13.09.2008
Á morgun mætast KA og Þór í öðrum flokki á KA-vellinum og hefst leikurinn kl. 14:00. Þessi leikur verður að teljast sögulegir fyrir
nokkrar sakir og vonandi mæta sem flestir til að sjá þennan erkifjendaslag.
12.09.2008
Nú í kvöld spiluðu okkar menn við Stjörnumenn á samnefndum velli í Garðabænum. Áhorfendur voru fjölmargir í góðri
aðstöðu á vellinum og týpískt haustveður var um að ræða. Aðstæður því með ágætu móti en
leikurinn varð þó heldur bragðdaufur.
Með sigri í leiknum áttu Stjörnumenn möguleika á að koma sér upp í annað sæti deildarinnar og þar með eiga enn
góðann möguleika á að fylgja ÍBV upp í efstu deild. Okkar menn höfðu hins vegar ekki að jafnmiklu að keppa þar sem möguleikar
á að komast upp sem og að falla voru úr sögunni.
Svo fór að úrslit kvöldsins voru eins hagstæð Stjörnumönnum og hægt var. Á meðan að Fjarðabyggð lagði Selfoss unnu
þeir heimasigur á okkar mönnum með marki Daníels Laxdal í lok leiks. 1-0 fyrir Stjörnuna.
11.09.2008
Breyting hefur orðið á leikjaplani fyrir forkeppni 4. flokks karla í handbolta sem fram fer í KA-Heimilinu um helgina. Eitt lið mætir ekki til leiks og leika
strákarnir alla sína leiki á laugardag.
Fólk er eindregið hvatt til þess að mæta á leikina og sjá strákana leika en þeir eru staðráðnir í að gera sitt allra
besta. Leikjaplanið er eftirfarandi:
4.fl.karla A-lið
Lau. 13.sep. klukkan 12.00 KA - Grótta
Lau. 13.sep. klukkan 13.00 KA - Selfoss
4.fl.karla B-lið Lau. 13.sep. klukkan 20.00 KA - HK
Lau. 13.sep. klukkan 21:00 KA - Fylkir
11.09.2008
Á morgun fara KA-menn suður og mæta Stjörnunni á Stjörnuvelli í Garðabænum. Þetta er síðasti útileikur KA í sumar og
jafnframt næstsíðasti leikur sumarsins. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Við hvetjum alla KA-menn fyrir sunnan til að skella sér á leikinn.
11.09.2008
Árni Arnar Sæmundsson leikmaður þriðja flokks karla hefur verið valinn á úrtaksæfingar fyrir U17 ára landslið karla.
11.09.2008
Eins og flestir KA-menn ættu að hafa tekið eftir þá endaði Þórsleikurinn í síðustu viku illa og ekki bætti úr skák
að tveir okkar manna, fyrirliðinn Elmar Dan og sóknarmaðurinn Andri Júlíusson fengu báðir rauð spjöld í leiknum.
11.09.2008
Knattspyrnudeild KA hefur ákveðið að halda árgangamót í fótbolta föstudaginn 19. sept. í tengslum við lokahóf deildarinnar sem
fram fer á Hótel KEA kvöldið eftir.
10.09.2008
Um helgina leika 3. fl. kvenna og 4. fl. karla í forkeppni vegna niðurröðunar í deildir fyrir veturinn. Leikið verður í KA heimilinu bæði
laugardag og sunnudag. Smellið á Lesa meira til að sjá niðurröðun leikjanna.
08.09.2008
Æfingatöfluna má sjá
undir hlekknum "Æfingatafla" hér til vinstri. Æfingar meistaraflokka hefjast á morgun þriðjudaginn 9. september. Æfingar yngriflokka - nema 6. flokks
- fimmtudaginn 11. sept.
Athugið að æfingar 6. flokks hefjast fimmtudaginn 18. september en þá ætla Blakdeild KA og Ungmennafélag Akureyrar að hefja samstarf um
íþróttaskóla.
08.09.2008
Fyrir hönd Blakdeildar KA og BLÍ vil ég þakka öllum þeim mörgu sem aðstoðuðu við framkvæmd NEVZA mótsins hér
á Akureyri. Við höfum fundið að mótið hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun, bæði hér á Akureyri
og vítt um land. Fólk kom víða að til þess að fylgjast með mótinu og var aðsókn á leiki með ágætum og
hörkustemming í íþróttahúsunum - sérstaklega á leikjum íslensku liðanna.
Sigurður Arnar Ólafsson