Fréttir

2.flokkur gerði markalaust jafntefli við Þór

Í gær fóru strákarnir í 2.flokki norður fyrir Glerá, og kepptu við Þórsara á Þórsvellinum, Fyrir leikinn voru KA strákar í 8.sæti, 1 stigi frá Keflavík í fallsæti, En Keflavík átti aðeins 1 leik eftir en KA 2. Á meðan voru Þórsarar í 3.sæti 1.stigi á eftir FH og hefðu með sigri getað tryggt sér 2.sætið.

Ómar með U-17 til Wales

Núna rétt í þessum var Gunnar Guðmundsson landsliðsþjálfari U-17, að tilkynna 18 manna hóp sinn, einn KA maður er í hópnum,Ómar Friðriksson leikmaður með 2.og 3. flokki, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í U-17. Liðið ferðast til Wales í lok þessa mánaðar til að taka þátt í undankeppni EM, spilað verður við Rússland og Bosníu ásamt heimamönnum í Wales

2. flokkur karla heimsækir Þórsara í dag

Strákarnir í 2. flokk leika mikilvægan leik við Þórsara í dag á Þórsvellinum kl 17:15. Strákarnir sitja á 8 sæti með 17 stig og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag. Við hvetjum því alla KA - menn til að mæta á völlinn til að styðja þá til sigurs á Þórsurunum. Þess má geta í framhaldi að síðasti heimaleikur þeirra verður á fimmtudaginn n.k. kl 17:15 á KA vellinum. Þór - KA í 2. flokki - Þórsvelli kl 17:15 í dag! Allir að mæta!

Kjarnafæðismótinu er lokið með sigri Stjörnunnar

Úrslit á Kjarnafæðismótinu í handknattleik meistaraflokks kvenna réðust í dag og má hér á eftir sjá úrslit úr öllum leikjum svo og röð liðanna.

Umfjöllun: David tryggði KA 3 stig

Það voru hátt í 20 áhorfendur mættir á Kópavogsvöll þegar flautað var til leiks HK og KA á lokadegi Íslandsmótsins klukkan 14:00. Fyrir leik voru HK-ingar búnir að missa af möguleikanum að komast upp um deild og hafði því að litlu að keppa öðru en að halda þriðja sætinu í deildinni líkt og KA sem gat hæst komist í 4.sæti

KA Sigur í Kópavogi

Núna rétt í þessu var leik KA og HK að ljúka, og lokatölur urðu 3-2 þar sem ungverjinn David Disztl gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu, en þetta var önnur þrennan hans í sumar. Sigurinn þýðir það að KA endar deildina í 5.sæti, með 35 stig, einu stigi á eftir Fjarðabyggð og 4 á undan Þór, og þá er David Disztl 3.markahæsti leikmaður sumarsins Smellið á "lesa meira" til að sjá úrslit annarra leikja.

Myndir frá Kjarnafæðismótinu

Hér koma nokkrar myndir frá Þóri Tryggvasyni frá Kjarnafæðismótinu sem nú fer fram í KA heimilinu.  Þetta eru myndir af „þeim eldri“ í liðinu sem nú hafa dregið fram skóna að nýju og spila með liði KA/Þórs í vetur. 

20 ár: Myndband gert til upprifjunar

16. september sl. voru nákvæmlega 20 ár síðan KA-menn urðu Íslandsmeistarar undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Núna ætlum við að sýna myndband sem gert var á dögunum af því tilefni. Smellið á "Lesa meira" til að sjá myndbandið sem er tólf mínútur að lengd og inniheldur m.a. 20 ára gamalt viðtal við Guðjón Þórðarson og Þorvald Örlygsson ásamt lýsingu Bjarna Fel.

Upphitun: Lokaleikur tímabilsins

Síðasti leikur tímabilsins verður leikinn á Laugardaginn, Þegar okkar menn ferðast suður fyrir heiðar og heimsækja Kópavogsvöll, eða nánar tiltekið HK. Leikurinn hefst kl 14:00 og eru allir KA menn fyrir sunnan jafnt sem fyrir norðan hvattir til að skella sér á leikinn og hvetja strákanna í síðasta sinn þetta tímabilið.

Kjarnafæðismót hjá meistaraflokki kvenna - breyting á leikjaplani

Kjarnafæðismótið í meistaraflokki kvenna í handknattleik hefur verið endurvakið. Mótið fer fram föstudaginn 18. sept. og laugardag 19. sept. í KA heimilinu á Akureyri. Það er KA /Þór sem stendur fyrir þessu móti og þar mæta einnig HK, Fram, Stjarnan og Fylkir. Leiktími er 2x30 mínútur.  Athugið að gerð hefur verið smávægileg breyting á leikjaplani laugardagsins en það er nú eins og sýnt er hér að neðan.