09.11.2009
Á laugardaginn spiluðu strákarnir í 4. flokki gegn HK. A-liðin léku klukkan 14:00 og var strax ljóst að yfirburðir KA strákanna voru algerir.
Í hálfleik höfðu þeir örugga forystu 15-8 og í seinni hálfleik bættu þeir enn í og stórsigur niðurstaðan,
34-18.
Strax á eftir mættust B2 liðin og bættu KA strákarnir um betur og kafsigldu Kópavogspiltana. Staðan í hálfleik var 15-3 fyrir KA og
lokatölur 35-10.
Hér á eftir eru nokkrar myndir frá leikjunum.
08.11.2009
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu það í gær að það er ekki að ástæðulausu að þær eru
topplið íslenska kvennahandboltans. Þar er valinn maður í hverju rúmi og ekki spillir fyrir að í markinu stendur besti markvörðurinn sem leikur
hér á landi. Leik KA/Þór og Stjörnunnar lauk með þrettán marka sigri gestanna 19-32 eftir að hafa leitt 10-17 í hálfleik. Hér
á eftir fer umfjöllun Þrastar Ernis Viðarssonar úr Vikudegi.is ásamt myndum frá Þóri Tryggvasyni.
06.11.2009
Unglingadómaranámskeið hjá KA verður haldið í KA heimilinu 11. nóvember kl. 17:00. Um að ræða tveggja og hálfs tíma
fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.
06.11.2009
Það er ekki laust við að verði risaleikur á laugardaginn klukkan 16:00 þegar KA/Þór taka á móti Íslands- og bikarmeisturum
Stjörnunnar. Það er góðkunningi okkar, Atli Hilmarsson sem þjálfar liðið. Stjarnan er í toppbaráttunni sem stendur með fjóra
sigra úr fimm leikjum, þær töpuðu fyrsta leiknum gegn Val sem eru fyrir vikið í toppsætinu.
06.11.2009
Það verður mikið um að vera hjá yngri flokkunum á laugardaginn. Strax klukkan 9:00 hefst æfingamót hjá 6. flokki og byrjendaflokki þar
sem þátt taka KA, Þór og Völsungur, 6 fl. kl.9-10 og byrjendur 10-11:30
Klukkan 11:50 leikur KA gegn Víkingum í 4. flokki kvenna A lið
Klukkan 13:00 KA2 gegn HK í 4. flokki karla B lið
Klukkan 14:00 KA gegn HK í 4. flokki karla A lið
Og klukkan 18:00 KA gegn Aftureldingu í 3. flokki karla A lið
05.11.2009
Í dag, fimmtudag, heldur Akureyrarliðið suður á Seltjarnarnes og leikur þar við spútniklið Gróttu sem hefur svo sannarlega
sýnt það sem af er að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir félagar á SportTV.is hafa nú tilkynnt
að leikurinn verði í beinni útsendingu hjá þeim og er ástæða til að fagna þeim tíðindum.
Leikurinn hefst klukkan 18:30 á fimmtudaginn.
Hægt verður að horfa á leikinn í KA - Heimilinu!
03.11.2009
Stelpurnar í A liði 3. flokks kvenna mættu Haukum á sunnudagsmorgun og má segja að heimastúlkur hafi ekki verið almennilega vaknaðar þegar
leikurinn byrjaði. Haukar náðu strax forskoti á meðan KA/Þór stúlkur spiluðu langt undir getu framan af. Með ágætum leikkafla
tókst heimastúlkum þó að jafna leikinn fyrir hlé, staðan 10-10 í hálfleik.
02.11.2009
KA framlengdi samning sinn við hinn kornunga Andra Fannar Stefánsson á sunnudaginn. Heimasíðunni þykir ekki leiðinlegt að heyra að pilturinn sé
tilbúinn að spila með norðlenska stórveldinu áfram. Flest liðin í efstu deild voru búin að bera víurnar í kappann en hann
tók þá skynsamlegu ákvörðun að vera áfram í föðurhúsum. Maturinn hjá mömmu þótti meira freistandi en
að hækka sig um deild og spila með miðlungsliði á höfuðborgarsvæðinu.
02.11.2009
Kæru foreldrar/forráðamenn
Nú er komið að seinni innheimtudögunum hjá okkur í handboltanum, þeir sem ekki hafa gengið frá æfingagjöldum vetrarins eru
vinsamlega beðnir um að koma við í KA heimilinu, eða hafa samband svo hægt sé að ganga frá skráningu iðkenda.
Æfingagjöldin er hægt að greiða annaðhvort með peningum eða skipta greiðslum á greiðslukort. Einnig er hægt að fylla út blað
sem sent er til greiðsluþjónustu bankanna.
Ef menn vilja millifæra þá er bankanúmerið 0162-05-63299 kt. 450902-2680 og muna þá að setja kennitölu iðkanda í
skýringu.
02.11.2009
Það var ekkert gefið eftir á laugardaginn þegar KA/Þór tók á móti Haukum í N1 deild kvenna. Þórir Tryggvason var
á staðnum með myndavélina og sendi okkur nokkur athyglisverð augnablik úr leiknum.