07.03.2012
Fimleikafélag Akureyrar býður þjálfurum félagisns, iðkendum keppnishópa og foreldrum þeirra upp á fyrirlestur um nauðsynlega næringu íþróttafólks.Fyrirlesturinn verður sunnudaginn 11.
06.03.2012
Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, verður með fyrirlestur fyrir knattspyrnukrakka í 3. og 4. flokki KA fimmtudaginn 8.
mars kl. 15. Foreldrar og þjálfarar eru eindregið hvattir til að mæta á fyrirlesturinn með krökkunum.
04.03.2012
Stelpurnar í KA/Þór gerðu heldur betur góða ferð í Hafnarfjörð á laugardaginn þar sem þær lögðu Hauka,
26-22. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, bæði með 6 stig en með sigrinum skaust KA/Þór upp í 6. sæti, á kostnað Hauka, sem
sitja nú í 7. sæti.
02.03.2012
Tveir leikir verða hjá 3. flokki karla föstudagskvöldið 2. mars. KA 2 tekur á móti ÍR klukkan 19:00 og strax á eftir eða klukkan 20:30
spila KA 1 og Valur.
Sunnudaginn 4. mars kl. 13:00 er svo leikur hjá 4. flokki karla, en þá taka KA strákar á móti HK.
Það er sem sé mikið um að vera og um að gera að koma við í KA heimilinu og hvetja sitt lið.
29.02.2012
Herrakvöld KA verður haldið á Hótel Kea föstudaginn 9. mars n.k. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í janúar og
verður dagskráin glæsileg og kvöldið vonandi eftirminnilegt.
Miðasala er í KA-heimilinu og í Grok Verslun v/ Ráðhústorg.
27.02.2012
Vegna veikinda er skrifstofan lokuð í dag mánudag 27.febrúar.
26.02.2012
KA sigraði Greifamótið í fótbolta í 3. flokki karla í Boganum um helgina í bæði A- og B-liðum. Í A-liðum sigraði
KA Dalvík, Þór, Fjarðabyggð og Völsung og gerði jafntefli við KF og í B-liðum sigraði KA Völsung í stórskemmtilegum
úrslitaleik með einu marki gegn engu.
25.02.2012
KA hafði 2-0 sigur á ÍR-ingum í 2. umferð Lengjubikarsins í Boganum í dag. Jóhann Helgason og Gunnar Valur Gunnarsson skoruðu mörk KA-manna
í fyrri hálfleik.
24.02.2012
Greifamót KA í 3. flokki karla verður um helgina í Boganum á Akureyri og hefst í dag kl. 15.30. Leikjaplan er að finna á heimasíðu
mótsins og þar verður einnig hægt að fylgjast með úrslitum leikja í mótinu. Ath. að frá upphaflegu leikjaplani hafa orðið
eilitlar breytingar á tímasetningum á leikjum á laugardag og sunnudag, sem kemur til af því að leikir í B-liðum hafa verið lengdir um
tíu mínútur - í 45 mínútur. Slóðin á heimasíðuna er http://www.ka-sport.is/greifamot/3fl/2012/ og þar er hægt að sjá nýtt og uppfært leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag.
23.02.2012
Allar júdóæfingar falla niður frá 22. febrúar til og með 26. febrúar vegna gistingar í júdósalnum.