12.01.2009
Stelpurnar í B liði 4. flokks áttu slæman dag á móti Haukum á sunnudag. Haukarnir byrjuðu mun betur og komust í 1-6. KA stelpur skiptu
þá um gír og náðu að minnka í 6-7 en misstu svo leikinn frá sér aftur. KA stelpur komust þó nokkrum sinnum aftur inn í
leikinn en misstu hann ætíð frá sér út af eigin klaufaskap.
12.01.2009
3. flokkur kvenna spilaði við Hauka á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn var virkilega dapur og áttu Hauka stúlkur tvö mörk í hálfleik,
staðan 11-13. Eftir hressandi hálfleikspásu mætti allt annað lið inn á völlinn. Vörnin virkilega góð, sóknin ákveðin og
full af sjálfstrú og markvarslan frábær.
12.01.2009
/*
/*
4. flokkur í handbolta fór suður um helgina að leika. Ferðin gekk mjög vel og handboltalega
séð var spilamennskan mest megnis góð um helgina. A-lið flokksins er mætt aftur til leiks og sýndi það eftirminnilega um helgina en þeir unnu
alla sína þrjá leiki glæsilega. B-liðið bæði spiluðu tvo leiki og unnu sitt hvorn leikinn.
08.01.2009
Þá er komið að fyrsta leik strákanna í 3. flokki eftir jólafrí og er hann ekki af verri endanum. Selfyssingar koma í heimsókn en
þeir eru í toppsæti deildarinar sem stendur. Því ætlum við að breyta og viljum hvetja alla sem gaman hafa að horfa á skemmtilegan
handbolta að mæta í KA heimilið á laugardaginn 10. jan kl: 17.00.
07.01.2009
6. flokkur drengja fer í keppnisferð til Reykjavíkur helgina 23.-25. janúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar um ferðina birtast hér á heimasíðunni á næstu dögum.
Foreldrar þeirra drengja sem ekki komast með í ferðina er beðnir um að tilkynna það til þjálfara sem fyrst.
Foreldrar sem hafa áhuga á að koma með sem fararstsjórar eru beðnir um að hringja í Jóhannes Bjarnason í síma 662-3200.
Þess má geta að mánudaginn 19. janúar verður æfingamót við Þór í KA heimilinu 15:30-17:00.
05.01.2009
Það var stór hópur stúlkna sem mætti upp í KA heimili þriðjudaginn
30. desember til þess að spila handbolta.
Hugmyndin kom frá fyrrum þjálfara meistaraflokks kvenna, Hlyni Jóhannessyni, að meistaraflokkur kvenna léki gegn gömlum KA/Þór kempum sem eitt
sinn léku undir hans stjórn. Það skal þó tekið fram að þessar "gömlu" kempur verða seint taldar gamlar í árum en
þó töluvert eldri en núverandi meistaraflokkur.
24.12.2008
Handknattleiksdeild KA vill óska landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
22.12.2008
Laugardaginn 20. desember var sérstök
jólaæfing í KA-heimilinu fyrir 7. og 8. flokk. Þar var farið í ýmsa leiki og óvæntir gestir kíktu í heimsókn með
glaðning í pokanum.
Þórir Tryggvason sendi okkur fullt af myndum frá æfingunni.
Smelltu hér til að skoða myndirnar.
20.12.2008
22. desember útiæfing, mæta í KA heimilið klukkan 13:50
27. desember útiæfing klukkan 11:30, mæta upp í KA heimili
29. desember 15:00-16:30 í KA heimilinu
30. desember 13:00-14:30 í KA heimilinu
19.12.2008
Æfingar hefjast aftur á nýju ári, miðvikudaginn 7. janúar kl. 15:00 hjá stúlkum en fimmtudaginn 8. janúar kl. 14:30 hjá piltum.
Gleðileg jól
Einvarður, Sævar, Lovísa og aðstoðarmenn