Fréttir

Guðmundur Óli verður áfram með KA en Hjalti Már fór í Víking

Það skiptast á skin og skúrir í boltanum eins og gengur. Þriðji leikmaðurinn til að yfirgefa herbúðir KA frá því að Íslandsmótinu lauk var vinstri bakvörðurinn Hjalti Már Hauksson. Hann mun genginn til liðs við Víkinga Reykjavík. Guðmundur Óli Steingrímsson er hins vegar búinn að framlengja samning sinn við KA um tvö ár og mun Húsvíkingurinn sólbrúni því áfram klæðast gulu treyjunni.

Kyu-mót JSÍ og Bikarmót JSÍ

Kyu-mót JSÍ í öllum aldursflokkum fór fram laugardaginn 14. nóvember í júdósalnum.  Keppendur voru 88 frá 6 félögum.  Mótið tókst mjög vel.  Skipting verðlauna varð eftirfarandi:

Fyrstu stig KA/Þór komin í hús eftir sigur á Víking

Stelpurnar í KA/Þór fylgdu eftir góðum sigri á Víkingum í Eimskipsbikarnum þegar liðin mættust í N1-deildinni í gær. Leikurinn fór fram í Víkinni og var ljóst í fyrri hálfleik að KA/Þór stelpurnar voru komnar til að sækja bæði stigin. Eftir fyrri hálfleik munaði sjö mörkum á liðinum, staðan 17-10 okkar stelpum í vil. Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum og hélst munurinn áfram þannig að þegar upp var staðið var sjö marka sigur í höfn 29:22.

4. flokkur kvenna með góðan sigur á Fylki í dag

4. flokkur kvenna lék sinn annan leik á tímabilinu klukkan 09:00 á  sunnudagsmorgunn. Um síðustu helgi steinlá liðið heima fyrir Víking í  afskaplega döprum leik. Í þeim leik voru stelpurnar engan veginn  tilbúnar í kollinum til að spila handbolta og var sett sú krafa á þær  fyrir þennan leik að mæta klárar.

Haukur Heiðar framlengir til 2012

KA menn hafa verið að ræða við leikmenn sína síðustu daga og hafa samningar við Hauk Heiðar, Jakob og Andra Fannar verið framlengdir. Auk þess mun markabuffið David Disztl verða áfram í herbúðum KA en KR-ingar voru eitthvað að bera víurnar í hann. David er ánægður hér á Akureyri og verður mættur í slaginn 1. mars.

Risaslagur á sunnudaginn: Akureyri - FH í bikarkeppninni

Það er nóg að gera í handboltanum þessa dagana. Sigurleikur gegn Stjörnunni í gær eftir rafmagnaðar lokasekúndur. Á sunnudaginn verður sannkallaður risaslagur í Eimskipsbikarnum þegar Akureyri tekur á móti FH í Íþróttahöllinni klukkan 16:00. Akureyringar fá nú kærkomið tækifæri til að hefna fyrir deildarleikinn á dögunum þegar FH-ingar flugu suður með 2 stig úr Höllinni.

ÞÓR/KA að hefja æfingar að nýju

Sunnudaginn 15.nóvember ætlar Þór/KA að hefja æfingar fyrir stelpur sem eru að ganga upp úr 3.fl hjá Þór og KA. Fyrsta æfingin verður í boganum næstkomandi sunnudag kl 14.00. Stelpurnar í meistaraflokk og 2.fl hefa síðan æfingar viku síðar eða 22.nóvember. Dragan Stojanovic verður sem fyrr þjálfari hjá m.fl og Siguróli Kristjánsson verðu honum innan handar ásamt því að þjálfa 2.flokk Þór/KA

Yfirburðasigur KA/Þór á Víkingum í dag - myndir

Það var skemmtileg stemming í KA heimilinu í dag þegar KA/Þór lék sinn fyrsta bikarleik á tímabilinu. Andstæðingarnir voru úrvalsdeildarlið Víkings. Fyrirfram áttu menn von á spennandi leik þar sem jafnt er komið með liðunum sem sitja án stiga á botni N1-deildarinnar.

Leikur dagsins KA/Þór - Víkingur

Eins og venjulega er að duga eða drepast í Eimskipsbikarnum! Minnum á leik KA/Þórs gegn Víkingum í dag klukkan 17:30 í KA heimilinu.

Til foreldra drengja á yngra ári 6. flokks

Föstudaginn 20. nóvember er fyrirhuguð ferð í aðra umferð Íslandsmóts hjá drengjunum. Mæting er í KA heimilið kl. 11 og þurfa drengirnir því að fá frí í skóla þennan morgun. Þar sem undirritaður er að fara erlendis og kemur ekki aftur fyrr en seinni part næstu viku óskar hann eftir því að foreldrar biðji um leyfi fyrir drengina þennan morgun.