Fréttir

Myndir frá leik KA og Þróttar Nes á laugardaginn

Íslandsmeistarar Þróttar frá Neskaupstað tylltu sér í fjórða sæti í Mikasadeild kvenna í blaki með 3:0 sigri á KA en liðin mættust á Akureyri á laugardaginn.  Þróttur vann fyrstu hrinu leiksins 25:13. Meiri spenna var í annarri hrinunni en gestirnir höfðu betur 25:17. Þriðja hrina leiksins fór svo 25:12 fyrir Þrótt og því þrjú stig í höfn hjá Íslandsmeisturunum. 

Jón Smári Hansson valinn Íþróttamaður ársins hjá Fimleikafélagi Akureyrar árið 2011

Á miðvikudaginn var, var Jón Smári Hansson valinn Íþróttamaður Fimleikafélags Akureyrar árið 2011.Hann tót við titlinum af systur sinni Heiðu Hansdóttur sem hlaut titilinn fyrir ári síðan.

Öruggur sigur á Þór 2 í Hleðslumótinu

KA 1 spilaði annan leik sinn í Hleðslumótinu í fótbolta í Boganum í dag gegn Þór 2. Okkar menn höfðu öruggan sigur, 5-1. Staðan var 2-1 í hálfleik.

Samið við Helenu og Ágústu

Í dag var gengið frá samningum við KA-stelpurnar Ágústu Kristinsdóttur og Helenu Jónsdóttur, en báðar eru þær leikmenn meistaraflokks Þórs/KA.

Myndir frá afmælishátíð KA 8. janúar

Þórir Tryggvason sendi okkur fjölmargar myndir frá afmælishátíð KA sem haldin var sunnudaginn 8.  janúar síðastliðinn.

Heimaleikur hjá KA/Þór á laugardaginn

Á laugardaginn byrjar boltinn aftur að rúlla í N1 deild kvenna. Stelpurnar okkar fá þá lið Gróttu í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 16:00 í KA heimilinu. Aðgangur er ókeypis og um að gera að fjölmenna og sýna stelpunum stuðning.

Fimleikamaður Akureyrar

Kjör á fimleikamanni Akureyrar 2011 verður í dag kl.18:00.Við hvetjum alla til að mæta.

Annáll ársins 2011 fluttur á afmælishátíð KA 8. janúar

Eftirfarandi pistil flutti Sigfús Karlsson á afmælishátíðinni. Ágætu KA félagar. Það er orðin ágæt hefð hér í þessu afmælishófi að stikla á stóru í því sem gerst hefur í félaginu okkar á liðnu ári.  Hér kemur því annáll fyrir árið 2011. Félagsstarfið hefur verið blómlegt á árinu og árangur allra deilda verið viðunandi, hvort sem við mælum árangurinn inni á íþróttavellinum eða í félags- og uppeldisstarfi. KA hefur verið fyrirmyndarfélag ÍSÍ undanfarin 5 ár og var sá gæðastimpill á félaginu endurnýjaður í byrjun árs.  

"Stökktu nú yfir hestinn!"

Sr. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, var ræðumaður dagsins á KA-deginum í gær. KA fékk góðfúslegt leyfi sr. Hildar að birta ávarpið hennar hér.

Nýr samningur knattspyrnudeildar við Höld

Síðastliðinn laugardag - þegar skrifað var undir samning við Jóhann Helgason - var skrifað undir nýjan tveggja ára samstarfssamning knattspyrnudeildar og Hölds - Bílaleigu Akureyrar.