Fréttir

4. flokkur kvenna: Skref í rétta átt - Brúsarnir fengu að fljúga

Stelpurnar í 4. flokk kvenna fóru suður um liðna helgi. Fyrir lágu fjórir leikir, tveir hjá A liði og tveir hjá B liði. A-liðið spilaði gegn Víking á laugardegi og Stjörnunni á sunnudegi. Helsti höfuðverkur þessara stúlkna hingað til er hversu litla trú þær hafa á sjálfum sér. Við minnsta mótlæti hafa þær brotnað og kastað frá sér sigrum í leikjum sem þær ættu að vinna.

4. flokkur karla: 5 sigrar í 7 leikjum.

Öll þrjú lið 4. flokks fóru suður um helgina og léku allt í allt sjö leiki. Liðunum gekk misjafnlega en það voru bæði B-liðin sem báru af um helgina en leikmenn þeirra liða mættu virkilega klárir í þessa helgi, lögðu sig alla fram og höfðu gaman af því að spila. 5 leikir unnust af 7 að þessu sinni.

KA vann Stjörnuna aftur

KA-menn eru nú á toppnum í blakinu eftir tvo góða sigra á Stjörnunni um helgina. Á föstudagskvöld vann KA nokkuð öruggan 3-1 sigur og í dag endurtóku þeir leikinn þótt sigurinn hafi verið mun torsóttari.

KA vann Stjörnuna

KA-menn og Stjarnan áttust við í kvöld og fóru KA-menn með nokkuð öruggan sigur af hólmi 3-1. Hrinurnar enduðu (25-22, 23-25, 25-16, 25-18).Stigahæstir hjá KA voru Piotr með 24 stig og Hafsteinn skoraði 12 stig þar af 5 blokkir. Strákarnir eiga svo aftur að spila við Stjörnuna á morgun og vonumst við að sem flestir leggji leið sína í KA-heimilið og styðji strákana.

Myndir af helgaræfintýri 6. flokks stráka

Strákarnir eru núna á helgaræfingu með kvöldvöku og gistingu í KA heimilinu. Okkur hafa nú borist myndir frá vídeófundi frá því í kvöld. Smelltu hér til að skoða myndirnar

Tímabilið hefst á morgun

Það má með sanni segja að 2008-2009 tímabilið hjá KA-mönnum hefjist fyrir alvöru á morgun þrátt fyrir að strákarnir hafi hafi æfingar fyrir allnokkru en á morgun fer fram fyrsti leikurinn hjá liðinu er þeir mæta Skagamönnum í æfingaleik.

Judo: Bjarni Evrópumeistari öldunga

Eftirfarandi frétt birtist á vef ruv.is.   Judo: Bjarni Evrópumeistari öldunga   Bjarni Friðriksson judokappi varð í gærkvöld Evrópumeistari judomanna 50 ára og eldri, þegar hann sigraði í sínum flokki á Evrópumóti öldunga í Prag í Tékklandi. Hann llagði Rússa í úrslitaviðureign. Bjarni vann bronsverpðlaun á ÓL í Los Angeles árið 1984. Kári Jakobsson varð í 3. sæti í sínum þyngdarflokki í flokki 60 ára og eldri og Halldór Guðbjörnsson varð í 5. sæti í sínum þyngdarflokki sextugra og eldri. Við hjá Júdódeild KA óskum Bjarna Friðriks, Kára og Halldóri til hamingju með þennan góða árangur þeirra.

KA-Stjarnan um helgina - Föstudag og laugardag

Um helgina spilar meistaraflokkur KA í blaki sína fyrstu heimaleiki á þessari leiktíð við Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar. Leikirnir eru kl. 20:00 á föstudagskvöld og 14:00 á laugardag og fara fram í KA heimilinu. KA menn eru með hörkulið í vetur og ljóst er að hart verður barist um helgina. KA menn eru hvattir til að mæta og  hvetja okkar menn.

Fjör hjá handboltastrákunum í 6. flokki um helgina

Annað kvöld, föstudagskvöld verður mikið um að vera hjá strákunum í 6. flokki handboltans, en á dagskrá verður handbolti, matur,  kvöldvaka, gisting, kennsla og meiri handbolti. Fjörið stendur frá klukkan 20:15 á föstudag og fram til klukkan 11:30 á laugardag.  Strákarnir eiga að mæta klukkan 20:15 í KA Heimilinu og þurfa að hafa með sér 500 krónur upp í kostnað.  Dagskráin fer hér á eftir:

Tvær frá KA á U17 kvenna landsliðsæfingar

Kristrún Lilja Daðadóttir landsliðsþjálfari U17 ára landsliðs kvenna hefur valið tvær KA-stelpur á æfingar sem fram fara um komandi helgi.