22.02.2012
4. flokkur kvenna KA/Þór sigraði HK 19-23 í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ í Digranesi sl. föstudag . Stelpurnar eru sem sagt komnar í
úrslitaleikinn og spila við Fram næstkomandi sunnudag 26. febrúar í Laugardalshöllinni kl. 13:30
22.02.2012
Vegna vetrarfrís í grunnskólum verður frí frá handboltaæfingum hjá 7. og 8. flokki stráka og stelpna föstudaginn 24. og
laugardaginn 25. febrúar. Sjáumst hress og endurnærð eftir helgina.
Þjálfarar.
22.02.2012
Nú á dögunum hittist nokkur ungmenni í KA heimilinu í þeim tilgangi að stofna Ungmennaklúbb KA. Á fundi sem þau áttu með
mér (Egill Ármann) fórum við yfir hvað hægt væri að gera til að bæta skemmtanagildið í KA heimilinu og hvað væri hægt
að gera í KA heimilinu. Margar flottar og góðar hugmyndir litu dagsins ljós og alveg á hreinu að framundan er líf og fjör.
22.02.2012
KA spilar annan leik sinn í Lengjubikarnum um komandi helgi, nánar tiltekið laugardaginn 25. febrúar kl. 17.15 í Boganum, þegar ÍR-ingar koma norður.
KA-liðið spilaði á köflum skínandi vel á móti úrvalsdeldarliði Stjörnunnar um síðustu helgi, en varð að sætta sig
við tap í þeim leik, gegn gangi hans. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann á laugardaginn og styðja strákana.
22.02.2012
Um komandi helgi verður árlegt Greifamót KA í 3. flokki karla í knattspyrnu haldið í Boganum. Spilað verður seinnipart föstudags, á
laugardag og mótinu lýkur eftir hádegi á sunnudag. Leikjaplan í mótinu er sem hér segir:
21.02.2012
Helgina 24.-26.febrúar fer fram Bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum.Mótið er haldið í Versölum og mótshaldari er Gerpla.Fimak sendir 2 lið keppni í 4.og 5.þrepi stúlkna ásamt því að eiga 5 gestakeppendur sem hafa áunnið sér rétt til keppni sem gestir.
19.02.2012
Það verður að segja hlutina eins og þeir eru; 2-3 tap KA gegn Stjörnunni í Boganum í dag í fyrstu umferð Lengjubikarsins var svekkjandi og
ósanngjarnt. KA-menn voru sterkari aðilinn í leiknum og sköpuðu sér miklu fleiri færi en úrvalsdeildarlið Stjörnunnar.
19.02.2012
Fram sigraði KA/Þór með átta mörkum í leik liðanna í N1 deildinni í gær. Leikurinn fór ágætlega af stað og
jafnt á fyrstu tölum, Frida varði vítakast í stöðunni 2-2. Fram liðið sýndi í framhaldinu að það er ekki tilviljun að
þær eru á toppi deildarinnar. Einhvernveginn virtist þó sem að flestar KA/Þór stelpnanna hefðu ekki alveg trú á að
þær ættu möguleika í leiknum, það voru eiginlega bara Ásdís Sigurðardóttir og Martha Hermannsdóttir sem börðust
í sóknarleiknum og skutu á markið.
18.02.2012
Tæplega 1,6 milljóna króna hagnaður varð af rekstri knattspyrnudeildar KA á árinu 2011. Velta deildarinnar á síðasta ári - allra
flokka - varð samtals röskar 95 milljónir og hækkaði um tíu milljónir milli ára. Þetta kom fram á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar
KA í gær.
18.02.2012
Einar Helgason, fyrrverandi leikmaður og þjálfari KA og ÍBA og einnig þjálfari margra annarra liða, var á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar
KA í gær sæmdur gullmerki KSÍ fyrir sín miklu og góðu störf í þágu knattspyrnunnar á Íslandi. Vignir
Þormóðsson, stjórnarmaður í KSÍ, afhenti Einari gullmerkið og sagði eftirfarandi við það tækifæri: