Fréttir

Karlalið KA spilar sinn fyrsta leik í Mikasadeildinni

Karlalið KA spilar sinn fyrsta leik í Mikasadeildinni í kvöld er liðið mætir Íslandsmeisturum síðasta árs Þrótti Reykjavík.  KA liðið hefur misst tvo sterka leikmenn frá síðasta tímabili, tvíburana Haftein og Kristján Valdimarssyni en teflir fram ungum og efnilegum leikmönnum í þeirra stað.

Fyrsti leikur kvennaliðs KA í 1 deild í tvö ár

Kvennalið KA leikur í kvöld sinn fyrsta leik í fyrstu deild í tvö ár en KA mætir liði þróttar Reykjavík og fer leikurinn fram í íþróttahúsi kennaraháskólans kl. 22.00.  KA hefur undanfarin tvö ár byggt upp nýtt lið frá grunni og er hefur kjarni liðsins æft með KA upp í gegn um alla yngriflokka félagsins í 6-7 ár.  Liðið hefur einnig fengið til sín góðan liðsstyrk frá Bjarma í Þingeyjarsveit.

Andri og Haukur spiluðu allan leikinn.

U-19 landsliðið spila annan leik sinn í undankeppni evrópu mótsins nú fyrr í dag, okkar menn Andri Fannar og Haukur Heiðar spiluðu báðir allan leikinn í markalausu jafntefli, gegn Norður írum. Samkvæmt heimildum voru Íslendingar mikið mun betri í leiknum og voru óheppnir að senda tuðruna ekki í netið en fengu til þessa aragrúa af færum, en þar á meðal átti Andri fannar skot í stöng.

Myndasyrpa frá leik KA/Þór gegn Fram á þriðjudaginn

Okkur hafa borist ljósmyndir frá Vikudegi úr leik KA/Þór gegn Fram frá síðasta þriðjudegi. Við færum Kristjáni hjá Vikudegi þökk fyrir myndirnar.

Andri og Haukur byrjuðu í tapi

Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson voru báðir í byrjunarliði í dag, þegar U-19 tapaði naumlega fyrir Bosníu, í undankeppni EM. lokastaðan var 1-0, en Andri og Haukur þóttu báðir standa sig feikna vel í leiknum. Næsti leikur er við Norður Íra á föstudaginn, svo er seinasti leikurinn gegn Bulgaríu næst komanid mánudag.

Hörkuleikur hjá KA/Þór gegn meistaraefnum Fram

KA/Þór og Fram mættust í kvöld í KA-heimilinu í 1. umferð N1 deildar kvenna í handbolta. Fram er spáð Íslandsmeistaratitlinum á ár en KA/Þór 8. sætinu.  Akureyrarstelpurnar báru þó enga sérstaka virðingu fyrir meistaraefnunum og komu öflugar til leiks og náðu 3-1 forystu í upphafi leiksins.

Spá formanna, fyrirliða og þjálfara um N1 deildina í vetur

Nú í hádeginu var birt spá formanna, fyrirliða og þjálfara liðanna í N1 deildinni um gengi liðanna í vetur. Þar er Fram spáð titlinum en KA/Þór 8. sætinu af þeim níu liðum sem spila í N1-deild kvenna. Það er því alvöruleikur sem í KA heimilinu á morgun þegar KA/Þór tekur á móti meistaraefnunum í Fram. Spáin fyrir N1 deild kvenna lítur þannig út:

KA á 3 menn í liði ársins í 1. deild

Þau gleðitíðindi bárust í dag að KA á 3 menn í liði ársins í 1. deild en valið var kunngjört síðdegis í dag. Haukur Heiðar var í hópi bestu varnarmanna, David Diszlt (dobbúl D) var í hópi bestu sóknarmanna og besti markvörðurinn var að sjálfsögði Sandor Matus. Við óskum Hauki, David og Sandori til hamingju með þetta! Það má lesa nánar um þetta á fotbolti.net.

Okkar júdómaður í Noregi góður.

Í dag fór fram sterkt júdómót í Þrándheimi í Noregi.  KA átti þar einn keppanda, Björn Harðarson (Blöndal).  Hann keppti í -73kg. flokki og sigraði alla andstæðinga sína á ippon og vann því til gullverðlauna.  Björn starfar sem verkfræðingur í Noregi og keppti að sjálfsögðu undir merkjum KA á mótinu eins og hann hefur alltaf gert, en hann er margfaldur Íslandsmeistari í júdó.

Æfingar hjá Yngri flokkum hefjast á morgun

Á morgun 1.október hefjast æfingar hjá yngri flokkum í Boganum. Yngri flokkarnir hafa lang flestir verið í fríi síðan um mánaðarmótin ágúst/september og því tilvalið að fara að hefja leik að nýju. Þeir árgangar sem voru á eldra ári í sínum flokk í sumar færast nú í næsta flokk fyrir ofan.