Fréttir

4. flokkur karla: Enn sigur hjá B-2

/* B-2 mætti Víkingi fyrr í dag í leik á Íslandsmótinu í 4. flokk. Strákarnir áttu fínan dag og unnu öruggan sigur 23-14 eftir að hafa leitt 12-7 í hálfleik. Liðið sýndi oft flotta takta í dag en strákarnir eru nú búnir að leika fjóra leiki í deildinni og vinna þá alla.

Myndir frá Kyu móti

 Henti inn nokkrum myndum til viðbótar frá mótinu. Þakka keppendum fyrir komuna og skemmtilegar glímur. Myndir

Samið við Davíð Rúnar

Davíð Rúnar Bjarnason sem er á miðári í öðrum flokki hefur skrifað undir þriggja ára samning.

Úrslit og myndir frá kyu-mótinu í júdó

Kyu-mótið sem fram fór í júdósalnum í dag tókst mjög vel.  Félögin sem þátt tóku í mótinu voru KA, JR, ÍR, Ármann, UMFS, UMFG og Samherjar.  Fjöldi keppenda var 60 talsins. Í tengslum við mótið fór fram dómaranámskeið og að því loknu hefur júdódómurum á Akureyri fjölgað um 400%. Steinar Ólafsson ljósmyndari og gamalreyndur júdókappi tók mikið af fínum myndum á mótinu og er hægt að sjá þær á þessari slóð: http://123.is/steinaro Um sigurvegara í einstökum flokkum er hægt að lesa hér að neðan.

4. flokkur: Einn leikur hjá strákunum á sunnudag

Á morgun sunnudag leikur eitt liða 4. flokks karla, B-2, við Víking. Leikurinn fer fram klukkan 10:00 í KA-Heimilinu og er fólk eindregið hvatt til að mæta á leikinn. Á miðvikudaginn næsta verður svo stórleikur í 4. flokk þegar Þór kemur í heimsókn og spilar við A-lið KA. Sá leikur er klukkan 17:15 á miðvikudeginum.

Kyu-mót í júdó á Akureyri 22. nóvember 2008

Svokallað kyu-mót fer fram í júdósalnum í KA-heimilinu laugardaginn 22. nóvember n.k.  Á kyu-mótum mega aðeins keppa þeir sem eru með lægri gráðu (belti) en 1. kyu (brúnt belti).  Keppendur á mótinu verða rúmlega 60 og koma frá öllum félögum á landinu.  Mótið hefst kl. 10:00.

6. flokkur stráka: Breyting á æfingatímum um helgina

Athugið að laugardagsæfingin fellur niður um þessa helgi en í staðinn verður æfing á sunnudaginn klukkan 12:30. Sú æfing verður 1,5 klukkustund þannig að við æfum frá klukkan 12:30 - 14:00. Kveðja Jóhannes Bjarnason

Karen og Helena aftur á landsliðsæfingar

Karen Birna Þorvaldsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið boðaðar á landsliðsæfingar aðra helgina í röð í sínum aldursflokki.

Landsliðskonur og landsliðsþjálfari karla mæta á æfingar yngri flokka KA á laugardaginn 22. nóvember

Það verður líf og fjör á æfingum í yngri flokkum KA nk. laugardag, 22. nóvember.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, mætir á svæðið og stýrir æfingum í karlaflokkunum og landsliðskonurnar Ásta Árnadóttir, leikmaður Vals, og Rakel Hönnudóttir, leikmaður Þórs/KA, stýra æfingum í kvennaflokkunum.

Ekkert varð af leiknum

Leikurinn sem var fyrirhugaður gegn ÍA á laugardagsmorgun féll niður þar sem strákarnir komust ekki suður vegna ófærðar.