Fréttir

Janez Vrenko til KA, fréttatilkynning frá stjórn.

Frá því að Janez Vrenko hætti að spila með KA sl. haust þá hefur Janez dvalist í Slóveníu og Austurríki vegna vinnu sinnar. Um s.l. mánaðarmót hafði Janez samband við undirritaðan og sagðist vera að koma í frí til Akureyrar í ágúst og óskaði eftir því að fá að æfa með KA þann tíma sem hann dveldi á Akureyri en þess ber að geta að Janez er skráður í KA.

Upphitun: Fjarðabyggð - KA

Föstudaginn komandi ferðast KA-menn Austur, alla leið til Eskifjarðar þar sem þeir etja kappi við lið Fjarðabyggðar. Leikurinn verður spilaður á Eskifjarðarvelli og hefst hann stundvígslega kl 19:00

Fréttamolar af liðinu

Leikmannaskiptaglugginn innanlands lokaði á föstudaginn sl. og voru nokkrar hreyfingar hjá KA í honum.  Einnig er farið yfir það helsta sem farið hefur fram undanfarið.

4. flokkur karla - fyrsta æfing á þriðjudag

Nú hefjast handboltaæfingar að nýju. Fyrsta æfing 4. flokks stráka verður á þriðjudaginn klukkan 18:45 en þá verður útihlaup og stuttur fundur þar á eftir. Strákar mætið því í galla sem hæfir hlaupi og veðurfari. Kveðja Stefán Guðnason

Æfinga- og kynnisferð til Kiel

Það stendur mikið til hjá þeim félögum Sævari Árnasyni, Jóhanni Gunnari Jóhannssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni þessa dagana en næstkomandi mánudag halda þeir í æfinga- og kynnisferð til Þýskalands. Þar verða þeir í heimsókn hjá Alfreð Gíslasyni og meistaraliði hans Kiel fram á föstudaginn 7. ágúst.

Umfjöllun: KA - Leiknir

Í kvöld tóku KA menn á móti Leikni, í blautu veðri á Akureyrarvelli. Leikurinn var mjög bragðdaufur og frekar leiðinlegur á löngum köflum en leikurinn einkendist af mikilli baráttu.

Umfjöllun: KA - Leiknir

Í kvöld tóku KA menn á móti Leikni, í blautu veðri á Akureyrarvelli. Leikurinn var mjög bragðdaufur og frekar leiðinlegur á löngum köflum en leikurinn einkendist af mikilli baráttu.

Saggarnir gera sig klára

Upphitun fyrir KA - Leiknir hjá Söggunum verður að vanda á DJ-Grill, þar sem boðið verður upp á veitingar á tilboði líkt og venjulega.

Upphitun: KA - Leiknir

Þriðjudaginn næstkomandi, nánar tiltekið 28.Júlí taka KA-menn á móti Leikni R. Leikurinn verður háður á Akureyrarvelli, aðalvelli KA og hefst hann kl 19:15.

4. flokkur: Leikur við Völsung á Akureyrarvelli

Það er mikil stemming í herbúðum 4. flokks karla í fótbolta en á mánudaginn munu þeir mæta Völsungi. Það eitt og sér er kannski ekki frásögu færandi nema að leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og ríkir því eðlilega mikil eftirvænting meðal þeirra sem eiga spila en það er ekki á hverjum degi sem menn fá að spila á aðalvelli félagsins. Til að toppa allt þá mun yfirþula félagsins og skemmtikrafturinn Gunnar Níelsson mæta með micinn ásamt fríðu föruneyti. Við hvetjum alla sem eiga lausan tíma að mæta á Akureyrarvöll og styðja strákana, leikurinn hefst kl 17:00. Leik lokið - lokatölur 4 - 0 fyrir KA!