Fréttir

Fyrstu leikirnir á NEVZA mótinu morgun kl 13:00

Íslenka liðið hefur mótið með því að mæta erfiðum andstæðinum, sænska liðinu kl. 13:00 í KA heimilinu. Klukkan 15:30 setur Sigrún Björk Jakobsdóttir mótið og fer setning fram í Höllinni. Strax á eftir mætir Íslenska karlaliðið Englendinum.  ATHUGIÐ AÐ FRÍTT ER Á ALLA LEIKI MÓTSINS

Sex landsliðsmenn frá KA

Af þeim 24 landsliðsmönnum sem Ísland teflir fram á NEVZA mótinu í blaki um helgina eru 6 frá Blakdeild KA eða 25% landsliðsmanna. Það verður að teljast athyglisverður árangur og bendir til þess að KA sé að standa sig vel í uppbyggingarstarfinu.  Nú er bara sjá hvort okkar fólk nær að standa sig um helgina.

NEVZA mótið í blaki undir 19 ára landsliða

NEVZA mótið í blaki undir 19 ára (U19) landsliða verður haldið á Akureyri dagana 5.-7. september næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið hér á landi. Blaksamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins í samstarfi við Blakdeild KA.  

Greifamótið í handbolta nú um helgina

Handboltatímabilið hefst nú um helgina með árlegu æfingamóti sem að þessu sinni er kennt við veitingahúsið Greifann. Leikið er í íþróttahúsi Síðuskóla þar sem bæði KA heimilið og Íþróttahöllin eru í notkun fyrir stórmót í blaki. Smellið á myndina til að fá nánari upplýsingar um Greifamótið.

Greiðslur æfingargjalda

Æfingargjöld leggjast inn á reikning 302-26-50530. Kennitala: 561089-2569. Taka verður fram nafn barns og kennitölu. Verðskrá má finna með æfingartöflunni hér til hliðar. Æskilegt er að greitt sé fyrir tímabilið fram að áramótum í heild sinni. ( 4 mán ). Systkinaafsláttur er 50% og frítt fyrir þriðja barn. K. Hilmar Trausti

Umfjöllun: KA - Þór

Í gærkvöldi  mættust KA og Þór í síðari leik liðanna í sumar en KA-menn stálu sigrinum í síðasta leik með sigurmarki í uppbótartíma og áttu Þórsarar því harma að hefna frá þeim leik.

Árni Þór Sigtryggsson til liðs við Akureyri Handboltafélag

Í gærkvöldi (þriðjudag) gengu Árni Þór Sigtryggsson og Akureyri Handboltafélag formlega frá samningi um að hann leiki með liðinu á komandi leiktímabili. Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir handboltann á Akureyri en Árni er örvhent skytta og frábær spilari sem öll lið vilja hafa í sínum röðum.  Jafnframt er danski markvörðurinn  Jesper Sjøgren  kominn til liðsins. Nánar á heimasíðu Akureyrar Handboltafélags.

Andri og Haukur stóðu sig vel í Tékklandi

U18 ára landslið Íslands hefur lokið keppni á æfingamóti í Tékklandi sem fram fór í síðustu viku. Eins og kunnugt er voru tveir KA-menn í hópnum, þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson og stóðu þeir sig með prýði ytra.

Upphitun: KA - Þór

Þá er komið að næstsíðasta heimaleik okkar manna í sumar og það er stórleikur gegn erkifjendunum í Þór. Leikurinn hefst kl. 18:00 og fer auðvitað fram á Akureyrarvellinum.

Umfjöllun: Leiknir - KA

KA-menn endurheimtu fjórða sætið með 3-2 sigri á Leikni í Breiðholtinu á laugardaginn en upphaflega átti leikurinn að fara fram deginum áður en vegna veðurs komust KA-menn ekki suður þá.