21.10.2008
KA-maðurinn Jóhannes Valgeirsson var valinn besti dómari Landsbankadeildarinnar þetta sumarið á lokahófi KSÍ á Broadway í
Reykjavík um síðustu helgi.
20.10.2008
Nú um helgina fór fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá strákum á eldra ári 5. flokks en mótið var í umsjá KA
og Þórs. Leikið var í KA Heimilinu, Íþróttahöllinni íþróttahúsi Síðuskóla og
Glerárskóla.
Hér er hægt að skoða úrslit allra
leikja og lokastöðu mótsins.
20.10.2008
Laugardagur 18. okt - Digranes
KA vann HK öðru sinni á tveimur dögum en sigurinn var langt
því frá auðveldur og HK menn voru KA mönnum erfiðir. Nokkur haustbragur var á KA liðinu tveimur fyrstu leikjum vetrarins en vonandi slípast liðið þegar á
líður.
20.10.2008
Föstudagur 17.
okt. - Digranes
KA menn höfðu sigur í fyrsta leik
sínum á tímabilinu gegn HK en leikurinn fór fram á föstudagskvölið í Digranesi. Þjóðverjinn Ulrich Frank Wohlrab spilaði
sinn fyrsta leik með KA og fékk óvænt stórt hlutverk í leiknum í fjarveru Kristjáns Valdimarssonar sem ekki gat spilað vegna veikinda. KA
menn fara því vel af stað í mótinu og eru greinilega til alls líklegir í ár.
17.10.2008
Hér er listi og tímatafla yfir þá dómarar sem eiga að dæma í 5. flokks mótinu sem fram fer í KA Heimilinu og
Íþróttahöllinni um helgina. Smellið á Lesa meira til að sjá listann.
17.10.2008
Karlalið KA fer suður í dag til að keppa sína fyrstu leiki í Íslandsmótinu á þessari leiktíð. KA teflir fram að
mestu sama mannskap og í fyrra en þó verður Davíð Búi Halldórsson ekki með fyrsta kastið en hann mun koma inn í liðið
þegar líður á tímabilið. KA menn hafa þó fengið nokkra nýja leikmenn í sínar raðir þar á meðal einn
útlending.
16.10.2008
Föstudaginn 19. september hélt knattspyrnudeildin skemmtilegt árgangamót en það var haldið í tengslum við lokahóf deildarinnar sem haldið
var kvöldið eftir.
16.10.2008
Sameiginlegt lið Þórs og KA í knattspyrnu hefur heldur betur staðið sig vel í sumar.Stelpurnar stóðu sig vel á vellinum og umgjörðin í kringum leiki og liðið sjálft var til fyrirmyndar. Nú á dögunum var
tekið viðtal við Nóa Björnsson á vefsíðu Þórsara um þetta sameiginlega lið, þar sem m.a. spáð er í spilin um
framhaldið og einnig er komið inn á hversu vel samstarf félagana hefur gengið að undanförnu.
Viðtalið, sem birtist fyrr í mánuðinum á heimasíðu Þórs, má lesa í
heild sinni hér .
16.10.2008
Þótt að framkvæmdum á vallarsvæði K.A. hafi verið hætt í síðustu viku þá standa yfir framkvæmdir
innanhúss.
15.10.2008
Haraldur M. Sigurðsson fyrrverandi formaður K.A. lést í gær, þriðjudaginn 14. október, 85 ára að aldri.