Fréttir

Fundur hjá foreldrum og forráðamönnum handboltastelpna

Foreldrafundur verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 21. apríl kl. 19:00 í KA-heimilinu. Stelpurnar taka þátt í móti komandi helgi hér fyrir norðan og því ætla þjálfarar og fulltrúar unglingaráðs að funda með foreldrum þátttakenda. Við sendum tvö lið til keppni að þessu sinni og því verður farið yfir á fundinum hvernig liðin verða skipuð, leiktíma, skipulag mótsins og fleira í þessum dúr. Mikilvægt er að einn fulltrúi að lágmarki mæti fyrir hönd hvers þátttakanda. Kær kveðja, Sindri Ká (868-7854)

Boltinn alltaf í beinni í KA - Heimilinu

Við minnum KA menn á það að boltinn er alltaf í beinni í KA - Heimilinu á breiðtjaldi og það er líka alltaf heitt á könnunni. Við hvetjum KA menn að kíkka upp í KA - heimili, horfa á leiki og spjalla við aðra KA menn um boltann. Við verðum að sjálfsögðu með sýningar í kvöld!

3. flokkur karla - mæta Haukum á þriðjudaginn

Næstkomandi þriðjudag klukkan 18:00 spilar KA1 á móti Haukum í 8. liða úrslitum Íslandsmótsins. KA1 enduðu í öðru sæti í fyrstu deild og fá því Hauka sem unnu sigur í annarri deildinni. Haukar hafa hörkuliði á að skipa og til að mynda urðu þessir strákar Íslandsmeistarar síðastliðið vor í 4. flokki. Þannig að þetta verður erfiður leikur, en KA1 ætlar sér örugglega alla leið í úrslit. Þetta er svo síðasti heimaleikur liðsins á þessum vetri og viljum við því hvetja sem flesta til að mæta og styðja við bakið á strákunum.

Þrjár úr KA/Þór í U-20 ára landslið kvenna

Valið hefur verið u-20 ára landsliðs kvenna sem tekur þátt í undankeppni fyrir EM sem fram fer helgina 21.-23. maí í Rúmeníu en liðið er þar í riðli ásamt Rúmeníu, Frakklandi og Króatíu. Þrjár stelpur úr liði KA/Þór eru í hópnum, þær Arna Valgerður Erlingsdóttir, Emma Havin Sardarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn og óskum þeim velgengni í verkefninu.

Myndir: Meðlimir m.fl. mokuðu nývang í gær

Það var tekið á því á Nývangi í gær þegar meðlimir meistaraflokks KA tóku sig til og mokuðu snjóinn af Nývangi. Þetta flýtir fyrir því að völlurinn nái sér eftir veturinn og að strákarnir geti farið að æfa.

Landsliðsmenn í heimsókn á Akureyri - myndir

Í morgun komu landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sturla Ásgeirsson í heimsókn til Akureyrar. Ætlunin var að reyna að fá þá á æfingar hjá yngri flokkum en þar sem þeir þurftu sjálfir að vera mættir á æfingu í Reykjavík seinni partinn var það ekki hægt. Í staðinn fóru þeir í heimsókn í nokkra skóla hér á Akureyri og hittu unga aðdáendur.

Akureyringar í ungmennalandsliðum Íslands

Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður 3. flokks KA hefur verið valinn í U-20 ára landslið Íslands sem tekur þátt í undankeppni Evrópumeistaramótsins nú um helgina. Ásamt Guðmundi eru tveir félagar hans í Akureyri Handboltafélagi í landsliðshópnum en það eru þeir Geir Guðmundsson og Oddur Gretarsson.

Skipting verðlauna á Íslandsmótum 2010

Nú þegar Íslandsmótum vetrarins er lokið þá er gaman að skoða hvernig skipting verðlauna hefur verið.  Hér á eftir er samantekt um skiptinguna: Félag: Gull: Silfur: Brons: Samtals: JR 22 16 13 51 KA 10 14 12 36 Ármann 11 5 5 21 ÍR 1 8 10 19 Selfoss 7 4 6 17 Grindavik 2 3 3 8 Þróttur   1 2 3 Samherjar 2     2 Vinir okkar í JR er með langbestan árangur og er ástæða til þess að óska þeim til hamingju með það.  Við í KA getum mjög vel við unað, við erum í öðru sæti og einnig getum við hæglega talið með okkar árangri fóstbræður okkar í Samherjum sem æfa með okkur.  Annars er ánægjulegt að sjá hversu mörg félög eru að standa sig vel, sérstaklega er fjöldi gullverðlauna hjá Selfyssingum verulega flottur.

Íslandsmeistarar KA frá 92 og 93 mættust á skírdag

Á Skírdag fór fram skemmtilegur handboltaleikur í KA heimilinu. Þar mættust hóparnir tveir sem fyrst lönduðu Íslandsmeistaratitli hjá KA í handbolta árið 1992 og 1993. Þetta voru s.s. árgangar drengja fæddir 1977-1980. Leikurinn var æsispennandi en lauk með sigri eldra liðsins.

Framhaldsaðalfundur KA - Gríðarlegur fjöldi sótti fundinn, mikil samstaða segja fundarmenn

Í kvöld fór fram framhaldsaðalfundur KA. Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður uppstillingarnefndar gerði grein fyrir störfum nefndar og í kjölfarið var lögð fram tillaga uppstillingarnefndar.  Fundarmenn samþykktu tillögu með miklu og langvinnu lófataki. Nýja stjórn skipa Hrefna G Torfadóttir formaður, aðrir í stjórn eru, Tryggvi Þór Gunnarsson, Sigurður Harðarsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Sveinsson. Varamaður er Ragnheiður Júlíusdóttir.  Einnig eru formenn deilda í KA með sæti í aðalstjórn samkvæmt lögum félagsins.