Fréttir

Andri Fannar með KA næsta sumar

KA framlengdi samning sinn við hinn kornunga Andra Fannar Stefánsson á sunnudaginn. Heimasíðunni þykir ekki leiðinlegt að heyra að pilturinn sé tilbúinn að spila með norðlenska stórveldinu áfram. Flest liðin í efstu deild voru búin að bera víurnar í kappann en hann tók þá skynsamlegu ákvörðun að vera áfram í föðurhúsum. Maturinn hjá mömmu þótti meira freistandi en að hækka sig um deild og spila með miðlungsliði á höfuðborgarsvæðinu.

Innheimta æfingagjalda í handboltanum

Kæru foreldrar/forráðamenn Nú er komið að seinni innheimtudögunum hjá okkur í handboltanum, þeir sem ekki hafa gengið frá æfingagjöldum vetrarins eru  vinsamlega beðnir um að  koma við í KA heimilinu, eða hafa samband svo hægt sé að ganga frá skráningu iðkenda.  Æfingagjöldin er hægt að greiða annaðhvort með peningum eða skipta greiðslum á greiðslukort. Einnig er hægt að fylla út blað sem sent er til greiðsluþjónustu bankanna.  Ef menn vilja millifæra þá er bankanúmerið 0162-05-63299 kt. 450902-2680 og muna þá að setja kennitölu iðkanda í skýringu.

Myndasyrpa frá leik KA/Þór og Hauka á laugardaginn

Það var ekkert gefið eftir á laugardaginn þegar KA/Þór tók á móti Haukum í N1 deild kvenna. Þórir Tryggvason var á staðnum með myndavélina og sendi okkur nokkur athyglisverð augnablik úr leiknum.

Tveir góðir sigrar í blakinu

Blaklið KA voru í eldlínunni í dag og unnu bæði mjög sterka sigra. Strákarnir fengu Stjörnuna í heimsókn og unnu 3-1 í mjög jöfnum og spennandi leik. Strax á eftir spiluðu stelpurnar við Þrótt frá Neskaupsstað og eftir frábæran leik urðu þær ofan á í 3-2 sigri. Liðin eru nú bæði á toppnum og virðist ekkert lát á sigurgöngu kvennaliðsins. Stelpurnar eru enn ósigraðar og ljóst er að spennandi vetur er að fara í hönd hjá KA.

Haukar fóru heim með bæði stigin í dag

Haukarnir reyndust of stór biti fyrir KA/Þór í dag þegar liðin mættust í N1 deild kvenna. Leiknum lauk með tíu marka sigri Hauka 24-34 eftir að hafa leitt 11-17 eftir fyrri hálfleik. Hér á eftir fer umfjöllun Þrastar Ernis Viðarssonar úr Vikudegi.is

KA/Þór fékk heimaleik gegn Víkingum í bikarnum

Í kvöld var dregið í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppninnar en sautján lið voru skráð í keppnina. KA/Þór fékk dróst á móti Víkingi og þar sem KA/Þór var dregið á undan fá þær heimaleikinn.

Stórleikur á laugardag klukkan 16:00 KA/Þór gegn Haukum

Á laugardaginn klukkan 16:00 fær meistaraflokkur KA/Þór heimsókn úr Hafnarfirði þegar stórlið Hauka kemur í heimsókn í KA heimilið. Nú er brýnna en nokkru sinni að heimastelpurnar fái dyggan stuðning frá áhorfendum enda við harðskeytta andstæðinga að etja. KA/Þór stelpurnar ætla örugglega að bæta fyrir vonbrigðin í síðasta leik og mæta af fullum krafti í leikinn.

Dómaranámskeið föstudaginn 30. október

A-stigs dómaranámskeið í handknattleik verður haldið í KA-heimilinu föstudaginn 30. október kl. 19:30 til 22:00. Leiðbeinandi verður Brynjar Einarsson frá HDSÍ. A-stigs dómari hefur rétt til að dæma leiki frá 8. flokki til og með 5. flokki og er undanfari B-stigs dómara.

Breyting á æfingatímum 5. flokks karla

Gerð hefur verið breyting á æfingatíma hjá 5. flokki karla þannig að æfing sem var á þriðjudögum klukkan 17:00 í Íþróttahöllinni dettur út en í staðinn kemur æfing klukkan 16:00 á miðvikudögum, sem er líka í Íþróttahöllinni.

Gistinótt í KA heimili hjá 6. flokki drengja

Næstu helgi stendur mikið til hjá 6. flokki drengja. Stefnt er að því að gista aðfararnótt laugardagsins 31. október í KA heimilinu. Drengirnir eiga að mæta kl. 21 á föstudagskvöldið í KA heimilið og æft verður fram eftir kvöldi.