07.10.2008
Út er komið fréttabréf unglingaráðs fyrir október 2008. Þar er fjallað um starf vetrarins, fundi og keppnisferðir og innheimtu
æfingagjalda svo eitthvað sé nefnt.
Æfingagjöldin veða sem hér segir: 7.-8. flokkur kr 18.000, 6. flokkur stráka kr 25.000 og 5.-3. flokkur kr 30.000. Tekið verður á móti
greiðslum í KA heimilinu laugardaginn 11. október frá klukkan 11.00 – 14.00, mánudaginn 13. október frá 17.00 – 18.30
og þriðjudaginn 14. október frá 17.00 – 18.30.
Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar í
fréttabréfinu.
06.10.2008
Í dag, þriðjudaginn 7. október verður fundur fyrir foreldra stráka í 6. flokki í handboltanum. Fundurinn verður í KA heimilinu og hefst
klukkan 18:30.
Afar áríðandi er að foreldrar mæti Kveðja Jóhannes Bjarnason sími: 662 3200
05.10.2008
/*
Um helgina 3.-4.október bauð HSÍ upp á námskeið fyrir íþróttakennara, handboltaþjálfara og leikmenn á
Akureyri.
Kristján Halldórsson og Boris Abakchef komu frá HSÍ og stjórnuðu æfingum fyrir ungmenni og þjálfara síðari hluta föstudags
og á laugardag.
Á fyrsta hluta námskeiðsins var farið var yfir nýjar áherslur fyrir yngri krakka í handbolta svokallað ,,softball“ eða
minnibolti. Þar er spilaður handbolti með mjúkan bolta, fáir í liði og minni mörk. Þetta gefur krökkum meiri möguleika á
hreyfingu og að allir fái að njóta sín.
04.10.2008
Slóvenski varnarmaðurinn Janez Vrenko mun ekki leika með KA áfram þar sem stjórn knattspyrnudeildar KA ákvað að endurnýja ekki samninginn
við kappann.
03.10.2008
Þessa dagana er verið að móta og styrkja leikmannahópinn fyrir átök næsta sumars og liður í því er eðlilega að reyna
að halda mönnum sem fyrir eru.
01.10.2008
Arnór Egill Hallsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA. Arnór var að klára sitt síðasta tímabil í 2.
flokk nú í sumar en hann spilar venjulega sem framherji eða framliggjandi vængmaður.
01.10.2008
Fyrirliði 2. flokks KA, Magnús Blöndal hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA.
01.10.2008
KA-dómarinn Jóhannes Valgeirsson var valinn besti dómari umferða 15-22 í Landsbankadeildinni í gær þegar þessar umferðir voru gerðar
upp í höfuðstöðvum KSÍ.
01.10.2008
Föstudaginn 3. okt.
og laugardaginn 4. okt. 2008 í KA heimilinu. Á föstudegi kl. 15:00-16:00 er kynning á minnibolta (softball) sem er ætlað öllum
íþróttakennurum, en annað er frekar fyrir handboltaþjálfara.
29.09.2008
Í kvöld var dregið í bikarkeppni karla sem rétt eins og í fyrra er kennd við Eimskip. Dregið var í "beinni" útsendingu í
sjónvarpinu eins og það var kallað. 31 lið er skráð til keppni sem þýðir að í fyrstu umferð verða leiknir 15 leikir en eitt
lið, Haukar sem ríkjandi Íslandsmeistarar sitja hjá í þeirri umferð.
Það vakti nokkra athygli að lið KA var dregið upp úr Eimskipsgámnum og fékk útileik gegn FH 2. Hið rétta í
málinu að þarna gerðu HSÍ menn smávægileg mistök því liðið var skráð til keppni undir nafninu Akureyri 2
en það mun vera skipað ýmsum hetjum og má þar nefna t.d. markverðina Stefán Guðnason og Atla Ragnarsson, en væntanlega verður
fljótlega upplýst um aðra liðsmenn.