22.01.2012
KA sigraði í öllum þeim þrem flokkum sem keppt var í um helgina í bikarmóti BLÍ í KA-heimilinu. Frábær
árangur hjá þessum efnilegu blakmönnum framtíðarinnar.
22.01.2012
KA 2 tapaði 1-4 fyrir Þór 1 í öðrum leik sínum í Hleðslumótinu í Boganum í dag. Miklar sviptingar voru í leiknum
og fengu leikmenn í báðum liðum að líta rauða spjaldið.
21.01.2012
Sent verður beint út á netinu frá leikjum í bikarkeppni BLÍ í 2. og 3. flokki í KA-heimilinu - bæði í dag, laugardag og
einnig á morgun, sunnudag.
21.01.2012
Um helgina fer fram bikarmót Blaksambands Íslands í 2. og 3. flokks í KA heimilinu.
Þátttökulið í mótinu eru 14 og koma frá KA, Þrótti Neskaupstað, HK og Stjörnunni. Mótið hefst kl. 14 í dag
og verður spilað til rúmlega 19 í kvöld. Mótinu lýkur á fjórða tímanum á morgun, sunnudag.
20.01.2012
Kæru foreldrar og iðkendur.Um næstu mánaðarmót hefjum við innheimtu æfingagjalda fyrir vorönn 2012.Eins og á síðustu vorönn munum við dreifa æfingagjöldum niður á þrjár greiðslur til þæginda fyrir greiðendur.
20.01.2012
Það verður mikið um að vera í KA heimilinu í dag, föstudaginn 20. janúar, fimm handboltaleikir hjá yngri flokkum félagsins og
einn hjá 2. flokki Akureyri handboltafélags. Um að gera að koma í KA heimilið og sjá unglingana okkar í handbolta, kveikt verður á
sjónvarpinu fyrir þá sem vilja horfa á landsleikinn.
Kl. 15:30 4. flokkur karla KA-Selfoss
Kl. 16:30 3. flokkur karla KA-Selfoss
Kl. 18:00 2. flokkur karla Akureyri-Selfoss
Kl. 20:00 4. flokkur karla KA-Víkingur 1. deild
Kl. 21:00 4. flokkur karla KA-Víkingur 2. deild
19.01.2012
KA-1 mætir Selfossi í KA-Heimilinu kl. 16:30 á föstudaginn 20. jan. Selfyssingar eru á toppnum og taplausir en KA menn eru á botnum og þurfa
því á öllum þeim stuðningi að halda sem möguleiki er á, því þörf er á stigum.
18.01.2012
Helga Hansdóttir, Íþróttamaður KA 2011, varð í þriðja sæti í kjörinu til Íþróttamanns Akureyrar 2011.
Þetta var kunngjört í hófi á Hótel KEA í kvöld. Íþróttamaður Akureyrar 2011 er sundkonan Bryndís Rún Hansen og
í öðru sæti varð handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson.
16.01.2012
Stjórn FIMAK hefur ráðið Erlu Ormarsdóttur til starfa sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með 1.mars næstkomandi, og kemur hún til með að sjá um daglegan rekstur þess.
15.01.2012
Grótta lagði KA/Þór með eins marks mun, 26-25, í hörkuleik í KA-heimilinu á laugardaginn í uppgjöri botnliðanna í
N1-deild kvenna í handknattleik. Leikurinn var hnífjafn nánast frá upphafi til enda. Sunna María Einarsdóttir skoraði 26 mark Gróttu rúmri
mínútu fyrir leikslok og það reyndist sigurmark leiksins. Grótta fer með sigrinum uppfyrir KA/Þór og hefur þrjú stig í sjöunda
til áttunda sæti, líkt og FH, en KA/Þór situr á botninum með tvö stig.