17.11.2008
Stelpurnar í 4. flokk kvenna fóru suður um liðna helgi. Fyrir lágu fjórir leikir, tveir hjá A liði og tveir hjá B liði.
A-liðið spilaði gegn Víking á laugardegi og Stjörnunni á sunnudegi. Helsti höfuðverkur þessara stúlkna hingað til er hversu litla
trú þær hafa á sjálfum sér. Við minnsta mótlæti hafa þær brotnað og kastað frá sér sigrum í leikjum
sem þær ættu að vinna.
17.11.2008
Öll þrjú lið 4. flokks fóru suður um helgina og léku allt í allt sjö leiki. Liðunum gekk misjafnlega en það voru bæði
B-liðin sem báru af um helgina en leikmenn þeirra liða mættu virkilega klárir í þessa helgi, lögðu sig alla fram og höfðu gaman af
því að spila. 5 leikir unnust af 7 að þessu sinni.
15.11.2008
KA-menn eru nú á toppnum í blakinu eftir tvo góða sigra á Stjörnunni um helgina. Á föstudagskvöld vann KA nokkuð öruggan 3-1
sigur og í dag endurtóku þeir leikinn þótt sigurinn hafi verið mun torsóttari.
14.11.2008
KA-menn og Stjarnan áttust við í kvöld og fóru KA-menn með nokkuð öruggan sigur af hólmi 3-1. Hrinurnar enduðu (25-22, 23-25, 25-16,
25-18).Stigahæstir hjá KA voru Piotr með 24 stig og Hafsteinn skoraði 12 stig þar af 5 blokkir. Strákarnir eiga svo aftur að spila við Stjörnuna
á morgun og vonumst við að sem flestir leggji leið sína í KA-heimilið og styðji strákana.
14.11.2008
Strákarnir eru núna á helgaræfingu með kvöldvöku og gistingu í KA heimilinu. Okkur hafa nú borist myndir frá vídeófundi
frá því í kvöld.
Smelltu hér til að skoða myndirnar
14.11.2008
Það má með sanni segja að 2008-2009 tímabilið hjá KA-mönnum hefjist fyrir alvöru á morgun þrátt fyrir að strákarnir
hafi hafi æfingar fyrir allnokkru en á morgun fer fram fyrsti leikurinn hjá liðinu er þeir mæta Skagamönnum í æfingaleik.
14.11.2008
Eftirfarandi frétt birtist á vef ruv.is.
Judo: Bjarni Evrópumeistari öldunga
Bjarni Friðriksson judokappi varð í gærkvöld Evrópumeistari judomanna 50 ára og eldri, þegar hann sigraði í sínum flokki á
Evrópumóti öldunga í Prag í Tékklandi. Hann llagði Rússa í úrslitaviðureign. Bjarni vann bronsverpðlaun á ÓL
í Los Angeles árið 1984.
Kári Jakobsson varð í 3. sæti í sínum þyngdarflokki í flokki 60 ára og eldri og Halldór Guðbjörnsson varð í 5.
sæti í sínum þyngdarflokki sextugra og eldri.
Við hjá Júdódeild KA óskum Bjarna Friðriks, Kára og Halldóri til hamingju með þennan góða árangur þeirra.
14.11.2008
Um helgina spilar meistaraflokkur KA í blaki sína fyrstu heimaleiki á þessari leiktíð við Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar. Leikirnir eru
kl. 20:00 á föstudagskvöld og 14:00 á laugardag og fara fram í KA heimilinu. KA menn eru með hörkulið í vetur og ljóst er að hart
verður barist um helgina. KA menn eru hvattir til að mæta og hvetja okkar menn.
13.11.2008
Annað kvöld, föstudagskvöld verður mikið um að vera hjá strákunum í 6. flokki handboltans, en á dagskrá verður handbolti,
matur, kvöldvaka, gisting, kennsla og meiri handbolti. Fjörið stendur frá klukkan 20:15 á föstudag og fram til klukkan 11:30 á laugardag.
Strákarnir eiga að mæta klukkan 20:15 í KA Heimilinu og þurfa að hafa með sér 500 krónur upp í
kostnað. Dagskráin fer hér á eftir:
10.11.2008
Kristrún Lilja Daðadóttir landsliðsþjálfari U17 ára landsliðs kvenna hefur valið tvær KA-stelpur á æfingar sem fram fara um
komandi helgi.