Fréttir

Tvær úr liði KA/Þór ú U-19 ára landsliðinu

Tvær KA/Þórs stúlkur, Arna Valgerður Erlingsdóttir og Unnur Ómarsdóttir  hafa verið valdar í landslið U-19 ára í handbolta sem keppir í forkeppni Evrópumóts í Sarajevo í Bosníu um páskana.  Emma Sardarsdóttir var einnig í æfingahópi fyrir ferðina en hlaut ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni.

Síðustu deildarleikir kvennahandboltans um helgina

Síðustu leikirnir í deildarkeppninni hjá 3. flokki kvenna og meistaraflokki eru um helgina.  Síðan tekur við úrslitakeppni sem verður eftir páska. Leikirnir eru : Laugardagur 28. mars  3.fl.kvenna  kl. 16:00 KA/Þór – Grótta Sunnudagur 29. mars meistarafl. kvenna kl. 13:00 KA/Þór – Víkingur 2 Komið og sjáið stelpurnar tryggja sætin sín í fyrir 8 liða úrslitin.

Snjókast hjá 5. flokki kvenna

5. fl. kvenna missti æfingatímann sinn í dag vegna blakleiks. Þjálfararnir dóu þó ekki ráðalausir og boðuðu stelpurnar á útiæfingu. Stelpurnar tóku vel á því og gríðarleg átök áttu sér stað þar sem stelpurnar fóru í glímu, snjókast og rúbbí. Að endanum fengu þjálfararnir að kenna á því eins og sjá má á myndunum. Spurning hvort þeir hefni sín ekki á næstu æfingu.

5. flokkur kvenna fékk gull um helgina

Stelpurnar í 5. kvenna fóru suður um helgina til að keppa á sínu 2. móti. Á síðasta móti unnu stelpurnar sinn riðil nokkuð sannfærandi en vegna fækkunar í 1. deild og fjölgun á deildum voru stelpurnar aftur látnar spila í 2. deild. Mótið byrjaði snemma hjá stelpunum. Fyrsti leikurinn var gegn Fylki og hófst hann klukkan 08:00. Svo snemma að kaffið var ekki einu sinni tilbúið!

3. flokkur kvenna og meistaraflokkur á sigurbraut

Stelpurnar í 3. flokk kvenna áttu frekar strembna helgi. Þrír leikir við ÍBV voru á dagskránni. Tveir í 3. flokk og einn í meistaraflokk. Þar sem engar af eldri stelpunum fóru með til Reykjavíkur þessa helgina lá þetta allt á herðum tíu leikmanna.

4. Flokkur kvenna: Stórsigur á ÍR

Stelpurnar í 4. flokk kvenna fengu ÍR stelpur í heimsókn á sunnudaginn. Fyrir leikinn var nokkuð ljóst að stelpurnar ættu litla möguleika á því að komast í efstu tvö sætin í deildinni sem gæfu aðgang að 8 liða úrslitum en vonin var ekki úti og stelpurnar því klárar í að gera allt sem í sínu valdi stóð til þess að klára þennan leik.

4. flokkur kvenna: Leikir síðustu helgar

Stelpurnar í 4. flokki fóru suður um liðna helgi. Fyrir lágu fimm leikir, þrír hjá B liðinu og tveir hjá A liðinu. A liðið átti tvo leiki gegn Gróttu liðunum tveimur. Fyrst Gegn Gróttu3 og á sunnudeginum við Gróttu1.

Leikir um helgina í kvennaboltanum

Tveir leikir fara fram um helgina hjá KA/Þór í Meistaraflokki og 3. flokki kvenna.  Á laugardag kl.14:00 leikur meistaraflokkur við Þrótt.  KA/Þór er í 2. sæti í deildinni því er mikilvægt að vinna alla leiki sem eftir eru.  Á sunnudag kl. 13:30 leikur 3. flokkur kvenna við HK í KA heimilinu.  3.flokkur er í toppbaráttunni í efstu deild og er sigur gegn liðum sem eru neðar í deildinni nauðsynlegir. Fólk er hvatt til að koma og sjá skemmtilegan kvennahandbolta í KA heimilinu um helgina.

Reykjavíkurferð 6. flokks 13.-15.mars 2009

Mæting er kl. 15.30 í KA heimili. Keppt verður í íþróttahúsi Fram í Safamýri og munu okkar drengir hefja leik að morgni laugardags. Gist verður í skóla á keppnisstað. Óvíst er um heimkomu en það ræðst af gengi liðanna á mótinu. Útbúnaður: Svefnpoki, dýna, KA stuttbuxur, handboltaskó og sundföt. Gríðarlega mikilvægt að drengirnir séu vel nestaðir en þeir fá morgunverð á laugardag og sunnudag og eina heita máltíð hvorn dag auk léttrar hressingar á föstudagskvöld við komuna til Reykjavíkur. Erfiðlega hefur gengið að ráða fararstjóra til ferðarinnar og nú vantar einn fararstjóra fyrir A-lið og einn fyrir C-2. Áhugasamir vinsamlega hafið samband sem fyrst. Verð ferðarinnar er kr. 3.000 sem greiðist við brottför eða á æfingu á fimmtudag hjá þeim sem ekki fara með rútunni. Jóhannes G. Bjarnason 662-3200

4. flokkur karla: Sigur hjá B-2

B-2 lið 4. flokks karla spilaði einnig um helgina. Þeir mættu Aftureldingu. Eftir mjög kaflaskiptan leik okkar drengja unnu þeir 24-19. Þar með hafa öll þrjú lið flokksins unnið leiki sína um helgina sem er glæsilegt, sérstaklega í ljósi þess að flokkurinn fékk ekkert að æfa í KA-Heimilinu alla vikuna vegna þess að íþróttahúsið var upptekið fyrir skemmtanir og félagssamkomur. Strákarnir í liðunum ætluðu greinilega ekki að láta það á sig fá þótt ekki væri boðið upp á topp undirbúning fyrir leikina.