14.10.2009
Fjórar stelpur í KA/Þór hafa verið valdar í æfingahópa kvennalandsliða sem verða með æfingar um næstu helgi.
Steinþóra Sif Heimisdóttir var valin í 17 ára landsliðshóp og Arna Valgerður Erlingsdóttir, Emma Sardarsdóttir og Unnur
Ómarsdóttir voru valdar í 19 ára landslið.
12.10.2009
Fyrr í dag lék U-19 landsliðið 3 og síðasta leik sinn í undankeppni EM gegn Búlgaríu í grenjandi rigningu. Að vanda voru okkar menn
Andri Fannar og Haukur Heiðar í byrjunarliði og áttu stórleik. Þeir félagur lögðu upp öll mörk liðsins eða þrjú
talsins, Andri lagði upp 2 mörk og Haukur lagði upp 1 mark en leiknum lauk með 3-2 sigri íslendinga. Ísland lenti tvisvar undir í leiknum en
góður loka kafli og mörk frá Papa Faye og Arnari Sveini Geirssyni innsigluðu sigurinn.
12.10.2009
Framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson, hefur skrifað undir styrktarsamninga við Íþróttafélagið Þór og
Knattspyrnufélag Akureyrar (KA). Um er að ræða heildarsamninga sem taka til allra deilda félaganna og gilda þeir til eins árs.
12.10.2009
Framkvæmdastjóri KEA, Halldór Jóhannsson, hefur skrifað undir styrktarsamninga við Íþróttafélagið Þór og
Knattspyrnufélag Akureyrar (KA). Um er að ræða heildarsamninga sem taka til allra deilda félaganna og gilda þeir til eins árs.
11.10.2009
KA og Stjarnan tókust á í kvennaflokki í blakinu strax á eftir karlaleik sömu liða. Og aftur var boðið upp á 5 hrinu leik og aftur
tókst KA að vinna 3-2 (25-20, 23-25, 25-15, 22-25, 15-10).
11.10.2009
KA tókst að leggja lið Stjörnunnar í miklum baráttuleik á laugardag. Leikurinn endaði 3-2 (25-21, 25-20, 24-26, 22-25, 15-10) fyrir KA eftir mikil
átök og nokkra dramatík.
11.10.2009
Kvennalið KA byrjar vel keppni sína í efstu deild en liðið lagði lið Þróttar Reykjavík á föstudaginn 3-2 í tveggja tíma
maraþon leik sem stóð vel fram yfir miðnættið en leik liðanna var frestað um einn og hálfan tíma vegna veðurs.
11.10.2009
KA vann Íslandsmeistara Þróttar frá Reykjavík 3-1 (25-17, 25-25, 27-29, 25-22) í fyrstu deild karla fyrsta leik sínum á þessu
leiktímabili.
11.10.2009
FH sigraði KA/Þór á laugardaginn með 30 mörkum gegn 27 í N1 deild kvenna en staðan var 18-13 FH konum í vil í hálfleik.
KA/Þór voru ekkert á því að gefast upp og náðu þær að jafna um miðbik síðari hálfleiks. FH stúlkur
reyndust þó sterkari á lokamínútunum og unnu sigur 30-27.
09.10.2009
Seinka þurfti fyrstu leikjum blakliða KA í kvöld um einn og hálfan tíma vegna veðurs. Leikur karlaliðsins átti að hefjast í
Íþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 19:30 en hófst ekki fyrr en um kl. 21. Lið KA þurfti að bíða í 2 klukkustundir
í Borgarnesi en mjög vont veður var undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi í dag.