Fréttir

4. flokkur kvenna stóð í ströngu um helgina

Stelpurnar í A liði 4. flokks fóru suður til að keppa í niðurröðunarmóti HSI um liðna helgi. Fyrirfram var vitað að róðurinn yrði þungur enda virkilega sterkur riðill sem KA lenti í. Fyrsti leikurinn var við FH og var fyrirfram ljóst að það yrði hörku leikur. Jafnt var á öllum tölum framan af og var staðan 8-7 fyrir FH í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði ákaflega illa hjá KA og skoruðu FH stelpur 4 mörk gegn 1 KA marki. Þá gáfu stelpurnar í og náðu að minnka muninn í 1 mark, 12-11 og FH manni færri og tvær og hálf mínúta eftir af leiknum.

Æfingatafla handknattleiksdeildar

Búið er að uppfæra æfingatöflur yngri flokkanna og er hægt að skoða einstaka flokka með því að velja tengilinn Yngri flokkar vinstra megin á handboltasíðunni og síðan einstakan flokk. Smellið hér til að sjá æfingatöfluna í heild.

4. flokkur: Tvö lið í efri deild og eitt í milliriðil

/* Forkeppni 4. flokks fór fram um helgina. KA er með þrjú lið í drengjaflokki og léku þau öll um helgina. Tvö þeirra, A-liðið og annað B-liðið (B 1), léku á Akureyri og unnu bæði riðla sína með tveimur sigrum. Hitt B-liðið (B 2) lék fyrir sunnan og vann einn af þremur leikjum sínum og mun því leika í milliriðli um næstu helgi. Glæsilegur árangur hjá strákunum og spilamennskan hjá þeim um helgina að lang mestu leyti mjög flott.

Breytt plan hjá 4. flokki um helgina - Allir hvattir til að mæta

Breyting hefur orðið á leikjaplani fyrir forkeppni 4. flokks karla í handbolta sem fram fer í KA-Heimilinu um helgina. Eitt lið mætir ekki til leiks og leika strákarnir alla sína leiki á laugardag. Fólk er eindregið hvatt til þess að mæta á leikina og sjá strákana leika en þeir eru staðráðnir í að gera sitt allra besta. Leikjaplanið er eftirfarandi: 4.fl.karla A-lið Lau. 13.sep. klukkan 12.00 KA - Grótta   Lau. 13.sep. klukkan 13.00 KA - Selfoss 4.fl.karla B-lið Lau. 13.sep. klukkan 20.00 KA - HK   Lau. 13.sep. klukkan 21:00 KA - Fylkir

Handboltaleikir hjá 3. fl. kvenna og 4. fl. karla um helgina

Um helgina leika 3. fl. kvenna og 4. fl. karla í forkeppni vegna niðurröðunar í deildir fyrir veturinn. Leikið verður í KA heimilinu bæði laugardag og sunnudag. Smellið á Lesa meira til að sjá niðurröðun leikjanna.

Greifamótið í handbolta nú um helgina

Handboltatímabilið hefst nú um helgina með árlegu æfingamóti sem að þessu sinni er kennt við veitingahúsið Greifann. Leikið er í íþróttahúsi Síðuskóla þar sem bæði KA heimilið og Íþróttahöllin eru í notkun fyrir stórmót í blaki. Smellið á myndina til að fá nánari upplýsingar um Greifamótið.

Árni Þór Sigtryggsson til liðs við Akureyri Handboltafélag

Í gærkvöldi (þriðjudag) gengu Árni Þór Sigtryggsson og Akureyri Handboltafélag formlega frá samningi um að hann leiki með liðinu á komandi leiktímabili. Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir handboltann á Akureyri en Árni er örvhent skytta og frábær spilari sem öll lið vilja hafa í sínum röðum.  Jafnframt er danski markvörðurinn  Jesper Sjøgren  kominn til liðsins. Nánar á heimasíðu Akureyrar Handboltafélags.

Myndir frá ferð 4. flokks karla til Ólafsfjarðar

4. flokkur karla í handbolta fór um helgina í æfingaferð til Ólafsfjarðar. Þar var m.a. æft það sem lagt verður upp með í vetur en forkeppni fyrir Íslandsmótið er eftir tvær vikur hjá flokknum. Einnig var þetta gott tækifæri fyrir hópinn að ná enn betur saman. 27 drengir fóru í ferðina en nokkrir komust ekki með þar sem þeir voru í öðrum landshluta eða jafnvel erlendis. Ferðin heppnaðist mjög vel og verða hér birtar myndir frá ferðinni.

Handboltaáhugamenn á Akureyri - fundur mánudaginn 1. sept

Mánudaginn 1. september eru allir áhugamenn um handbolta á Akureyri boðaðir á fund sem haldinn verður í kaffiteríu Íþróttahallarinnar. Þar verður vetrarstarfið kynnt en ætlunin er að skapa skemmtilega og magnaða stemmingu í kringum heimaleiki liðsins í vetur. Á fundinum verða kynntar ýmsar hugmyndir sem uppi eru auk annarra mála sem eru í farvatninu. Upphaflega var meiningin að halda þennan fund fyrir nokkrum dögum síðan en því miður varð að fresta honum þá en nú er allt til reiðu og öruggt að af fundingum verður á mánudaginn. Allir þeir sem láta sig varða handboltann á Akureyri og eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til strákana okkar eru hvattir til að koma á fundinn og taka sem flesta með sér. Fundurinn verður eins og áður segir í Íþróttahöllinni og hefst klukkan 20:00 og í leiðinni verður hægt að kíkja á nýtt parketgólf hallarinnar en nú er verið að leggja lokahönd á lagningu þess.

Handboltamarkvörður óskast hjá 4. flokki kvenna

Nú er sú staða uppi í 4. flokk kvenna að þrátt fyrir ágætis fjölda á æfingum er engin hugrökk stúlka sem er til í að standa í markinu. Ef þú hefur áhuga á því að standa í markinu hjá 4. flokki í vetur, eða langar til að prófa, er hægt að ná af Stefáni Guðnasyni í síma 868-2396. Að sjálfsögðu er öllum sem hafa áhuga á að æfa í vetur velkomið að hafa samband og prófa að mæta á æfingar.