12.01.2009
Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór spilaði við B lið Hauka á sunnudag en þetta var fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna á þessu
tímabili.
Stelpurnar mættu vel stemmdar til leiks og tóku strax forustu sem þær héldu til loka leiks. Sóknarleikurinn var heilt yfir góður en vörnin
hefði mátt vera betri á köflum. Nokkrar af þessum stúlkum tóku fram skóna að nýju fyrir þennan vetur og því virkilega
gaman að sjá þær koma aftur til baka.
12.01.2009
Stelpurnar í B liði 4. flokks áttu slæman dag á móti Haukum á sunnudag. Haukarnir byrjuðu mun betur og komust í 1-6. KA stelpur skiptu
þá um gír og náðu að minnka í 6-7 en misstu svo leikinn frá sér aftur. KA stelpur komust þó nokkrum sinnum aftur inn í
leikinn en misstu hann ætíð frá sér út af eigin klaufaskap.
12.01.2009
3. flokkur kvenna spilaði við Hauka á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn var virkilega dapur og áttu Hauka stúlkur tvö mörk í hálfleik,
staðan 11-13. Eftir hressandi hálfleikspásu mætti allt annað lið inn á völlinn. Vörnin virkilega góð, sóknin ákveðin og
full af sjálfstrú og markvarslan frábær.
12.01.2009
/*
/*
4. flokkur í handbolta fór suður um helgina að leika. Ferðin gekk mjög vel og handboltalega
séð var spilamennskan mest megnis góð um helgina. A-lið flokksins er mætt aftur til leiks og sýndi það eftirminnilega um helgina en þeir unnu
alla sína þrjá leiki glæsilega. B-liðið bæði spiluðu tvo leiki og unnu sitt hvorn leikinn.
11.01.2009
Á bilinu 160 - 70
manns sóttu afmælishátíð Knattspyrnufélags Akureyrar sem haldin var í dag. Þar voru haldnar nokkrar ræður og kjöri á
íþróttamanni KA lýst. Það var Matus Sandor sem að hlaut tiltilinn þetta skiptið en í
öðrusæti var Piotr Slawomir Kempisty og þriðja sætinu skiptu þær Una Margrét
Heimisdóttir og Arna Valgerður Erlingsdóttir á milli sín. Frekari upplýsingar um þá sem tilnefndir
voru er hægt að finna hér. Höskuldur Þórhallsson hélt ræðu um hvernig
það er að vera K.A.-maður og Tryggvi Gunnarsson fór yfir liðið ár 2008. Annáll Tryggva Gunnarssonar birtist hér á síðunni von
bráðar. Sjáðu myndir hér.
11.01.2009
Á bilinu 160 - 70
manns sóttu afmælishátíð Knattspyrnufélags Akureyrar sem haldin var í dag. Þar voru haldnar nokkrar ræður og kjöri á
íþróttamanni KA lýst. Það var Matus Sandor sem að hlaut tiltilinn þetta skiptið en í
öðrusæti var Piotr Slawomir Kempisty og þriðja sætinu skiptu þær Una Margrét
Heimisdóttir og Arna Valgerður Erlingsdóttir á milli sín. Frekari upplýsingar um þá sem tilnefndir
voru er hægt að finna hér. Höskuldur Þórhallsson hélt ræðu um hvernig
það er að vera K.A.-maður og Tryggvi Gunnarsson fór yfir liðið ár 2008. Annáll Tryggva Gunnarssonar birtist hér á síðunni von
bráðar. Sjáðu myndir hér.
09.01.2009
Á morgun fer fram fyrsti mótsleikur okkar manna á árinu og nýju tímabili þegar þeir mæta Völsungum í leik sem er hluti af
Soccerademótinu.
08.01.2009
Þá er komið að fyrsta leik strákanna í 3. flokki eftir jólafrí og er hann ekki af verri endanum. Selfyssingar koma í heimsókn en
þeir eru í toppsæti deildarinar sem stendur. Því ætlum við að breyta og viljum hvetja alla sem gaman hafa að horfa á skemmtilegan
handbolta að mæta í KA heimilið á laugardaginn 10. jan kl: 17.00.
07.01.2009
Markvörðurinn Sandor Matus og miðjumaðurinn Arnar Már Guðjónsson hafa báðir verið tilnefndir sem íþróttamenn KA fyrir
árið 2008.
07.01.2009
Guðmundur Óli Steingrímsson sem lék með KA-liðinu fyrri hluta seinasta sumars hefur gengið aftur í raðir KA ásamt tveimur yngri
bræðrum sínum, þeim Hallgrími og Sveinbirni.