Fréttir

Verðskuldaður sigur hjá 3. flokki KA/Þór gegn Fylki

Síðstliðinn sunnudagsmorgun mættust KA/Þór og Fylkir í 1. deild 3. flokks kvenna. Fyrir hafði KA/Þór tapað illa gegn FH á útivelli þar sem nokkra lykilmenn vantaði ásamt því að liðið lék langt undir getu. Voru stelpurnar því staðráðnar í því að koma sér á beinu brautina gegn Fylki.

Tap hjá KA/Þór gegn Fylki - Myndasyrpa

Á laugardaginn tóku stelpurnar í KA/Þór á móti Fylki í N1-deild kvenna. Þórir Tryggvason var á staðnum vopnaður myndavélinni og sendi okkur myndir frá leiknum. Auk þeirra fer hér á eftir umfjöllun blaðamanns Vikudags um leikinn.

Tap gegn HK í fyrsta heimaleiknum

KA strákarnir mættu HK í dag í afar skrautlegum leik. Virtust gestirnir algjörlega máttlausir í upphafi leiks og KA komst í 2-0 án nokkurrar fyrirhafnar. HK gerði sér svo lítið fyrir og vann næstu þrjár hrinur og þar með leikinn 2-3. Í þeim hrinum virtust KA-menn hreinlega ekki hafa nokkra trú á að HK gæti gert þeim skráveifu. Kæruleysi greip um sig og liðið spilaði bara á hálfum snúning og því fór sem fór.

Kvennalið KA vann Ými 3-0

KA-stelpurnar eru enn ósigraðar í blakinu eftir þrjá leiki. Um helgina skellti liðið Ými úr Kópavogi 3-0. Liðið var á köflum að sýna fína takta og reynsluboltarnir Birna Baldursdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir koma til með að styrkja það mikið í vetur. KA var með yfirhöndina allan leikinn en minnstu munaði þó að Ýmir ynni aðra hrinuna. KA er nú á toppnum í deildinni og verður sú staða að teljast nokkuð óvænt.

Af hverju á Akureyri ekki lið í efstu deild karla?

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á morgun laugardag mun verða leitað svara við því af hverju Akureyri eigi ekki lið í efstu deild karla.

Heimaleikur KA/Þór á laugardag klukkan 16:00

Á laugardaginn klukkan 16:00 leikur meistaraflokkur KA/Þór sinn annan heimaleik í KA heimilinu. Andstæðingurinn að þessu sinni er Fylkir úr Árbænum. KA/Þór liðið hefur sýnt það í þeim tveim leikjum sem búnir eru að það býr heilmikið í liðinu og með góðum stuðningi áhorfenda og norðlenskum baráttuanda er heimavöllurinn illvinnandi vígi. Það er markvörðurinn geðþekki Reynir Þór Reynisson sem þjálfar Fylkisliðið. Skoðum aðeins umfjöllunina um Fylki úr N1 blaðinu.

Þorvaldur Sveinn til KS/Leifturs

Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson varnarmaðurinn reyndi sem lék með KA í sumar er genginn til liðs við KS/Leiftur sem leikur í 2. deildinni.

Myndaveisla: Blaðamannafundur á Hótel KEA - Arsenalskólinn

Í dag fór fram blaðamannafundur á Hótel KEA þar sem var gengið frá samstarfi milli KA og Arsenal um knattspyrnuskóla Arsenal sem fram fer á KA-svæðinu næsta sumar og skólinn kynntur nánar. Einnig var skrifað undir samning við styrktaraðila sem munu koma að skólanum. Hér má sjá það sem fyrir augu bar.

Paul Shipwright: Það er ástríða fyrir fótbolta á Íslandi

Paul Shipwright, talsmaður Arsenal Soccer School, skrifaði undir samning við KA á Hótel KEA í dag en hann segist vera spenntur fyrir skólanum næsta sumar.

Pétur yfirþjálfari: Ákveðinn gæðastimpill á þessu

Í dag var skrifað undir samstarf milli KA og Arsenal um að enska úrvalsdeildarfélagið verði með knattspyrnuskóla á Akureyri næsta sumar en Pétur Ólafsson yfirþjálfari yngriflokka KA er forsprakkinn að þessu samstarfi.