbænum

Á morgun laugardag mun M.fl leggja leið sína suður þar sem þeir munu etja kappi við úrvalsdeildarlið Fylkis. Þetta mun að öllum líkindum vera síðasta æfingaleikur KA á þessum vetri enda styttist óðum í að Íslandsmótið hefjist.  

U16: Úrtaksæfingar í boganum

Um helgina verða úrtaksæfingar U16 ára landsliðsins í boganum. Hópurinn er skipaður leikmönnum héðan af norðurlandi og munu þeir æfa í Boganum föstudag og laugardag. Í þessum hóp eru 6 strákar frá KA en þeir spila allir með 3.fl félagsins. Þjálfari er Freyr Sverrisson.

Ársskýrsla KA nú á netinu

Ársskýrsla KA fyrir árið 2009 er nú aðgengileg á netinu. Hægt er að finna hana undir "Um K.A. -> Ársskýrsla KA 2009" eða með því að smella hér.

3. flokkur kvenna kominn í 4 liða úrslitin

Nú um helgina mætti A lið 3. flokks kvenna liði Víkings í 8 liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. KA/Þór stelpur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og spiluðu á köflum virkilega góðan handbolta en féllu hins vegar niður í tóma steypu á stuttum kafla í fyrri hálfleik. Í stöðunni 16-4 fóru þær að slaka heldur mikið á og gerðu í raun sitt besta til þess að hleypa Víkingsstelpum inn í leikinn. Víkingsstelpur gengu á lagið og minnkuðu muninn í 18-11 og þannig stóð í hálfleik.