02.05.2010
Strákarnir í 3. flokki KA urðu í dag Íslandsmeistarar er þeir unnu lið Stjörnunnar með einu marki 28-27 í æsispennandi
úrslitaleik. Í gær sigruðu strákarnir lið FH 29-22 í fjögurra liða úrslitum.
Strákarnir eru á leiðinni norður og er áætlað að þeir komi í KA heimilið um klukkan 20:30 í kvöld. Við óskum
strákunum hjartanlega til hamingju með frábæran árangur og hvetjum stuðningsmenn til að fagna þeim við heimkomuna í kvöld.
01.05.2010
Í dag kl 15.00 spilaði KA æfingaleik á móti Fylki á gervigrasinu í Árbænum. Í leiknum kom við sögu nýr leikmaður
að nafni Dan Stubbs. Stubbs hitti KA liðið í Reykjavík í dag og spilaði leikinn á móti Fylki, Stubbs er nú á leiðinni norður
með liðinu þar sem hann mun halda áfram að æfa með KA næstu daga áður en það verður tekin ákvörðun um hvort hann
verði áfram eða ekki.
30.04.2010
Um helgina fara fram undanúrslit og úrslit í 3. flokki kvenna og karla.
Leikið er í Austurbergi. Leikjaplanið er eftirfarandi:
30.04.2010
Á morgun laugardag mun M.fl leggja leið sína suður þar sem þeir munu etja kappi við úrvalsdeildarlið Fylkis. Þetta mun að öllum
líkindum vera síðasta æfingaleikur KA á þessum vetri enda styttist óðum í að Íslandsmótið hefjist.
30.04.2010
Um helgina verða úrtaksæfingar U16 ára landsliðsins í boganum. Hópurinn er skipaður leikmönnum héðan af norðurlandi og munu
þeir æfa í Boganum föstudag og laugardag. Í þessum hóp eru 6 strákar frá KA en þeir spila allir með 3.fl félagsins.
Þjálfari er Freyr Sverrisson.
28.04.2010
Ársskýrsla KA fyrir árið 2009 er nú aðgengileg á netinu. Hægt er að finna hana undir "Um K.A. -> Ársskýrsla KA 2009" eða
með því að smella hér.
27.04.2010
Nú um helgina mætti A lið 3. flokks kvenna liði Víkings í 8 liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. KA/Þór stelpur gerðu
út um leikinn í fyrri hálfleik og spiluðu á köflum virkilega góðan handbolta en féllu hins vegar niður í tóma steypu á
stuttum kafla í fyrri hálfleik. Í stöðunni 16-4 fóru þær að slaka heldur mikið á og gerðu í raun sitt besta til þess
að hleypa Víkingsstelpum inn í leikinn. Víkingsstelpur gengu á lagið og minnkuðu muninn í 18-11 og þannig stóð í
hálfleik.
27.04.2010
Í vetur var í fyrsta skipti sent til leiks B lið 3. flokks kvenna hjá KA/Þór. Ljóst var fyrir veturinn að fjöldinn væri slíkur
að erfitt yrði að gefa öllum tækifæri á að spila mikið með A liðinu og því nauðsynlegt að búa til vettvang fyrir
þær sem hugsanlega hefðu spilað minna með A liðinu yfir veturinn.
26.04.2010
Þá er síðasta keppnisferð vetrarins framundan er lokaumferð Íslandsmóts fer fram í íþróttahúsi Fram við
Safamýri í Reykjavík um næstu helgi. Við munum að þessu sinni fara með þrjú lið en það er til komið vegna fjölgunar
iðkenda sem er vitaskuld afar ánægjuleg þróun. Mæting er í KA heimili kl. 11.50 á föstudaginn og við munum stoppa í Borgarnesi
á leiðinni suður og fara þar í sund.
26.04.2010
Í kvöld verður skorið úr um hvort það verður Akureyri eða Valur sem mætir Haukum í lokarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin
mætast í Vodafone-höllinni klukkan 19:30 og ef að líkum lætur verður barist til síðustu andartaka leiksins.
Eftir sigur Valsmanna hér fyrir norðan er ljóst að stemmingin er þeirra megin en það er að sama skapi á hreinu að ýmsir lykilmenn Akureyrar
áttu arfaslakan dag í síðasta leik og maður trúir því ekki að þeir ætli að enda tímabilið þannig.