23.11.2009
Geta yngri leikmenn sótt sér styrk til þeirra eldri - skiptir sagan og bakgrunnur félaga máli. Af hverju eru gamalgróin
íþróttafélög oftast öflugri en þau ungu? Þetta eru spurningar stundum heyrast í tengslum við
íþróttafélög, á afmælum og hátíðlegum stundum. Um helgina var eitt slíkt afmæli og.....
22.11.2009
KA-menn náðu góðum sigri gegn Þrótti, 3-2 í gær eftir mikinn barning. Einhver værð var yfir liðinu en góður endasprettur
bjargaði tveimur stigum í hús. Mikil forföll voru í röðum KA og greip Marek þjálfari til þess ráðs að kalla til leiks
ýmsa snillinga úr röðum öldungablakara. Má segja að þeir hafi staðið fyrir sínu en yngri spilarar fengu einnig sína eldskírn.
Marek notaði þretttán menn í leiknum og hlýtur það að vera Íslandsmet. Þróttur keyrði hins vegar allan leikinn á
sínum sex mönnum.
21.11.2009
KA/Þór sótti stig í Kópavoginn í dag þegar stelpurnar léku gegn HK en liðin skildu jöfn, 26:26, í N1 deild kvenna í
Digranesinu í dag. Ásdís Sigurðardóttir 7, Anna Valgerður Erlingsdóttir 6, Emma Sardarsdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 4, Guðrún
Tryggvadóttir 3, Katrín Viðarsdóttir 2
21.11.2009
Fundur með öllum þjálfurum hjá öllum deildum KA verður á mánudagskvöld kl 20:15. Rætt verður um stöðu
þjálfunar hjá deildunum og samstarf þjálfara í framtíðinni.
Allir þjálfarar hvattir til þess að mæta og taka þátt í umræðum.
20.11.2009
Árið 1989 vann karlalið KA sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í blaki. Af tilefni þess að 20 ár eru liðin
síðan þessi ánægjulegi viðburður átti sér stað hefur stjórn Blakdeildar KA boðið leikmönnum sem unnu þennan
titil að koma á leikinn í MIKASA deildinni milli KA og Þróttar Rvk. karla sem fram fer í KA heimilinu laugardaginn 21. nóvember kl. 17:00.
Fyrir leikinn verður stutt athöfn þar sem þessir leikmenn KA verða heiðraðir og mun Sigurður Harðarsson, sem áður var bæði
stjórnarmaður og þjálfari hjá Blakdeild KA, flytja stutt erindi.
20.11.2009
Næsti leikur meistaraflokks KA/Þór er á útileikur gegn HK og fer hann fram í Digranesi klukkan 14:00 á laugardaginn. KA/Þór gerði
góða ferð suður um síðustu helgi þegar þær sigruðu Víkinga og náðu þar með í tvö góð stig.
Nú ætla stelpurnar að fylgja þeim árangri eftir, vissulega má reikna með erfiðari leik en KA/Þór liðið hefur verið mjög
vaxandi í síðustu leikjum. Tveir sigurleikir í röð gefa þeim góðan byr í seglin.
19.11.2009
Hið árlega Opna blakmót KA í verður haldið um helgina. Mótið hefst á föstudagskvöld kl. 18:30 og líkur um kl. 16:00 á
laugardag. Góð þátttaka er á mótinu að vanda alls 22 lið, 14 kvennalið og 8 karlalið. Þess á geta að KA er með 7
lið á mótinu allt frá unglingum upp í öldunga sem er nýtt met hjá félaginu.
19.11.2009
Næstkomandi mánudag 23. nóvember kl. 18:00 verður fundur í KA heimilinu fyrir foreldra bæði stráka og stelpna sem keppa á 6. flokks
mótinu hjá KA helgina 27.-29. nóv.
Rætt verður fyrirkomulag og vinna á mótinu, miklvægt er að hver keppandi eigi fulltrúa á fundinum.
Kveðja - Þjálfarar og Unglingaráð
18.11.2009
Fyrstu yngriflokkamótin fóru fram um síðustu og þarsíðustu helgi á Neskaupstað. Skemmst er frá því að segja að KA
liðin náðu einhverjum besta árangri sínum á þessum mótum fyrr og síðar. Sérstaklega voru karlaliðin í 3. og 4.
flokki sterk en þau töpuðu ekki hrinu á mótunum.
18.11.2009
Foreldrar/forráðamenn
Næstkomandi þriðjudag 24/11 kl. 18:00 verður foreldra fundur vegna Partille ferðar 4. flokks karla og kvenna í KA heimilinu. Við erum búin
að fá tvö verðtilboð í ferðina og tímasetningar og nú þurfum við að ákveða framhaldið. Mjög
miklvægt er að öll börn í flokknum eigi fulltrúa á fundinum því við þurfum að ganga frá pöntun sem fyrst.
Á fundinum verður einnig rætt um áframhaldandi fjáröflun fyrir ferðina.
Með von um að sjá sem flesta.
Partille nefndin