08.05.2010
Á sunnudaginn, 9. maí mætast KA og Þróttr í fyrstu umferð íslensku fyrstu deildarinnar. Búast má við hörkuleik.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 á gervigrasvellinum í Laugardal. Að sjálfsögðu hvetjum við alla KA-menn fyrir sunnan að mæta og styðja við
bakið á sínu liði.
07.05.2010
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir eru framkvæmdir í gangi á Akureyrarvelli. KA – völlurinn verður þó að koma vel undan vetri til
að allt eigi að ganga upp. Heimasíðan tók Gunnar Gunnarsson, Gassa, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar í smá spjall.
06.05.2010
Eins og við greindum frá fyrr í morgun er búið að semja við Dan Stubbs, rúmlega tvítugan enskan miðvallarleikmann, sem verið hefur með
liðinu undanfarið. Heimasíðan heyrði í honum hljóðið og virtist Dan vera mjög sáttur með dvölina hér.
06.05.2010
Búið er að ganga frá samningum við enska miðvallarleikmanninn Dan Stubbs sem hefur verið hjá félaginu í vikunni ásamt því
að taka þátt í leik liðsins gegn Fylki sl. laugardag.
05.05.2010
Á þessu ári mun Akureyrarbær verja tuttugu milljónum króna í endurbætur á stúkunni við Akureyrarvöll en stúkan hefur
lítið sem ekkert viðhald fengið síðasta áratuginn og er margt þar sem má betur fara.
05.05.2010
Á sunnudaginn hefst tímabilið hjá KA-mönnum. Klárt er að menn eru farnir að hlakka til. KA menn hefja leik í Laugardalnum þar sem þeir
mæta Þrótturum þar sem búast má við hörkuleik. Hinn ungi Andri Fannar Stefánsson segir spennu komna í menn og að allir séu
klárir.
05.05.2010
Stutt er í að tímabilið byrji hjá strákunum okkar og mikilvægt að allir séu með hausinn í lagi og í topp standi. Líkt og
í fyrra verður Dean Martin spilandi þjálfari og mun því reynsluboltinn Steingrímur Eiðsson aðstoðarmaður hans stýra liðinu af
hliðarlíðunni í sumar.
05.05.2010
Nú erum við komin í sumarfrí í júdó hjá yngri flokkum. Meistaraflokkur æfir áfram í sumar en dagskráin hjá
þeim breytist í næstu viku og verður það tilkynnt hér á heimasíðunni eftir næstu helgi.
04.05.2010
Það var hugur í strákunum í 3. flokki fyrir úrslitaleikinn gegn Stjörnunni á sunnudaginn. Liðin höfðu mæst tvisvar um veturinn
í deildinni og unnu sinn hvorn heimaleikinn. Það var reyndar eini tapleikur Stjörnunnar í deildinni. Það var því ljóst að
baráttan yrði hörð og því stigu nokkrir leikmanna KA á stokk og strengdu þess heit að ef þeir ynnu leikinn myndu þeir láta
snoða sig.
03.05.2010
Fyrr í kvöld áttust KA og Þór við í öðrum flokki karla. Búast mátti við hörkuleik og sú varð raunin. Um var
að ræða æfingaleik í undirbúning fyrir Íslandsmótið sem hefst með leik þann 19. maí. Þá koma KR-ingar í
heimsókn til Akureyrar.