Fréttir

Árangur FIMAK á Haustmótum FSÍ 2011 og myndir

Síðustu þrjár helgar hafa farið fram hausmót FSÍ og var síðasti hlutinn haldinn hér á Akureyri þar sem rúmlega 300 keppendur mættu til leiks.Úrlsit mótsins og myndir er að finna í þessari frétt.

3. flokkur karla KA mætir Stjörnunni á laugardaginn í Höllinni

3. flokkur KA mætir Stjörnunni í heimaleik á laugardaginn. Að þessu sinni spila strákarnir í Íþróttahöllinni og hefst leikurinn klukkan 14:00. Það er mikið um að vera á laugardaginn, meistaraflokkur KA/Þór spilar heimaleik í KA heimilinu gegn Stjörnunni og hefst sá leikur klukkan 16:00. Sömuleiðis á 2. flokkur Akureyrar heimaleik gegn Stjörnunni á laugardaginn en sá leikur hefst klukkan 12:30 í Íþróttahöllinni. Það má því segja að laugardagurinn verði sannkallaður stjörnudagur!

Tilkynning frá formanni - varðandi félagsgjöld

Kæru félagsmenn Nú er komið að hinni árlegu innheimtu félagsgjalda KA. Ég vil þakka ykkur öllum sem styðjið vel við félagið okkar með greiðslu félagsgjaldanna. Ykkar stuðningur skiptir miklu máli. Í ár verður nýtt fyrirkomulag á innheimtu félagsgjaldanna. Ekki verða sendir út greiðsluseðlar heldur kemur upphæðin beint inn á heimabanka viðkomandi. Enn á ný, takk fyrir stuðninginn. Með KA kveðju Hrefna G. Torfadóttir formaður KA

Jakki tekinn í misgripum

Kæru foreldrar.Dökkgrár Didrikson vindjakki með litlum bleikum doppum var tekinn úr búningsklefa í íþróttahúsi Giljaskóla síðastliðinn sunnudag, meðan keppni í áhaldafimleikum fór fram.

Jakki tekinn í misgripum

Kæru foreldrar.Dökkgrár Didrikson vindjakki með litlum bleikum doppum var tekinn úr búningsklefa í íþróttahúsi Giljaskóla síðastliðinn sunnudag, meðan keppni í áhaldafimleikum fór fram.

Lára og Helena í landsliðsúrtaki

KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir (f. 1995) og Helena Jónsdóttir (f. 1994) hafa verið valdar á úrtaksæfingar um komandi helgi í annars vegar U-17 landsliði og hins vegar U-19 landsliði kvk. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem stelpurnar eru boðaðar á landsliðsæfingar.

Kærar þakkir

Við viljum þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum á áhaldmótinu um helgina.Við fengum mikið af hrósi frá félögum að sunnan, FSÍ og okkar fólki.Eins og áður hefur komið fram getum við ekki haldið svona mót án ykkar hjálpar.

Fannar við æfingar hjá Tottenham

Fannar Hafsteinsson markvörður hjá KA og U-17 landsliðinu verður þessa viku við æfingar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham.

Eins marks tap KA/Þór gegn Haukum - myndir

Haukar sóttu tvö stig norður í gær er liðið sigraði KA/Þór með eins marks mun í KA-heimilinu í N1-deild kvenna í handknattleik. Lokatölur urðu 28-29 en lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem heimamenn hefðu getað jafnað metin í síðustu sókn leiksins. Sú sókn rann hins vegar út í sandinn og Haukastúlkur fögnuðu vel í leikslok.

Nýr félagsbolur

Kæru foreldrar! Nýr félagsbolur fyrir iðkendur FIMAK er væntanlegur í nóvember og verður því klár í jólapakkann! Foreldrar geta komið með börn sín á skrifstofu FIMAK til að máta og finna rétta stærð og panta bol um leið og bolir til mátunar fyrir rétta stærð koma í hús birtum við tilkynningu um það á heimasíðunni.