05.12.2009
Júdósamband Íslands kynnti í dag val sitt á júdófólki ársins. Júdómaður ársins er
Þormóður Árni Jónsson JR, júdókona ársins er Anna Soffía Víkingsdóttir Ármanni. Efnilegasti
júdómaður ársins var valinn Sævar Róbertsson JR og efnilegasta júdókona ársins var valinn Helga Hansdóttir KA. Árangur
hennar á árinu er vægast sagt glæsilegur, en hann er eftirfarandi:
05.12.2009
KA/Þór tóku á móti FH í dag í N1 deild kvenna. Fyrirfram áttu menn von á því að heimastúlkur ættu
góða möguleika á hagstæðum úrslitum. FH liðið var þó greinilega ekki á þeim buxunum og byrjuðu leikinn af miklum
krafti. Um miðjan fyrri hálfleikinn höfðu þær náð sex marka forystu 13-7.
05.12.2009
Í dag klukkan 14:00 mætast
KA/Þór og FH í KA heimilinu. Það er ekki mikill munur á stöðu liðanna í deildinni þannig að búast má við
hörkuleik og ljóst að okkar stelpur eiga góðan möguleika á stigum í dag, ekki síst ef þær fá öflugan stuðning
áhorfenda.
04.12.2009
KA spilaði æfingaleik gegn Húsvíkingum um helgina. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þann leik en Völsungar unnu sanngjarnan 3-1 sigur.
01.12.2009
Næstkomandi föstudag munu strákarnir í KA1 mæta Þór í Íþróttahúsi Síðuskóla, leikurinn hefst kl:
16:45 að staðartíma. Viljum við hvetja sem flesta til að koma í Íþróttahús Síðuskóla og horfa á næstu
kynslóð handboltamanna á Akureyri.
01.12.2009
KA spilaði æfingaleik á mánudagskvöld, gegn sínum gömlu góðu vinum úr Þorpinu. Leikurinn var nokkuð
jafn og einkenndist fyrst og fremst af baráttu. Úrslitin urðu 1-1. Þórsarar skoruðu snemma leiks en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði leikinn
með góðu einstaklingsframtaki rétt fyrir hlé.
01.12.2009
Innilegar þakkir frá þjálfurum og leikmönnum 6. flokks til unglingaráðs, foreldra og allra þeirra sem störfuðu við
Íslandsmótið um síðustu helgi og gerðu það svo glæsilegt og eftirminnilegt sem raun ber vitni.
Sjá úrslit leikja og lokastöðu.
30.11.2009
Um helgina fór fram í Danmörku alþjóðlegt júdómót fyrir yngri en 20 ára. KA átti 3 keppendur á þessu
móti, þau Bergþór Stein Jónsson, Adam Brands Þórarinsson og Helgu Hansdóttur. Árangur þeirra var frábær.
Bergþór sigraði í -66kg flokki og hlaut brons í opnum flokki. Adam sigraði í -81kg flokki og hlaut brons í opnum flokki. Helga sigraði
í opnum flokki og hlaut brons í -57kg flokki.
30.11.2009
Meistaraflokkur og 2. flokkur Þórs/KA hefur nýverið hafið æfingar og eru margar stelpur frá KA að æfa með 2. flokki. Þrjár
þeirra fengu að spreyta sig í leik með meistaraflokki í kvöld. Lára Einarsdóttir sem aðeins er 14 ára spilaði allan leikinn. Karen Birna
Þorvaldsdóttir (16 ára) spilaði stærsta hluta hans en Ágústa Kristinsdóttir (15 ára) spilaði síðustu 20
mínúturnar. Var spilað gegn strákum úr 4. flokki Þórs og stóðu stelpurnar allar fyrir sínu. Þess má geta að leikurinn
fór 1-1 og Alda Karen Ólafsdóttir skoraði mark Þórs/KA.
29.11.2009
Það var barist á öllum vígstöðvum um helgina og þrátt fyrir að Íslandsmót 6. flokks færi fram í öllum
keppnishúsum bæjarins tókst að finna tíma fyrir leiki 4. flokks karla og kvenna á laugardaginn.
Þórir Tryggvason er búinn að senda okkur myndir frá leikjunum og er hægt að skoða þær hér.