Fréttir

20 ár: Ferðasaga frá Gunna Nella (Fyrri hluti)

Í dag eru nákvæmlega tuttugu ár síðan KA-menn lyftu bikar á loft í Keflavík. 16. september 1989. KA-menn voru orðnir Íslandsmeistarar eftir 2-0 sigur á Keflvíkingum. Að þessu merka tilefni ætlum við að birta ferðasögu hins mikla KA-manns Gunna Nella á þennan merkilega leik og síðan verður birt myndband og myndasyrpa í lokin. Hér er fyrri hluti sögunnar.

Breytingar á æfingatöflu yngri flokka

Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á æfingatöflu yngri flokkanna og mikilvægt að fólk kynni sér breytingarnar.  Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna í heild eða fá upplýsingar um hvern flokk fyrir sig.

4. flokkur karla: Foreldrafundurinn verður á fimmtudagskvöld klukkan 20:00

Foreldrafundur vegna 4. flokks karla verður næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 í KA heimilinu. Farið verður yfir veturinn og rætt um Svíþjóðarferðina sem farin verður næsta sumar. Kv. Gulli og Stebbi

4.fl kk í öðru sæti

Í dag fór fram úrslitaleikur í 4.fl karla um íslandsmeistaratitilinn á móti Breiðablik. Leikurinn fór fram í dag á Kópavogsvelli.

Umfjöllun: Sætur sigur á Víking

KA menn tóku á móti Víking Reykjavík í flottu veðri á Akureyrarvelli í dag, leikurinn einkenndist af mikilli baráttu en þó flottum fótbolta á köflum.

Upphitun: Síðasti heimaleikurinn

Á morgun, laugardaginn 12.september mun KA spila sinn síðasta heimaleik á tímabilinu, þegar Víkíngur R kemur í heimsókn, leikurinn verður að vanda háður á Akureyrarvelli og byrjar hann stundvígslega kl 14:00. Allir KA menn eru því hvattir að mæta og að noum gera sér glaðan dag.

Andri á skotskónnum

Andri Fannar og Haukur Heiðar voru aftur í byrjunarliði, þegar U-19 landsliðið spilaði seinni leik sinn við Skota í gær, leiknum lyktaði með 3-1 sigri Íslendinga, Pape Mamadou Faye leikmaður Fylkis kom íslandi yfir á 15.mínútu, á 36.mínútu skoraði Arnar Sveinn Guðbjörnsson leikmaður Vals og kom Íslandi í 2-0, það var svo á 86.mínútu að okkar maður Andri Fannar skoraði 3 og síðasta mark Íslands úr vítaspyrnu.

4.fl kk: Úrslitaleikurinn á Laugardaginn kl 15.00

Eins og fram hefur komið spilar 4.fl kk til úrslita í íslandsmótinu. Leikurinn mun fara fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks kl 15.00

Íþróttaskóli Blakdeildar KA og UFA starfræktur áfram

Blakdeild KA og Ungmennafélag Akureyrar (UFA) hafa ákveðið að halda áfram samstarfi sínu um rekstur íþróttaskóla fyrir yngstu aldurhópana en félögin starfræktu samskonar skóla í fyrravetur með góðum árangri og aðsókn.Íþróttaskólinn er fyrir krakka í 1. – 3. bekk grunnskóla og verða æfingar í íþróttahúsinu við Laugagötu mánudaga og fimmtudaga kl. 16-17 og í Íþróttahöllinni á sunnudögum frá 11-12.  Æfingar hefjast fimmtudaginn 10. september.

4.fl kk spila til úrslita í Kópavogi

Nú er allt að verða komið á hreint með úrslitaleik 4.fl karla. Liði sem mætir KA í úrslitum er Breiðablik og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Nákvæm tímaseting er ekki komin í ljós en þegar hún liggur fyrir munum við setja það hérna inná síðuna