Fréttir

Tap fyrir sunnan

Núna rétt í þessu var að ljúka leik okkar manna geng ÍR í breiðholtinu, og því miður voru það heimamenn í ÍR sem báru sigur úr bítum. Næsti leikur KA er gegn Víking R eftir 8 daga leikurinn verður á Akureyrarvelli og verður það jafnframt síðasti heimaleikur KA á leiktíðinni.

Yngri flokkar undanúrslit: 4.fl karla á KA svæðinu

Um helgina fara fram undanúrslitaleikir í Íslansmótum yngriflokka. Hjá KA eru það 5.fl karla og 4.fl karla sem leika í undanúrslitum. 5.fl karla spilar fyrir sunnan og 4.fl karla spilar á KA vellinum

Ómar boðaður á æfingar

Ómar Friðriksson leikmaður 3. og 2. flokks KA hefur verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliðinu.

Æfingar yngriflokka í blakinu eru hafnar nema hjá Íþróttaskólanum

Æfingar yngriflokkanna í blakinu byrjuðu síðastliðinn fimmtudag 3. september hjá öllum NEMA 6. fl. (1.-3. bekkur) íþróttaskólanum en æfingar íþróttaskólans byrja nú í vikunni fimmtudaginn 10. september. Blakdeild KA og UFA ætla að halda áfram vel heppnuðu samstarfi um rekstur íþróttaskóla í vetur en félögin buðu einnig upp á íþróttaskóla í fyrra. Megin íþróttagreinar skólans verða blak og frjálsar íþróttir en mikil áhersla verður á ýmsa leiki, þrautir og hreifiþjálfun í skólanum. Æfingatöfluna má vinna hér undir "Lesa meira"

Upphitun: ÍR - KA

Næst komandi föstudag ferðast okkar menn suður fyrir heiðar og etja þar kappi við Íþróttafélag Reykjavíkur í Breiðholtinu, leikurinn hefst stundvígslega kl 18:30 og eru allir KA menn sem staddir eru í borg óttans hvattir til að mæta á leikinn og styðja við bakið á sýnu liði.

Andri Fannar og Haukur Heiðar í U-19

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, tilkynnti fyrr í dag landsliðhóp sinn fyrir 2 vináttu landsleiki gegn skotum en báðir verða leiknir í Skotlandi,  7. og 9. September næst komandi

Foreldrafundur vegna 4. flokks kvenna

Foreldrar stúlkna í 4. flokki handboltans eru beðnir að koma á fund í KA-heimilið á fimmtudaginn klukkan 20:00. Rætt verður um starfið í vetur svo og væntanlega ferð á Partille Cup í Svíþjóð næsta vor. Kveðja Stefán Guðnason sími: 8682396

Æfingar hjá yngri flokkum

Margar fyrirspurnir hafa borist um hvenær handboltaæfingar hjá yngri flokkum byrji. Verið er að leggja lokahönd á æfingatöfluna og ætti hún að birtast nú á allra næstu dögum. Æfingar hefjast síðan í kjölfarið, væntanalega síðar í vikunni og verður það tilkynnt hér á heimasíðunni.

5.fl karla í undanúrslit

Um helgina var 5.fl karla að spila í úrslitum íslandsmótsins. Riðillinn sem KA var í var spilaður á Fáskrúðsfirði og spilaði KA á móti Haukum, Fjarðarbyggð/Leikni og Stjörnunni.

Umfjöllun: KA - Víkingur Ó. (Með myndum) - Einar Sigtryggsson ritar

- Þægilegur sigur á Ólafsvíkingum Leikur KA gegn Víkingi Ólafsvík fór fram í norðangolu fyrr í dag. Mjög fáir mættu á völlinn enda bærinn iðandi af menningarviðburðum sem hafa greinilega haft meira aðdráttarafl. Aðeins fjórir Saggar sáust í stúkunni og létu þeir lítið fyrir sér fara.