31.10.2008
Leik kvennaliðs KA/Þór og FH í 2. deild Íslandsmótsins sem vera átti á laugardaginn hefur verið frestað vegna þess að FH
treystir sér ekki til að koma! Ótrúlegt en satt. Málið er í vinnslu í samráði við HSÍ.
Í staðinn verður æfingaleikur KA/Þór-Völsungur í KA heimilinu á laugardag kl. 14:30. Auk þess er sjón að sjá ofvaxinn
þjálfara sem þarf að sitja á 2-3 stólum.
Allir velkomnir til að koma og horfa á skemmtilegan kvennahandbolta.
27.10.2008
Ágætu foreldrar/forráðamenn
Við í unglingaráði handknattleiksdeildar KA viljum þakka fyrir mjög góð skil á æfingagjöldum vetrarins, en þar sem margir
þeirra sem misstu af innheimtudögunum í byrjun mánaðarins hafa haft samband við okkur þá ætlum við að vera í KA
heimilinu miðvikudaginn 29/10 fimmtudaginn 30/10 og mánudaginn 3/11 kl.17:00-18:30 og taka á móti greiðslum.
27.10.2008
Ingþór Örn Valdimarsson, sem er nýjasti júdóþjálfarinn hjá KA, stóð sig vel á fyrsta Íslandsmótinu í
Brasilísku Jiu-jitsu (BJJ) sem fram fór um helgina í Reykjavík.
25.10.2008
/*
Sjö strákar í 3. og 4. flokki KA hafa verið valdir í ungmennalandslið í handbolta, annars vegar U-17 landslið og U-15
landslið hins vegar.
24.10.2008
Í gær, fimmtudaginn 24 okt, datt bréf og gíróseðill inn um bréfalúgur bæjarbúa þar sem aðstandendur sameinaðs
liðs Þór/KA í knattspyrnu biðla til bæjarbúa um að styrkja liðið með því að greiða gíróseðilinn.
Við hér á síðunni hvetjum alla til þess að styrkja stelpurnar sem hafa staðið sig mjög vel undanfarin ár innan sem utan vallar.
24.10.2008
Fjórir strákar sem gengu upp í annan flokk í haust héldu til Bolton og dvöldu þar við æfingar í síðustu viku en þeir
fengu að fara út í kjölfar góðrar frammistöðu í knattspyrnuskóla Grétar Rafns þar sem þjálfarar frá Bolton
stýrðu æfingunum.
23.10.2008
Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U19 ára landsliði Íslands og æfir hópurinn
tvívegis um helgina.
23.10.2008
/*
Næstkomandi föstudagskvöld fer fram fyrsti leikur í Íslandsmóti hjá 3.flokki karla og er sá leikur ekki af verri endanum þar sem KA
strákar mæta nágrönnum sínum í Þór. Viljum við hvetja alla til að koma og styðja við bakið á strákunum.
Leikurinn hefst kl. 19:30 á föstudagskvöldið og fer fram í KA-Heimilinu.
22.10.2008
Nú er komið að innheimtu æfingagjalda yngriflokka fyrir fyrri önnina. Við biðjum foreldra að greiða sem fyrst.
22.10.2008
Næstkomandi sunnudag, 26. október, verður yngriflokkastarf KA í knattspyrnu með bingó og kaffihlaðborð í sal Brekkuskóla.
Bingóið hefst stundvíslega kl. 14. Að lokinni fyrri umferð bingósins verður gert hlé fyrir kaffihlaðborðið og síðan verður
seinni umferðin spiluð.