18.12.2008
Stelpurnar í KA/Þór mættu Fram síðastliðin föstudag. Fyrir leikinn voru norðanstúlkur án stiga eftir töp gegn Fylki og
Stjörnunni en leikurinn við Fram var jafnframt fyrsti heimaleikur 3. flokks kvenna þetta tímabilið. Síðast þegar þessi tvö lið mættust
í vetur unnu Fram stúlkur auðveldan sigur, 25-18.
17.12.2008
KA/Þór í 3. fl. kvenna leikur sinn annan heimaleik í vetur og síðasta leik fyrir jól á í dag, miðvikudaginn 17. des. kl. 17:30
í KA heimilinu. Leikið verður gegn FH sem er fyrir ofan miðja deild en raunar hafa liðin leikið mismarga leiki í deildinni.
Stelpurnar í KA/Þór mættu Fram síðasta föstudag og unnu þar góðan sigur 24-22 eftir að staðan hafði verið jöfn í
hálfleik 12-12.
Það er því ástæða til að koma og hvetja stelpurnar okkar til sigurs.
14.12.2008
/*
Bæði B-lið 4. flokks léku í dag á Íslandsmótinu. B1 lék við Fram og
tapaði með einu marki 23-22 eftir að hafa klúðrað þeim leik algjörlega sjálfir. B2 aftur á móti vann mjög góðan sigur
á ÍR 20-15 eftir að hafa verið 11-7 yfir í hálfleik. Liðin eru þá búin með alla sína leiki á þessu ári. B-1
hefur unnið þrjá leiki en tapað einum. B-2 aftur á móti hafa unnið alla fimm leiki sína .
13.12.2008
A-lið 4. flokks karla í handbolta lék í dag leik við Fram en Framarar höfðu fyrir leikinn tapað fæstum stigum liða í deildinni og
ljóst að um hörkuleik var að ræða. KA-menn sýndu framúrskarandi hugarfar í þessum leik og gáfu allt sem þeir áttu.
Þeir bættu vörnina sína mikið frá undanförnum leikjum og unnu sannfærandi sigur 24-21 eftir að hafa leitt 12-7 í hálfleik.
12.12.2008
3. flokkur karla leikur síðustu tvo leiki sína á þessu ári nú um helgina. Strákarnir mæta ÍR í tveimur leikjum, sá
fyrri fer fram á laugardaginn kl. 16:00 og er það leikur í 16-liða úrslitum bikarsins. Á sunnudag mætast svo þessi sömu lið
aftur en nú í Íslandsmótinu og hefst leikurinn kl. 14:00. Viljum við hvetja sem flesta til að koma í KA heimilið um helgina og
styðja liðin okkar til sigurs.
11.12.2008
Um helgina leika öll lið 4. flokks karla í handbolta heimaleiki á Íslandsmótinu. Þetta eru seinustu leikir liðanna á þessu ári og
hvetjum við fólk eindregið til að mæta og horfa á fyrirtaks handbolta. Dagskráin:
Laugardagur:
15:00: KA - Fram (A-lið)
Sunnudagur:
10:00: KA - Fram (B-lið)
11:00: KA2 - ÍR (B-lið)
11.12.2008
KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu í 3. fl. kvenna á föstudaginn kl. 17:00 í KA heimilinu. Allir eru hvattir til að
mæta og hvetja stelpurnar. Þetta verður væntanlega hörkuleikur, í liði KA/Þór eru nokkrar stúlkur sem hafa verið valdar til
æfinga með unglingalandsliðum Íslands en í liði Fram eru m.a. tvær stúlkur sem hafa verið viðloðandi A-landslið kvenna.
05.12.2008
Um síðustu helgi fóru 5 stúlkur frá KA á landsliðsæfingar í Reykjavík. Þar var æft 3-4 sinnum með tveimur
landsliðum.
Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Sunnefa Níelsdóttir æfðu með landsliði U-17 ára og Arna Valgerður Erlingsdóttir, Emma
Sardarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir æfðu með landsliði U-19 ára. Það er frábært að svo stór hópur eigi
erindi á þessar æfingar og sýnir vel gróskuna í kvennaboltanum.
01.12.2008
Nú um liðna helgi tók 5. flokkur kvenna þátt í sínu fyrsta móti vetur.
Haldið var sem leið lá til Hafnarfjarðar þar sem keppt var á Hafnarfjarðarmóti Hauka og Actavis. Leikstaður KA-stelpna var Ásvellir og gist var
í næsta nágrenni í Hvaleyrarskóla. Þetta var annað mótið á Íslandsmótinu en þjálfarar höfðu
áður tekið þá ákvörðun að taka ekki þátt í fyrsta móti vetrarins sem fram fór í Vestmannaeyjum um miðjan
október.
27.11.2008
KA og Þór áttust við í hörkuleik í gær í 4. flokki karla. Leikurinn, sem fór
fram í KA-Heimilinu, var æsispennandi og jafnræði lengst af í leiknum. Þór leiddi 13-15 í hálfleik og var fjórum mörkum yfir
þegar skammt var til leiksloka. KA menn sýndu hins vegar mikinn karakter og héldu áfram og náðu í stig í leiknum. Þrátt fyrir
það verður að segjast að KA liðið á að geta spilað betur og náð sigri en þeir réðu ekki við mjög öflugan
leikmann Þórs í leiknum.