23.11.2008
/*
B-2 mætti Víkingi fyrr í dag í leik á Íslandsmótinu í 4. flokk. Strákarnir áttu fínan dag
og unnu öruggan sigur 23-14 eftir að hafa leitt 12-7 í hálfleik. Liðið sýndi oft flotta takta í dag en strákarnir eru nú búnir að
leika fjóra leiki í deildinni og vinna þá alla.
23.11.2008
Henti inn nokkrum myndum til viðbótar frá mótinu. Þakka
keppendum fyrir komuna og skemmtilegar glímur. Myndir
23.11.2008
Davíð Rúnar Bjarnason sem er á miðári í öðrum flokki hefur skrifað undir þriggja ára samning.
22.11.2008
Kyu-mótið sem fram fór í júdósalnum í dag tókst mjög vel. Félögin sem þátt tóku í mótinu
voru KA, JR, ÍR, Ármann, UMFS, UMFG og Samherjar. Fjöldi keppenda var 60 talsins.
Í tengslum við mótið fór fram dómaranámskeið og að því loknu hefur júdódómurum á Akureyri fjölgað
um 400%.
Steinar Ólafsson ljósmyndari og gamalreyndur júdókappi tók mikið af fínum myndum á mótinu og er hægt að sjá
þær á þessari slóð:
http://123.is/steinaro
Um sigurvegara í einstökum flokkum er hægt að lesa hér að neðan.
22.11.2008
Á morgun sunnudag leikur eitt liða 4. flokks karla, B-2, við Víking. Leikurinn fer fram klukkan 10:00 í KA-Heimilinu og er fólk eindregið hvatt til að
mæta á leikinn.
Á miðvikudaginn næsta verður svo stórleikur í 4. flokk þegar Þór kemur í heimsókn og spilar við A-lið KA. Sá leikur
er klukkan 17:15 á miðvikudeginum.
21.11.2008
Svokallað kyu-mót fer fram í júdósalnum í KA-heimilinu laugardaginn 22. nóvember n.k. Á kyu-mótum mega aðeins keppa þeir
sem eru með lægri gráðu (belti) en 1. kyu (brúnt belti).
Keppendur á mótinu verða rúmlega 60 og koma frá öllum félögum á landinu.
Mótið hefst kl. 10:00.
20.11.2008
Athugið að laugardagsæfingin fellur niður um þessa helgi en í staðinn verður æfing á sunnudaginn klukkan 12:30.
Sú æfing verður 1,5 klukkustund þannig að við æfum frá klukkan 12:30 - 14:00.
Kveðja
Jóhannes Bjarnason
19.11.2008
Karen Birna Þorvaldsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið boðaðar á landsliðsæfingar aðra helgina í röð í
sínum aldursflokki.
19.11.2008
Það verður líf og fjör á æfingum í yngri flokkum KA nk. laugardag, 22. nóvember. Ólafur Jóhannesson,
landsliðsþjálfari karla, mætir á svæðið og stýrir æfingum í karlaflokkunum og landsliðskonurnar Ásta
Árnadóttir, leikmaður Vals, og Rakel Hönnudóttir, leikmaður Þórs/KA, stýra æfingum í kvennaflokkunum.
17.11.2008
Leikurinn sem var fyrirhugaður gegn ÍA á laugardagsmorgun féll niður þar sem strákarnir komust ekki suður vegna ófærðar.