17.07.2009
Þessa stundina eru 43 stelpur
frá KA að leika á Símamótinu sem fram fer í Kópavogi. Ásamt stelpunum eru 2 þjálfarar og fullt af fararstjórum og ekki
má gleyma foreldrum.
Þjálfarnir eru Egill Ármann Kristinsson sem er með 24 stelpur úr 6.fl og Aðalbjörn Hannesson sem er með 19 stelpur í 5.fl á
mótinu
15.07.2009
Þorlákur Árnason þjálfari U17 ára landsliðs kvenna hefur valið tvo 18 manna hópa til að spila tvo æfingaleiki á móti
Færeyjum. KA á tvo fulltrúa að þessu sinni og eru það markmaðurinn Helena Jónsdóttir og varnarmaðurinn Ágústa
Kristinsdóttir, en þær báðar eru fæddar 1994.
14.07.2009
Fyrsti tapleikurinn á tímabilinu var staðreynd s.l. föstudag og fyrsti tapleikurinn á heimavelli varð staðreynd í kvöld þegar okkar menn
töpuðu fyrir HK. Með sigri hefðum við væntnalega skotist í annað sæti deildarinnar en við sitjum nú í því fimmta með 17
stig. Lokatölur leiksins voru 1 - 3. Nánari umfjöllun og myndbönd af mörkum leiksins væntanleg síðar. Næsti leikur er svo gegn Selfyssingum sem sitja
á toppi deildarinnar með 26 stig á laugardaginn kl 14:00. Við hvetjum alla KA menn til að mæta á þennan leik sem er
gríðarlega mikilvægur!
Mörkin í leiknum.
1-0 David Disztl ('37)
1-1 Ásgrímur Albertsson ('46)
1-2 Almir Cosic ('60)
1-3 Rúnar Már Sigurjónsson ('75)
13.07.2009
Vinir Sagga ætla að sjálfsögðu að mæta galvaskir á leikinn gegn HK á þriðjudag og ætla þeir að hita upp saman á DJ
Grill.
13.07.2009
Þriðjudagskvöldið 14. júlí taka KA-menn á móti HK-ingum, Leikurinn byrjar kl 19:15 og að vanda verður leikið á Akureyrarvelli.
13.07.2009
KA lék í 10. umferð 1. deildar karla í kvöld við Viking í Reykjavík. Fyrir leikinn voru KA menn í 3. sæti og áttu möguleika
á að komast upp fyrir Hauka í 2. sætið með sigri á heimamönnum sem aftur voru í 10. sæti.
12.07.2009
Bæði karla og kvennalið IBA stóðu sig með ágætum á landsmóti UMFÍ sem fór fram á Akureyri um helgina.
Kvennaliðið tók silfrið og karlaliðið bronsið. Blakliðin náðu í 170 stig fyrir ÍBA en ÍBA vann stigakeppnina
með glæsibrag með 1819 stig. Blakið var í 3. sæti af einstökum íþróttagreinum innan ÍBA á eftir sundinu og golfinu
frábær árangur það.
12.07.2009
Hér í pdf skjali er hægt að nálgast yfirlit yfir allar viðureignir mótsins. Athugið að þessar upplýsingar eru skráðar
eftir mótið og eru settar fram með fyrirvara. Villur geta hafa slæðst inn við gerð hennar.
Úrslit viðureigna á Landsmóti UMFÍ
Myndir frá landsmótinu (Ljósmyndari: Karl
Frímannsson).
11.07.2009
Hér er hægt að úrslit í júdómótinu á Landsmóti UMFÍ 2009.
Úrslit - Landsmót UMFÍ 2009 (excell skjal)
Stigakeppni félaganna
Íþróttabandalag Akureyrar
143
Íþróttabandalag Reykjavíkur
41
Ungmennafélag Grindavíkur
34
Ungmennasamband Eyjafjarðar
29
Ungmennafélag Njarðvíkur
9
Nánari úrslit og myndir koma bráðlega
10.07.2009
Okkar menn þurftu því miður að líta í lægri hlut gegn Víkingum í kvöld. Lokatölur leiksins voru 1 mark Víkinga gegn engu
frá okkur. Nánari umfjöllun er að vænta síðar. Þess má geta að leiknum var lýst í beinni á Vefútvarpi KA sem var
sett af stað í gær. Þökkum frábærar viðtökur en geysi mikil hlustun mældist þetta fyrsta kvöld og fór hún fram
úr björtustu vonum.