19.09.2008
Nú þegar sumarið er farið að líða undir lok og síðasta leikur tímabilsins handan við hornið er við hæfi að heyra í
öðrum af þjálfurum liðsins, Steingrími Erni, og renna yfir farinn veg.
19.09.2008
Á laugardagskvöldið eftir leik KA og Ólafsvíkinga fer fram lokahóf knattspyrnudeildarinnar á Hótel KEA og hefst kl. 20:00.
19.09.2008
Á laugardaginn næstkomandi fá KA lið Víkings Ólafsvík í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Þetta er síðasti leikur
á þessu tímabili og hvetjum við alla KA-menn að skella sér á leikinn sem hefst klukkan 14:00. KA stuðningsmenn
ætla að hittast á Allanum klukkan 12:45. Það er frítt inn fyrir alla og vonandi að sem flestir sjái sér
fært um að mæta á þennan síðasta leik sumarsins.
17.09.2008
Heimasíðunni bárust á dögunum fjölmargar myndir úr tapleik liðsins gegn Stjörnumönnum á föstudaginn sl. á gervigrasinu
í Garðabænum.
17.09.2008
Hinn feykiöflugi miðjumaður okkar manna, Arnar Már Guðjónsson, fékk á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær eins leiks
bann fyrir sex gul spjöld í sumar.
17.09.2008
Nú þegar hafa átta lið boðað komu sína á árgangamót knattspyrnudeildar KA sem haldið verður föstudaginn næstkomandi
(19.09.08).
17.09.2008
Búið er að uppfæra æfingatöflur yngri flokkanna og er hægt að skoða einstaka flokka með því að velja tengilinn Yngri flokkar vinstra megin á handboltasíðunni og síðan einstakan flokk.
Smellið hér til að sjá æfingatöfluna í heild.
16.09.2008
Vetraræfingar yngri flokka KA í knattspyrnu hefjast fimmtudaginn 2. október nk. Æft verður í Boganum. Nýir iðkendur eru sérstaklega
boðnir velkomnir á æfingar og gefst þeim kostur á að æfa án endurgjalds í október. Sem fyrr er lögð áherslu á
faglega þjálfun og að knattspyrnan er og á að vera skemmtileg.
14.09.2008
Íþróttafélögin KA – blakdeild - og UFA (Ungmennafélag Akureyrar) hafa ákveðið að taka saman höndum og bjóða upp
á íþróttaskóla í vetur fyrir krakka í 1. – 3. bekk.. Þetta er í annað sinn sem slíkt samstarf er tekið upp að
starfrækja íþróttaskóla á vegum félaganna að vetri til en veturinn 2000-2001 buðu félögin upp á
íþróttaskóla við frábærar undirtektir og mjög góða aðsókn.
14.09.2008
/*
Forkeppni 4. flokks fór fram um helgina. KA er með þrjú lið í drengjaflokki og léku þau öll um helgina.
Tvö þeirra, A-liðið og annað B-liðið (B 1), léku á Akureyri og unnu bæði riðla sína með tveimur sigrum. Hitt B-liðið (B
2) lék fyrir sunnan og vann einn af þremur leikjum sínum og mun því leika í milliriðli um næstu helgi. Glæsilegur árangur hjá
strákunum og spilamennskan hjá þeim um helgina að lang mestu leyti mjög flott.