01.12.2008
Það var hart tekist á í leikjum KA gutta og Hamars um helgina enda mættust þar feðgar. Svo fór að synirnir höfðu betur enda má segja
að þeir hafi haft nokkra forgjöf hvað hæðina varðar eins og þessi stórskemmtilega mynd sem fylgir fréttinni sýnir.
01.12.2008
Nú um liðna helgi tók 5. flokkur kvenna þátt í sínu fyrsta móti vetur.
Haldið var sem leið lá til Hafnarfjarðar þar sem keppt var á Hafnarfjarðarmóti Hauka og Actavis. Leikstaður KA-stelpna var Ásvellir og gist var
í næsta nágrenni í Hvaleyrarskóla. Þetta var annað mótið á Íslandsmótinu en þjálfarar höfðu
áður tekið þá ákvörðun að taka ekki þátt í fyrsta móti vetrarins sem fram fór í Vestmannaeyjum um miðjan
október.
28.11.2008
Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið boðaðir á æfingar hjá U19 ára landsliðinu sem fram fara um helgina.
28.11.2008
Á laugardaginn sl. var boðið upp á skemmtilega tilbreytingu í Boganum á hinum hefðbundnu laugardagsæfingum hjá yngri flokkum KA en Ólafur
Jóhannesson, landsliðsþjálfari A-landsliðs karla mætti í Bogann ásamt landsliðskonunum Ástu Árnadóttir og Rakeli
Hönnudóttir.
27.11.2008
KA og Þór áttust við í hörkuleik í gær í 4. flokki karla. Leikurinn, sem fór
fram í KA-Heimilinu, var æsispennandi og jafnræði lengst af í leiknum. Þór leiddi 13-15 í hálfleik og var fjórum mörkum yfir
þegar skammt var til leiksloka. KA menn sýndu hins vegar mikinn karakter og héldu áfram og náðu í stig í leiknum. Þrátt fyrir
það verður að segjast að KA liðið á að geta spilað betur og náð sigri en þeir réðu ekki við mjög öflugan
leikmann Þórs í leiknum.
25.11.2008
Haustmót Blakdeildar KA fór fram um liðna helgi á Akureyri. KA hefur haldið opið haustmót í nóvember í rúmlega 10 ár
eða allt frá því að liðið hóf að senda lið á öldungamótin í blaki 1995. Nýliðið haustmót er eitt
hið stærsta sem haldið hefur verið hjá KA en alls mættu 24 lið - 15 kvennalið og 9 karlalið. Óvenju mörg lið komu að langt
að að þessu sinni en 15 liðanna voru lið utan Akureyrar, þar af 6 frá suðvesturhorninu og 1 frá Austfjörðum.
25.11.2008
Stelpurnar áttu þrjá leiki, einn á laugardag og tvo á sunnudag.
Á laugardeginum var spilað við Fylki. Leikurinn var í járnum framan af og skiptust liðin á að skora. Varnarlega voru stelpurnar langt frá
sínu besta og skoraði Fylkir allt of mörg auðveld mörk. Sóknin aftur á móti gekk ágætlega framan af, þrátt fyrir að Fylkir
væri að spila mjög grimma framliggjandi vörn.
25.11.2008
Á morgun, miðvikudag klukkan 17:15, fer fram stórleikur í KA-Heimilinu en þá mætast KA og Þór í
4. flokki karla í handbolta. Ljóst er að um hörkuleik er að ræða og er fólk eindregið hvatt til að leggja leið sína í
KA-Heimilið og sjá alvöru Akureyrarslag.
Áfram KA!
24.11.2008
Alls voru 12 ungmenni valinn í yngri landslið HSÍ í dag bæði í karla og kvennaflokki. Landsliðin spanna allt frá u-15 ára og upp í
u-19 ára. Þetta er glæsilegur árangur hjá þessu handboltafólki en þeir sem fara á landsliðsæfingarnar eru eftifarandi:
24.11.2008
Á lokahófi knattspyrnudeildarinnar í haust var Sandor Matus valinn leikmaður ársins af stuðningsmannahópnum Vinum Móða.