Fréttir

Æfingar hjá yngri flokkum

Margar fyrirspurnir hafa borist um hvenær handboltaæfingar hjá yngri flokkum byrji. Verið er að leggja lokahönd á æfingatöfluna og ætti hún að birtast nú á allra næstu dögum. Æfingar hefjast síðan í kjölfarið, væntanalega síðar í vikunni og verður það tilkynnt hér á heimasíðunni.

5.fl karla í undanúrslit

Um helgina var 5.fl karla að spila í úrslitum íslandsmótsins. Riðillinn sem KA var í var spilaður á Fáskrúðsfirði og spilaði KA á móti Haukum, Fjarðarbyggð/Leikni og Stjörnunni.

Umfjöllun: KA - Víkingur Ó. (Með myndum) - Einar Sigtryggsson ritar

- Þægilegur sigur á Ólafsvíkingum Leikur KA gegn Víkingi Ólafsvík fór fram í norðangolu fyrr í dag. Mjög fáir mættu á völlinn enda bærinn iðandi af menningarviðburðum sem hafa greinilega haft meira aðdráttarafl. Aðeins fjórir Saggar sáust í stúkunni og létu þeir lítið fyrir sér fara.

Upphitun: KA vs Víkingur Ó, Laugardaginn 29.Ágúst kl 16:00

Næst komandi Laugardag, 29.Ágúst nánar tiltekið kemur lið Víkings frá Ólafsvík í heimsókn, að vanda eru KA-menn gestgjafarnir og ætla þeir væntanlega að taka hressilega á móti Víkingum og sýna þeim hvernig fótbolti norðan lands er spilaðu, leikurinn verður á Akureyrarvelli og er áætlað að dómari leiksins blási til leiks kl 16:00

3.fl kk spila í bikarnum í kvöld

Í kvöld mæta KA menn í 3.fl liði Fjarðarbyggð/Leiknir/Huginn í seinni leik liðana í Vísabikar AL/NL.

2. flokkur mætir Fylki í kvöld

Í kvöld mætast KA og Fylkir í öðrum flokki á Akureyrarvellinum og hvetjum við fólk til að mæta á leikinn.

Æfingar á fullu hjá meistaraflokki KA/Þór

Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór hófust af fullum krafti um 10.ágúst.  Þjálfari verður Hlynur Jóhannsson og honum til aðstoðar Stefán Guðnason.  Hlynur er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu því hann þjálfari sumar af stelpunum fyrir nokkrum árum.  Stefán Guðnason þjálfaði svo þær yngri í hópnum í fyrra.

Viltu fara á dómaranámskeið?

Handknattleiksdeild KA óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér dómgæslu fyrir félagið í vetur.  Viðkomandi verða sendir á dómaranámskeið til Reykjavíkur 11. -13. september og fá að því loknu réttindi til að dæma á efsta stigi handboltans. 

Úrslit helgarinnar: 3.fl kvk með stórsigur

Eins og fram kom á síðunni var nóg um að vera á KA vellinum um helgina. Alls fóru fram 7 leikir á KA vellinum í yngri flokkum ásamt því að m.fl karla spilaði niðrá Akureyrarvelli. Í þessum 7 leikjum unni KA 5 leiki og töpuðust 3 leikir.

Umfjöllun: Rán á Akureyravelli

Fyrr í dag tóku KA menn á móti skagamönnum í frábæru veðri á Akureyrarvelli,