Fréttir

Fyrirlestur um næringu íþróttafólks

Fimleikafélag Akureyrar býður þjálfurum félagisns, iðkendum keppnishópa og foreldrum þeirra upp á fyrirlestur um nauðsynlega næringu íþróttafólks.Fyrirlesturinn verður sunnudaginn 11.

Fríða Rún með fyrirlestur

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, verður með fyrirlestur fyrir knattspyrnukrakka í 3. og 4. flokki KA fimmtudaginn 8. mars kl. 15. Foreldrar og þjálfarar eru eindregið hvattir til að mæta á fyrirlesturinn með krökkunum.

KA/Þór með útisigur á Haukum

Stelpurnar í KA/Þór gerðu heldur betur góða ferð í Hafnarfjörð á laugardaginn þar sem þær lögðu Hauka, 26-22. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, bæði með 6 stig en með sigrinum skaust KA/Þór upp í 6. sæti, á kostnað Hauka, sem sitja nú í 7. sæti.

Handboltaleikir hjá unglingaflokkum í KA heimilinu um helgina

Tveir leikir verða hjá 3. flokki karla föstudagskvöldið 2. mars. KA 2 tekur á móti ÍR klukkan 19:00 og strax á eftir eða klukkan 20:30 spila KA 1 og Valur. Sunnudaginn 4. mars kl. 13:00 er svo leikur hjá 4. flokki karla, en þá taka KA strákar á móti HK. Það er sem sé mikið um að vera og um að gera að koma við í KA heimilinu og hvetja sitt lið.

Herrakvöld KA 9. mars n.k.

Herrakvöld KA verður haldið á Hótel Kea föstudaginn 9. mars n.k. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í janúar og verður dagskráin glæsileg og kvöldið vonandi eftirminnilegt. Miðasala er í KA-heimilinu og í Grok Verslun v/ Ráðhústorg.

Skrifstofan lokuð í dag

Vegna veikinda er skrifstofan lokuð í dag mánudag 27.febrúar.

KA vann Greifamótið í 3. flokki í bæði flokki A- og B-liða

KA sigraði Greifamótið í fótbolta í 3. flokki karla í Boganum um helgina í bæði A- og B-liðum. Í A-liðum sigraði KA Dalvík, Þór, Fjarðabyggð og Völsung og gerði jafntefli við KF og í B-liðum sigraði KA Völsung í stórskemmtilegum úrslitaleik með einu marki gegn engu.

2-0 sigur KA á ÍR í Lengjubikarnum í dag

KA hafði 2-0 sigur á ÍR-ingum í 2. umferð Lengjubikarsins í Boganum í dag. Jóhann Helgason og Gunnar Valur Gunnarsson skoruðu mörk KA-manna í fyrri hálfleik.

Greifamót KA í 3. flokki karla um helgina

Greifamót KA í 3. flokki karla verður um helgina í Boganum á Akureyri og hefst í dag kl. 15.30. Leikjaplan er að finna á heimasíðu mótsins og þar verður einnig hægt að fylgjast með úrslitum leikja í mótinu. Ath. að frá upphaflegu leikjaplani hafa orðið eilitlar breytingar á tímasetningum á leikjum á laugardag og sunnudag, sem kemur til af því að leikir í B-liðum hafa verið lengdir um tíu mínútur - í 45 mínútur. Slóðin á heimasíðuna er http://www.ka-sport.is/greifamot/3fl/2012/  og þar er hægt að sjá nýtt og uppfært leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag.

Allar júdóæfingar falla niður frá 22. febrúar til og með 26. febrúar.

Allar júdóæfingar falla niður frá 22. febrúar til og með 26. febrúar vegna gistingar í júdósalnum.