Fréttir

Meistaraflokkur kvenna kominn áfram í bikarkeppninni (myndir)

Í dag léku stelpurnar í KA/Þór gegn Gróttu frá Seltjarnarnesi í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Er þar skemmst frá að segja að KA/Þór fór með eins marks sigur 22-21 eftir spennuþrungnar lokamínútur. KA/Þór stelpurnar náðu fljótlega forystunni og leiddu í hálfleik 12-11. Í seinni hálfleik byrjuðu stelpurnar af krafti og um miðjan hálfleikinn var forysta þeirra orðin fimm mörk, 19-14.

4. flokkur: Glæsilegur sigur hjá B-2

B-2 lið 4. flokks mætti Haukum í dag en sömu lið áttust við á Ásvöllum um seinustu helgi. Þrátt fyrir að liðin séu svipuð að getu og að KA liðið væri að spila vel í þeim leik lauk honum með 8 marka sigri Hauka sem okkar mönnum fannst fá fullmikla hjálpa frá embættismönnum handbotlalaganna í leiknum. Í dag hins vegar var þónokkuð annað uppi á teningunum en KA vann leikinn 25-23 eftir að hafa leitt mest með 6 mörkum í leiknum sem sýnir kannski hve mikinn þátt laganna verðir geta spilað í kappleikjum.

4. flokkur tapaði gegn Haukum

/* A-lið 4. flokks mætti Haukum í dag í KA-Heimilinu. Um seinustu helgi fóru strákarnir suður að spila og léku þar háklassa handbolta, skemmtu sér mikið og uppskáru tvo frábæra sigra í deild. Í dag ákváðu þeir hins vegar einhverra hluta vegna að mæta ekki til leiks með sama hugarfari og uppskáru sannfærandi tap 22-27 fyrir vikið.

3. flokkur kvenna: Leikur á sunnudaginn

Á sunnudaginn kl.14:00 leikur 3. fl. kvenna í KA heimilinu gegn Fylki.  Þetta er seinni leikurinn gegn Fylki en sá fyrri tapaðist í október.  Fylkir er taplaust í deildinni og því í efsta sæti.  Stelpurnar í KA/Þór hafa hins vegar unnið alla þrjá heimaleiki sína og ættu því að eiga góða möguleika á að velgja Fylkisstelpunum undir uggum. 

Keppnisferð 6. flokks karla helgina 23.-25.janúar

Brottför föstudaginn 23. janúar frá KA heimili kl. 15.30 Nauðsynlegur útbúnaður: Svefnpoki/sæng, dýna, KA stuttbuxur, íþróttaskór,handklæði, föt til skiptanna.Rík áhersla er lögð á að drengirnir séu vel nestaðir en töluverður misbrestur var á því í fyrstu ferð vetrarins. Mótið hefst á föstudag en við munum ekki hefja leik fyrr en á laugardagsmorgun.

4. flokkur karla spilar um helgina

Um helgina leikur 4. flokkur karla á Íslandsmótinu. A-lið og B-2 fá Hauka í heimsókn og spila í KA-Heimilinu. Um seinustu helgi vann A-liðið þrjá frábæra sigra, m.a. gegn Haukum, og eru vonandi komnir í gang svo um munar. B-2 eru með sex sigra í sjö leikjum í deildinni. Ljóst er að um hörkuleiki er að ræða og er eindregið hvatt til að mæta á og sjá strákana spila. A-liðið leikur á laugardag kl. 15:00 en B-liðið á sunnudag klukkan 10:00.

3. flokkur karla

Árið byrjaði vel hjá strákunum í 3. fl. um síðustu helgi er Selfyssingar voru lagðir nokkuð sannfærandi og með þeim sigri tylltu strákanir sér í efsta sæti deildarinnar.  Næstu gestir okkar koma úr Garðabænum (Stjörnumenn) og er áætlað að leikurinn hefjist kl:16.00 á laugardaginn. Viljum við hvetja alla þá sem gaman hafa á að horfa á góðan handbolta að mæta í KA-húsið á laugardag og hvetja strákana til sigurs.

Meistaraflokkur kvenna: Sigur gegn Haukum í deildinni

Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór spilaði við B lið Hauka á sunnudag en þetta var fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna á þessu tímabili. Stelpurnar mættu vel stemmdar til leiks og tóku strax forustu sem þær héldu til loka leiks. Sóknarleikurinn var heilt yfir góður en vörnin hefði mátt vera betri á köflum. Nokkrar af þessum stúlkum tóku fram skóna að nýju fyrir þennan vetur og því virkilega gaman að sjá þær koma aftur til baka.

4. flokkur kvenna: Tap hjá B-liðinu gegn Haukum

Stelpurnar í B liði 4. flokks áttu slæman dag á móti Haukum á sunnudag. Haukarnir byrjuðu mun betur og komust í 1-6. KA stelpur skiptu þá um gír og náðu að minnka í 6-7 en misstu svo leikinn frá sér aftur. KA stelpur komust þó nokkrum sinnum aftur inn í leikinn en misstu hann ætíð frá sér út af eigin klaufaskap.

3. flokkur kvenna: Góður sigur á Haukum

3. flokkur kvenna spilaði við Hauka á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn var virkilega dapur og áttu Hauka stúlkur tvö mörk í hálfleik, staðan 11-13. Eftir hressandi hálfleikspásu mætti allt annað lið inn á völlinn. Vörnin virkilega góð, sóknin ákveðin og full af sjálfstrú og markvarslan frábær.