Fréttir

Knattspyrnuskóli Arsenal á KA svæðinu næsta sumar

Yngriflokkaráð og knattspyrnuskóli Arsenal, Arsenal soccer school, hafa samið um að í júní næsta sumar verði Arsenal með 5 daga námskeið á KA svæðinu. Skrifað var undir samning þess efnis í dag, 20. október. Skólinn verður fyrir iðkendur í 5., 4. og 3. flokki og að sjálfsögðu bæði fyrir stráka og stelpur.

B-lið 3. flokks kvenna fór suður um liðna helgi

Stelpurnar í b liði 3. flokks kvenna spiluðu tvo leiki um helgina. Á laugardagskvöldið spiluðu stelpurnar við Gróttu 2 á Seltjarnarnesinu. Leikurinn byrjaði heldur illa og komust Gróttu stelpur í full þægilega stöðu.

Arnar Már Guðjónsson farinn til ÍA

Miðvallarleikmaðurinn og fyrirliði KA síðasta sumar, Arnar Már Guðjónsson, er farinn aftur til uppeldisfélags síns á Skaganum en þetta var staðfest bæði á vefsíðu Skagamanna og fótbolta.net

Tímarit N1-deildarinnar 2009-2010

Komið er út sérstakt kynningarrit N1 deildarinnar þar sem kynnt eru liðin sem taka þátt, bæði karlaliðin og kvennaliðin. Blaðið er unnið af Media Group ehf fyrir Handknattleikssamband Íslands. Tímaritið er veglegt og fullt af skemmtilegu efni.

Myndir frá leikjum strákanna í 4. flokki á laugardaginn

Síðastliðinn laugardag léku strákarnir í 4. flokki gegn Gróttu. Gengi KA strákanna í leikjunum var reyndar ekki eins og þeir höfðu ætlað sér. Þórir Tryggvason var mættur til leiks með myndavélina og sendi okkur nokkrar myndir af strákunum.

Yngriflokkaráð boðar til blaðamannafundar

Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar KA hefur boðað til blaðamannafundar n.k. þriðjudag kl. 14.00 Mikil leynd hefur verið yfir þessum fundi og því ekki vitað hvað ráðið er að fara að kynna. Þó er vitað að von er á erlendum aðilum á fundinn. Heimasíða KA mun fylgjast með og koma með fréttir af fundinum strax að honum loknum.

KA dagurinn verður haldinn á laugardaginn!

Hinn árlegi KA dagur fyrir handbolta, júdó og blak verður haldinn n.k. laugardag 17. október. Ýmislegt verður um að vera en meigin tilgangur dagsins er að innheimta æfingagjöld og skrá nýja þáttakendur. Skráning og innheimta hefst kl 10:30 og stendur til 13:30, á þessum tíma verður einnig boðið upp á leiki sem þjálfarar yngriflokka munu sjá um, íþrótta markað með notuðum og nýjum íþróttabúnaði. Einnig verður öllum boðið upp á veitingar, vöflur, kaffi eða safa. Við hvetjum sem flesta að láta sjá sig á laugardaginn! Þess ber að geta að æfingagjöld fyrir yngriflokkastarf knattspyrnudeildar er ekki hægt að greiða á þessum degi. Ef smellt er á lesa meira má lesa um nýtt og spennandi samvinnuverkefni sem allar deildir taka þátt í. Við minnum einnig á að það er nýtt kortatímabil!

KA dagurinn verður haldinn á laugardaginn!

Hinn árlegi KA dagur fyrir handbolta, júdó og blak verður haldinn n.k. laugardag 17. október. Ýmislegt verður um að vera en meigin tilgangur dagsins er að innheimta æfingagjöld og skrá nýja þáttakendur. Skráning og innheimta hefst kl 10:30 og stendur til 13:30, á þessum tíma verður einnig boðið upp á leiki sem þjálfarar yngriflokka munu sjá um, íþrótta markað með notuðum og nýjum íþróttabúnaði. Einnig verður öllum boðið upp á veitingar, vöflur, kaffi eða safa. Við hvetjum sem flesta að láta sjá sig á laugardaginn! Þess ber að geta að æfingagjöld fyrir yngriflokkastarf knattspyrnudeildar er ekki hægt að greiða á þessum degi. Ef smellt er á lesa meira má lesa um nýtt og spennandi samvinnuverkefni sem allar deildir taka þátt í. Við minnum einnig á að það er nýtt kortatímabil!

Fréttabréf unglingaráðs Handknattleiksdeildar KA komið út

Út er komið fréttabréf unglingaráðs Handknattleiksdeildar KA þar sem fjallað er um starfið nú í upphafi vetrar, æfingagjöld, þjálfara, fundi og keppnisferðir. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.

Sex leikmenn frá KA valdir í U19 landslið Íslands

Sex leikmenn frá Ka voru valdir í U19 landslið Íslands sem leikur þessa dagana á NEVZA mótinu í Danmörku. Í karlaliðið voru valdir eftirtaldir leikmenn frá KA: Árni Björnsson, Daniel Sveinsson, Jóhann Eiríksson og Sigurbjörn Friðgeirsson. Í kvennaliðið voru valdar systurnar Guðrún Margrét Jónsdóttir og Auður Anna Jónsdóttir.