Fréttir

Úrslit dagsins á KA vellinum

Eins og fram kom í fréttinni að neðan er nóg um að vera á KA vellinum um helgina. 3 leikir áttu að fara fram í dag ein þar sem að KS/Leiftur í 5.fl kvk náði ekki í lið þá vann KA þann leik sjálfkrafa 3-0

Nóg að gerast á KA vellinum um helgina

Það verður að segjast að nóg er um að vara á knattspyrnusvæði KA manna þessa helgi. Alls fara fram 8 leikir á KA vellinum, föstudag, laugardag og sunnudag. Veislan hefst kl 17.00 á föstudag og lýkur kl 14.00 á sunnudag.

2.fl karla: KA vann frækinn sigur á KR

Í gær áttust við KA og KR í 2.fl karla á KA vellinum. Fyrir leikinn voru KR í efsta sæti A-riðils og höfðu ekki tapað leik. KA var þar dáltið fyrir neðan og voru 23 stigum á eftir KR fyrir leikinn í gær. KA tapað 0-9 á móti FH á úti velli síðust helgi en KR vann þetta sama FH lið 6-0 í sumar. Bjartsýnir KA menn gerðu sér litlar vonir um sigur í þessum leik

Upphitun: KA vs ÍA

Laugardaginn næst komandi taka KA menn á móti Skagamönnum í vægast sagt áhugaverðum leik, leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst hann stundvígslega kl 16:00, og eru allir KA menn, litlir sem stóri, ungir sem gamlir hvattir til að mæta á völlinn og gera sér glaðan dag.

Umfjöllun: Haukar - KA

Í gærkvöldi spiluðu okkar menn á móti Haukum í miklu roki á Ásvöllum í Hafnarfirði. Með sigri hefðu okkar menn þokast eilítið nær toppnum en með tapi var ljóst að Haukarnir næðu átta stiga forskoti á okkar menn þegar einungis fimm leikir væru eftir.

6.fl kvenna Íslandsmeistara NL/AL

Í gær fór fram hnátumót KSÍ í Fellabæ rétt utan við Egilsstaði. Þar átti KA tvö lið í keppninni. A og B-lið. Þetta var úrslitamótið og liðið sem myndi vinna þetta mót yrði Íslandsmeistari NL/AL.

Upphitun: 6 stiga leikur í firðinum

Á Þriðjudaginn þurfa KA menn að ferðast suður fyrir fjöll þar sem þeir etja kappi við Hauka að Ásvöllum, um sannkallaðan 6 stiga leik er að ræða en ef svo fer að Haukar landi sigri komast þeir 8 stigum fyrir ofan KA, sem þýðir hálfpartinn það að úrvalsdeildar sæti verði að bíða betri tíma, því er mikil vægt að fólk sem hefur tök á að mæta á leikinn, mæti og styðji okkar menn.

Umfjöllun: KA 2 - 1 Afturelding

KA náði Mikilvægum sigri gegn Aftureldingu fyrr í kvöld, Með sigrinum náði KA að koma sér í 3.sæti 5 stigum á eftir Haumum í 2.sæti, þannig en er von um að fá að spila meðal þeirra bestu því 6 leikir eru eftir og eiga KA meðal annars eftir að spila við Hauka

,,Pabbi, hver er vítaskytta í KA?" Jahh hann heitir David, Tinna mín!

Þá vitum við það! Vítaskytta KA heitir David Disztl og verður hann hér eftir kallaður Svarti svanurinn. Okkar menn fengu semsagt fyrsta vítið í 47. leikjum í kvöld í sigurleik gegn Aftureldingu. Lokatölur leiksins voru 2 - 1 og er umfjöllunar að vænta á næstunni. Svo er næsta verkefni leikurinn gegn Haukum á þriðjudaginn og hvetjum við alla KA-menn, hér norðanlands eða fyrir sunnan, að fjölmenna og lita rauða stúku gula! Nú er bara að sjá hvort að Gunnar láti ekki gera bolina "KA fékk víti og ég var þar!" fyrir okkur....

,,Pabbi, hver er vítaskytta í KA?" - Pistill/Rannsókn (Gunnar Níelsson)

Dóttir mín og ég sátum í sófanum heima og vorum að horfa á leik Chelsea og Man Utd sl. sunnudag og það var komið að vítakeppni. Stelpan spyr mig þá „Pabbi hver er vítaskytta í KA ? Ég ætlaði að svara strax en þagði og þagði lengur en stelpan á að venjast !