16.10.2008
Sameiginlegt lið Þórs og KA í knattspyrnu hefur heldur betur staðið sig vel í sumar.Stelpurnar stóðu sig vel á vellinum og umgjörðin í kringum leiki og liðið sjálft var til fyrirmyndar. Nú á dögunum var
tekið viðtal við Nóa Björnsson á vefsíðu Þórsara um þetta sameiginlega lið, þar sem m.a. spáð er í spilin um
framhaldið og einnig er komið inn á hversu vel samstarf félagana hefur gengið að undanförnu.
Viðtalið, sem birtist fyrr í mánuðinum á heimasíðu Þórs, má lesa í
heild sinni hér .
16.10.2008
Þótt að framkvæmdum á vallarsvæði K.A. hafi verið hætt í síðustu viku þá standa yfir framkvæmdir
innanhúss.
15.10.2008
Haraldur M. Sigurðsson fyrrverandi formaður K.A. lést í gær, þriðjudaginn 14. október, 85 ára að aldri.
14.10.2008
Glænýjar upplýsingar um ferðina föstudaginn 17. október - nýtt leikjaplan
o.fl.!
Mæting í ferðina er klukkan 15:30, hálftíma fyrir brottför sem er klukkan 16:00 frá KA Heimilinu.
Leikið verður í Mýrinni, Garðabæ og verður farið með fjögur lið, A-lið, B-lið og tvö C-lið.
Gist
verður í skóla nálægt Mýrinni, munið að taka með svefnpoka og dýnu.
Kostnaður við ferðina er 9.500. krónur og þarf að greiða þá upphæð fyrir brottför. Innifalið í verðinu er
rúta, gisting, morgunverður og matur bæði laugardag og sunnudag. Þá fá strákarnir nammipeninga á laugardag og sunnudag.
Athugið að þeir strákar sem ekki fara með rútunni greiða 5.000 krónur.
Mikilvægt er að strákarnir séu vel nestaðir því þeir þurfa að lifa á nestinu á föstudaginn!
Athugið að ef svo ólíklega skyldi fara að ekkert KA liðanna kemst áfram í milliriðil er ætlunin að leggja af stað norður eftir
leik Akureyrar og Víkings sem hefst klukkan 16:00 á laugardaginn.
Niðurröðun leikjanna hefur verið breytt lítillega að okkar ósk og er hægt að nálgast hér nýtt leikjaplan helgarinnar á Excelformi.
Kveðja Jóhannes Bjarnason
13.10.2008
KA sendi sitt unga kvennalið í Brosbikarkeppni BLÍ sem fram fór í Ólafsvík um helgina. Liðið spilar í 2. deild í vetur,
eins og í fyrra, og er einungis skipað leikmönnum á aldrinum 14-19 ára. Liðið stóð sig í raun frábærlega á mótinu og
lagði lið HK 2-1 á föstudaginn og stóð verulega uppi í hárinu á liði Þróttar frá Neskaupstað en tapaði
þó 2-1.
13.10.2008
Leiktímabilið í blakinu hófst um helgina þegar fyrra úrtökumótið Brosbikarnum fór fram í Ólafsvík.
Leikið var í tveimur riðlum og var KA í riðli með Fylki og HK. Leikin var tvöföld umferð en leikirnir voru styttri en vant er en leikið var upp
á 2 hrinur unnar í staðinn fyrir 3 hrinur unnar eins og í Íslandsmótinu. Gengi KA var upp og ofan í mótinu en liðnu tókst engu
að síður að vinna sinn riðil tryggja sér sæti í fjögurra liða úrslitum Brosbikarsins.
10.10.2008
Karla- og kvennalið KA spila sína fyrstu leiki í vetur nú um helgina þegar þau halda vestur á Snæfellsnes til að spila í
Brosbikarkeppninni.
Karlaliðið er í riðli með Fylki og HK og verður að teljast sigurstranglegast í sínum riðli. Í hinum riðlinum er Stjarnan líkleg
til afreka en þar eru líka Þróttur Reykjavík og UMFG.
Kvennaliðið er í riðli með HK Utd, Þrótti Neskaupstað og Þrótti Reykjavík C. Í hinum riðlinum eru HK, Fylkir, Stjarnan og
Þróttur Reykjavík.
09.10.2008
Minnum á KA daginn á laugardag milli 11:00 0g 14:00. Það væri gaman að sjá sem flesta krakka og foreldra. Við verðum með ýmislegt KA
dót til sölu og hægt verður að greiða æfingagjöld og nýir iðkendur fá afhenta bolta um leið og greitt er. Síðan leikum
við okkur eitthvað í salnum.
08.10.2008
Í dag var fundað um uppbyggingu á félagssvæði KA. Samkvæmt upplýsingum frá formanni KA, Stefáni Gunnlaugssyni, verður fyllt upp
í það sem búið er að grafa með möl og síðan mold í vor og þökulagt.
07.10.2008
Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, tilkynnti í dag að framkvæmdum á vallarsvæði KA verður slegið á
frest um ókominn tíma. Fundað verður í fyrramálið um hvað verður gert en Stefáni Gunnlaugssyni formanni var falið það verkefni
að funda með bænum um þetta mál.
Framkvæmdir hófust á vellinum s.l. föstudag og er búið að grafa niður á 2 metra á stóru svæði á vellinum sem
þýðir það að ef að framkvæmdum verður frestað um ár, eins og heyrst hefur, verður völlurinn skiljanlega ónothæfur
næsta sumar og í stað vallar mun standa þar opið sár. Því er ljóst að um grafalvarlegt mál er að ræða.