29.09.2009
Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa aftur verið kallaðir í verkefni með U-19 landsliðinu, en í þetta sinn ferðast
landsliðið alla leið til Bosníu og dvelja þar dagana 7. - 12. október, En ferðinn er liður í undankeppni EM, og mun liðið etja kappi við
heimamenn í Bosníu, Norður Íra og Búlgaríu.
29.09.2009
Fimtudaginn síðastliðinn tóku strákarnir í 2.flokki á móti Fram, en strákunum náði jafntefli úr leiknum til að tryggja
sæti sitt í deildinni á meðan Fram þurfti nauðsynlega öll stigin til að bjarga sér frá falli. Fyrri hálfleikur var frábær
hjá KA, og var það efnilegasti leikmaður KA þetta sumarið Hallgrímur Mar sem skoraði 2 mörk áður en Andri Fannar skoraði 1, og
því stóðu KA menn vel að vígji fyrir seinni hálfleikinn, 3-0 yfir og sæti í deildinni að ári nánast tryggt, lítið
gerðist í seinni hálfleik en þó náðu Framarar að setja eitt og því urðu lokatölur 3-1, og sæti í A-deildinni að
ári tryggt.
29.09.2009
Ómar Friðriksson var í byrjunarliði U17 ára landsliðsins sem tapaði fyrir Wales í fyrsta leik liðsins í undanriðli EM 2010 sem fram fer
í Wales.
29.09.2009
Haustmót JSÍ fór fram um síðustu helgi. KA átti 8 keppendur á mótinu og unnu þeir til 1 gullverðlauna, 3 silfurverðlauna og 1
bronsverðlauna. Frammistaða þeirra var eftirfarandi:
28.09.2009
Haustmót BLÍ var haldið um helgina í Fagralundi í Kópavogi hjá HK. Mótið var hið glæsilegasta og var spilað í tveimur
deildum í kvennaflokki og einni deild í karlaflokki. Alls tóku 26 lið þátt í mótinu. Karlalið KA gerði sér
lítið fyrir og vann karladeild mótsins. Kvennalið KA hafnaði í 3 sæti í 2. deild mótsins.
28.09.2009
Lokahóf knattspyrnudeildar var haldið á Hótel KEA s.l. laugardagskvöld þar sem sumarið var gert upp af leikmönnum, stjórnarmönnum og
stuðningsmönnum. Viðurkenningar voru veittar fyrir efnilegasta leikmanninn sem var valinn Hallgrímur Steingrímsson og fyrir besta leikmanninn sem var valinn Haukur
Heiðar Hauksson. Haukur Heiðar var einnig valinn "Móði" ársins af Vinum Móða, stuðningsmannafélagi KA. Dean Martin þjálfari var valinn
"Saggi" ársins af Vinum Sagga sem eru yngri stuðningsmenn félagsins.
24.09.2009
Miðvikudaginn 23. september fór fram í KA heimilinu grunnskólamót í handbolta fyrir 5-6 bekk. Um 200 krakkar mættu til leiks bæði
strákar og stelpur, vanir og óvanir, frá flestum skólunum í bænum. Að sögn skipuleggjenda, Jóa Bjarna og Sævars Árna,
fór þátttakan fram úr björtustu vonum og varð úr hin besta skemmtun fyrir krakkana.
23.09.2009
Miðjumaðurinn Andri Fannar Stefánsson og varnarmaðurinn Haukur Heiðar Hauksson hafa verið boðaðir á æfingar með U-19 landsliðinu.
Báðir voru þeir í stóru hlutverki fyrr í þessum mánuði þegar U-19 fór til Skotlands og spilaði 2 æfingaleiki, og
stóðu strákarnir sig með stakri prýði. Æfingarnar fara fram um næstu helgi, um er að ræða 3 æfingar, föst, lau og sun og
æft verður í Kórnum og tvisvar á Túngubökkum
Fyrir hönd heima síðunar óska ég þeim innilega til hamingju með þetta.
23.09.2009
Strákarnir í öðrum flokk taka á móti Frömmurum í síðasta leik sumarsins á morgun. Leikurinn átti að fara fram kl 17:15 en
vegna þess að það er farið að skyggja um þetta leiti var leikurinn færður til 16:45. Leikurinn fer fram á KA - Vellinum og við hvetjum alla til þess að mæta!
23.09.2009
Ég vil minna á fund foreldra og forráðamanna stúlkna í 5. flokki kl. 17:00 og í 6. flokki kl. 18:00 á morgun, fimmtudaginn 24. september
í KA-heimilinu við Dalsbraut. Miðar hafa verið sendir heim með stelpunum og ég hvet sem allra flesta til að láta sjá sig. Farið verður yfir
starfið sem framundan er og ákvarðanir teknar varðandi þátttöku stúlknanna í mótum í vetur. Ef einhverjar spurningar vakna
þá er um að gera að hafa samband.
kveðja,
Sindri Kristjánsson sindrik@gmail.com 868-7854