Fréttir

Opnunartímar KA - heimilisins yfir hátíðarnar

23. desember, Þorláksmessa - Lokað 24. desember, Aðfangadagur - Lokað 25. desember, Jóladagur - Lokað 26. desember, Annar í Jólum - Lokað 27. desember, Sunnudagur - Opið frá kl 10 28, 29, 30. desember opið frá 09 til 21 31. desember, Gamlársdagur - Lokað 1. janúar - Lokað 2. janúar - Opið - æfingar samkvæmt töflu

Tilvalin jólagjöf!

Hér er smá hugmynd fyrir þá sem eiga eftir að finna síðustu jólagjafirnar..! Hvað er betra en að eiga flott KA-rúmföt? Þú sefur ekki bara vel í þeim heldur öðlast þú sanna KA anda en mætir menn segja að það komist næst því að öðlast heilagan anda! Rúmfötin kosta aðeins 1.500 kr og fást í KA heimilinu. Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér eintak! Ef einhverjir lesa þetta eftir að KA-heimilið lokar er hægt að hafa samband við framkvæmdarstjóra í 899-3482. (Einnig er sniðugt að gefa KA konunni ofnhanska og pottaleppa, nú eða fyrir konurnar að gefa körlunum slíkar græjur... þá kannski gera þeir eitthvað í eldhúsinu!) Einnig er hægt að sjá fleiri sniðugar KA vörur hér.

Tilnefningar til íþróttamanns KA

Nú hafa allar deildir sent inn tilnefningar sínar til íþróttmanns KA 2009. Íþróttmaður KA verður kjörinn þann 10. janúar 2010 kl 14:00.  Hægt er að sjá tilnefningarnar í "lesa meira".

Tilnefningar til íþróttamanns KA

Nú hafa allar deildir sent inn tilnefningar sínar til íþróttmanns KA 2009. Íþróttmaður KA verður kjörinn þann 10. janúar 2010 kl 14:00.  Hægt er að sjá tilnefningarnar í "lesa meira".

Jólaæfing 7. og 8. flokks - myndir

Það var mikið fjör og gaman á jólaæfingu 7. og 8. flokks á laugardaginn, farið var í margskonar leiki og ekki minnkaði stemmingin þegar tveir jólasveinar mættu á svæðið. Jólasveinarnir komu ekki bara klyfjaðir af gjöfum heldur reyndust þeir liðtækir handboltamenn og sýndu meðal annars einstaka hæfileika sem markmenn, sérstaklega þegar þeir stóðu báðir í markinu og með aðstoðarmann með sér.

Innanhússmót í KA-heimilinu 30. des

KA ætlar að skemmta fólki yfir hátíðarnar með því að halda innanhússmót í fótbolta í KA-heimilinu miðvikudaginn 30. desember. Er mótið hugsað sem blanda af skemmtun og nauðsynlegri áreynslu, svipað og hið velheppnaða árgangamót sem haldið var í fyrrahaust. Tilkynna skal þátttöku á netfangið gassi@ka-sport.is fyrir 20. desember.

Stelpurnar í meistaraflokki fóru suður um helgina - ferðasagan öll

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna fóru suður um helgina til að spila tvo leiki. Lagt var af stað snemma á laugardagsmorgni, þó öllu seinna heldur en áætlað var þar sem einn leikmaður var stöðvaður af lögreglunni á leið sinni í rútuna. Leikurinn gegn Fylki spilaðist nokkuð vel. Jafnt var í hálfleik og getumunur liðanna lítill og í raun hefðu KA/Þór stelpur átt að vera yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en það var eins og það vantaði ákveðna trú í stelpurnar til að setja í fluggírinn og klára þungt og pirrað Fylkisliðið. Stelpurnar fengu fjöldamörg tækifæri til þess að klára leikinn en heppnin virtist ekki vera með þeim þennan daginn og svo fór að Fylkisstelpur lönduðu tveggja marka sigri.

Höfðinglegur styrkur frá Samherja

Síðastliðið föstudagskvöld veitti Samherji KA höfðinglegan styrk til barna- og unglingastarfs. Styrkinn á að nota til að greiða niður keppnisferðir og æfingagjöld ungra iðkenda. Styrkur þeirra síðastliðið ár studdi ómetanlega við bakið á ungum iðkendum og þessi styrkur mun gera það ekki síður. Velvild Samherja og höfðingsskapur stuðlar að því að fleiri geta stundað íþróttir og mun færri verða að hætta vegna fjárskorts. KA sendir kveðjur og þakklæti til Samherja.

Höfðinglegur styrkur frá Samherja

Síðastliðið föstudagskvöld veitti Samherji KA höfðinglegan styrk til barna- og unglingastarfs. Styrkinn á að nota til að greiða niður keppnisferðir og æfingagjöld ungra iðkenda. Styrkur þeirra síðastliðið ár studdi ómetanlega við bakið á ungum iðkendum og þessi styrkur mun gera það ekki síður. Velvild Samherja og höfðingsskapur stuðlar að því að fleiri geta stundað íþróttir og mun færri verða að hætta vegna fjárskorts. KA sendir kveðjur og þakklæti til Samherja.

Riðlaskiptingin fyrir deildarbikarinn klár

KSÍ hefur gefið út riðlaskiptinguna fyrir hinn árlega deildarbikar sem fer fram eftir áramót og er einn helsti liðurinn í undirbúningi liðanna fyrir Íslandsmótið. KA er í A-deild og riðli 2.