20.10.2008
Nú um helgina fór fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá strákum á eldra ári 5. flokks en mótið var í umsjá KA
og Þórs. Leikið var í KA Heimilinu, Íþróttahöllinni íþróttahúsi Síðuskóla og
Glerárskóla.
Hér er hægt að skoða úrslit allra
leikja og lokastöðu mótsins.
17.10.2008
Hér er listi og tímatafla yfir þá dómarar sem eiga að dæma í 5. flokks mótinu sem fram fer í KA Heimilinu og
Íþróttahöllinni um helgina. Smellið á Lesa meira til að sjá listann.
14.10.2008
Glænýjar upplýsingar um ferðina föstudaginn 17. október - nýtt leikjaplan
o.fl.!
Mæting í ferðina er klukkan 15:30, hálftíma fyrir brottför sem er klukkan 16:00 frá KA Heimilinu.
Leikið verður í Mýrinni, Garðabæ og verður farið með fjögur lið, A-lið, B-lið og tvö C-lið.
Gist
verður í skóla nálægt Mýrinni, munið að taka með svefnpoka og dýnu.
Kostnaður við ferðina er 9.500. krónur og þarf að greiða þá upphæð fyrir brottför. Innifalið í verðinu er
rúta, gisting, morgunverður og matur bæði laugardag og sunnudag. Þá fá strákarnir nammipeninga á laugardag og sunnudag.
Athugið að þeir strákar sem ekki fara með rútunni greiða 5.000 krónur.
Mikilvægt er að strákarnir séu vel nestaðir því þeir þurfa að lifa á nestinu á föstudaginn!
Athugið að ef svo ólíklega skyldi fara að ekkert KA liðanna kemst áfram í milliriðil er ætlunin að leggja af stað norður eftir
leik Akureyrar og Víkings sem hefst klukkan 16:00 á laugardaginn.
Niðurröðun leikjanna hefur verið breytt lítillega að okkar ósk og er hægt að nálgast hér nýtt leikjaplan helgarinnar á Excelformi.
Kveðja Jóhannes Bjarnason
07.10.2008
Út er komið fréttabréf unglingaráðs fyrir október 2008. Þar er fjallað um starf vetrarins, fundi og keppnisferðir og innheimtu
æfingagjalda svo eitthvað sé nefnt.
Æfingagjöldin veða sem hér segir: 7.-8. flokkur kr 18.000, 6. flokkur stráka kr 25.000 og 5.-3. flokkur kr 30.000. Tekið verður á móti
greiðslum í KA heimilinu laugardaginn 11. október frá klukkan 11.00 – 14.00, mánudaginn 13. október frá 17.00 – 18.30
og þriðjudaginn 14. október frá 17.00 – 18.30.
Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar í
fréttabréfinu.
06.10.2008
Í dag, þriðjudaginn 7. október verður fundur fyrir foreldra stráka í 6. flokki í handboltanum. Fundurinn verður í KA heimilinu og hefst
klukkan 18:30.
Afar áríðandi er að foreldrar mæti Kveðja Jóhannes Bjarnason sími: 662 3200
05.10.2008
/*
Um helgina 3.-4.október bauð HSÍ upp á námskeið fyrir íþróttakennara, handboltaþjálfara og leikmenn á
Akureyri.
Kristján Halldórsson og Boris Abakchef komu frá HSÍ og stjórnuðu æfingum fyrir ungmenni og þjálfara síðari hluta föstudags
og á laugardag.
Á fyrsta hluta námskeiðsins var farið var yfir nýjar áherslur fyrir yngri krakka í handbolta svokallað ,,softball“ eða
minnibolti. Þar er spilaður handbolti með mjúkan bolta, fáir í liði og minni mörk. Þetta gefur krökkum meiri möguleika á
hreyfingu og að allir fái að njóta sín.
01.10.2008
Föstudaginn 3. okt.
og laugardaginn 4. okt. 2008 í KA heimilinu. Á föstudegi kl. 15:00-16:00 er kynning á minnibolta (softball) sem er ætlað öllum
íþróttakennurum, en annað er frekar fyrir handboltaþjálfara.
29.09.2008
Í kvöld var dregið í bikarkeppni karla sem rétt eins og í fyrra er kennd við Eimskip. Dregið var í "beinni" útsendingu í
sjónvarpinu eins og það var kallað. 31 lið er skráð til keppni sem þýðir að í fyrstu umferð verða leiknir 15 leikir en eitt
lið, Haukar sem ríkjandi Íslandsmeistarar sitja hjá í þeirri umferð.
Það vakti nokkra athygli að lið KA var dregið upp úr Eimskipsgámnum og fékk útileik gegn FH 2. Hið rétta í
málinu að þarna gerðu HSÍ menn smávægileg mistök því liðið var skráð til keppni undir nafninu Akureyri 2
en það mun vera skipað ýmsum hetjum og má þar nefna t.d. markverðina Stefán Guðnason og Atla Ragnarsson, en væntanlega verður
fljótlega upplýst um aðra liðsmenn.
29.09.2008
Stelpurnar í 4 flokk kvenna fóru um liðna helgi suður til að spila í milliriðlum A liða. Tveir leikir voru á dagskránni og þurftu
þeir báðir að vinnast til að KA mundi spila í 1. deild í vetur.
Ferðalagið gekk vel og voru stelpurnar fljótar að koma sér fyrir í Gróttuheimilinu. Klukkan rúmlega eitt um nóttina fór
brunavarnarkerfið af stað með tilheyrandi hávaða. Athygli vekur að tvær stúlkur sváfu af sér hávaðann sem stóð yfir
í rúmt kortér!
28.09.2008
/*
Annað af tveimur B-liðum 4. flokks karla í handbolta lék í milliriðli í dag. Fyrir hafði liðið þegar
unnið einn leik sem telur til milliriðils. Ekki gekk nægilega vel hjá strákunum í dag og töpuðu þeir tveimur leikjum. Þeir munu
því leika í 2. deild í vetur. Það gæti hins vegar verið hið fínasta mál fyrir þá því þar ættu
þeir að fá leiki sem þeir geta fengið mikið út úr í vetur og tíma til að vinna þeim þeim hlutum sem þeir þurfa
að vinna í.