14.12.2009
Síðastliðið föstudagskvöld veitti Samherji KA höfðinglegan styrk til barna- og unglingastarfs. Styrkinn á að nota til að greiða niður
keppnisferðir og æfingagjöld ungra iðkenda. Styrkur þeirra síðastliðið ár studdi ómetanlega við bakið á ungum iðkendum og
þessi styrkur mun gera það ekki síður. Velvild Samherja og höfðingsskapur stuðlar að því að fleiri geta stundað
íþróttir og mun færri verða að hætta vegna fjárskorts. KA sendir kveðjur og þakklæti til Samherja.
14.12.2009
Síðastliðið föstudagskvöld veitti Samherji KA höfðinglegan styrk til barna- og unglingastarfs. Styrkinn á að nota til að greiða niður
keppnisferðir og æfingagjöld ungra iðkenda. Styrkur þeirra síðastliðið ár studdi ómetanlega við bakið á ungum iðkendum og
þessi styrkur mun gera það ekki síður. Velvild Samherja og höfðingsskapur stuðlar að því að fleiri geta stundað
íþróttir og mun færri verða að hætta vegna fjárskorts. KA sendir kveðjur og þakklæti til Samherja.
13.12.2009
KSÍ hefur gefið út riðlaskiptinguna fyrir hinn árlega deildarbikar sem fer fram eftir áramót og er einn helsti liðurinn í undirbúningi
liðanna fyrir Íslandsmótið. KA er í A-deild og riðli 2.
12.12.2009
Fyrir leikinn voru lið KA og HK voru efst og jöfn í MIKASA deild karla - bæði með 8 stig eftir 5 leiki. Leikurinn var því
sálfræðilega mikilvægur ekki síst fyrir KA menn sem töpuðu fyrir HK fyrir nokkrum vikum á heimavelli. Leikurinn var spennandi
sérstaklega í lok fjórðu hrinu þar sem HK hafði yfirhöndina 23-21.
12.12.2009
Kvennalið KA tapaði fyrir sterku liði HK í dag 3-0 (25-17)(25-10)(25-15). Hið unga KA lið mætti þarna ofjörlum sínum. Meira um leikinn
síðar.
Strákarnir aftur á móti hefndu ófaranna gegn HK í síðasta leik gegn þeim og unnu nokkuð öruggan 3-1 sigur.
12.12.2009
Það var hörkuleikur í Fylkishöllinn í dag þegar KA/Þór stúlkur komu í heimsókn. Jafnt var í hálfleik 11-11
en svo fór að lokum að Fylkir fór með tveggja marka sigur 25:23.
Arna Valgerður Erlingsdóttir var markahæst hjá KA/Þór, skoraði átta mörk og Martha Hermannsdóttir 7 mörk.
12.12.2009
SportTV hefur hafið beinar útsendingar á netinu af leikjum í blakinu á http://www.sporttv.is/. Leikur KA og Fylkis
kvenna var sýndur í gær og væntanlega kemur upptaka af leiknum inn á vefinn fljótlega. Leikur KA og HK karla verður sýndur í dag
laugardag kl. 16:00. Þetta er sérstaklega ánægjulegt fyrir íslenska blakáhugamenn enda hafa sjónvarpsstöðvar lítið sinnt
íþróttinni síðustu ár. Þessari nýbreyttni hefur verið afar vel tekið af blakáhugamönnum.
Hér má finna upptöku af leik KA og HK frá 12. desember. http://www.sporttv.is/category.aspx?catID=247
12.12.2009
KA stúlkur töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir Fylki í gærkvöldi 3-0 (25-18)(25-22)(25-18). KA stúlkur náðu
sér aldrei á strik í leiknum og virkuðu þreyttar eftir ferðalagið að norðan. Marek Bernat þjálfari KA fékk gult og
síðan rautt spjaldi í leiknum fyrir að mótmæla dómi. Hann tekur út eins leiks bann vegna þessa í leik KA og HK í dag.
11.12.2009
Það verður annasöm helgi hjá stelpunum í KA/Þór en þær leika tvo leikir fyrir sunnan um helgina. Á laugardag kl. 16:00
er leikur við Fylki og á sunnudag einnig kl. 16:00 er leikið við Hauka. Sendum stelpunum góðar kveðjur í slaginn.
09.12.2009
Eins og undanfarin ár verður sérstök jólaæfing fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna. Æfingin verður laugardaginn 12. desember kl.
10:45 - 11:30. Að vanda verður farið í skemmtilega leiki og góðir gestir koma með glaðning. Foreldrar og systkini eru hvött til að mæta og
fylgjast með.