Fréttir

3. flokkur kvenna mætir FH í dag miðvikudag

KA/Þór í 3. fl. kvenna leikur sinn annan heimaleik í vetur og síðasta leik fyrir jól á í dag, miðvikudaginn 17. des. kl. 17:30 í KA heimilinu. Leikið verður gegn FH sem er fyrir ofan miðja deild en raunar hafa liðin leikið mismarga leiki í deildinni.  Stelpurnar í KA/Þór mættu Fram síðasta föstudag og unnu þar góðan sigur 24-22 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 12-12. Það er því ástæða til að koma og hvetja stelpurnar okkar til sigurs.

Tilkynning frá Ármenningum

Eftirfarandi tilkynning barst frá Yoshihiko Iura. Judodeild Ármanns býður júdóka í öllum félögum að mæta á sameinaða árslokaæfingu 2008 sem segir að neðan.  1. Dagur: 29 (mán)-30(þri).des.2008 2. Tími: 18:30-20:00 3. Staðurinn: Salurinn “Skellur” í Judodeildinni, kjallari í Laugaból, Laugardalnum 4. Æfing: Aðallega Randori æfing Allir aldursflokkar (Meistarar, Unglingar og Öldungar) karla og kvenna með allar gráður, 15 ára og eldri, eru velkomnir.

Riðlaskipting klár fyrir deildarbikarinn - Akureyrarslagur

Í dag var gefin út riðlaskiptingin fyrir hinn árlega deildarbikar KSÍ en mótið hefur skipað sér sess sem mikilvægur liður í undirbúningi liðanna hérlendis fyrir keppnistímabilið.

Jólablak hjá yngriflokkunum í blakinu

Nú styttist í jólin og langar okkur í Blakdeild KA að bjóða öllum yngriflokkum og þeim sem hafið verið í íþróttaskólanum að koma og vera með okkur á hinni hefðfðbundnu jólaæfingu. Hún verður þriðjudaginn 16. desember kl. 18:00-19:30 í KA-heimilinu. Við hvetjum ykkur öll til að mæta og taka foreldra, systkini og vini með ykkur. Þar verður að vanda æsispennandi keppni þar sem allir verða með – líka mömmur og pabbar!

4. flokkur: B-liðin með sigur og tap

/* Bæði B-lið 4. flokks léku í dag á Íslandsmótinu. B1 lék við Fram og tapaði með einu marki 23-22 eftir að hafa klúðrað þeim leik algjörlega sjálfir. B2 aftur á móti vann mjög góðan sigur á ÍR 20-15 eftir að hafa verið 11-7 yfir í hálfleik. Liðin eru þá búin með alla sína leiki á þessu ári. B-1 hefur unnið þrjá leiki en tapað einum.  B-2 aftur á móti hafa unnið alla fimm leiki sína .

4. flokkur: A-liðið með glæsilegan sigur

A-lið 4. flokks karla í handbolta lék í dag leik við Fram en Framarar höfðu fyrir leikinn tapað fæstum stigum liða í deildinni og ljóst að um hörkuleik var að ræða. KA-menn sýndu framúrskarandi hugarfar í þessum leik og gáfu allt sem þeir áttu. Þeir bættu vörnina sína mikið frá undanförnum leikjum og unnu sannfærandi sigur 24-21 eftir að hafa leitt 12-7 í hálfleik.

3. flokkur karla með tvo leiki um helgina

3. flokkur karla leikur síðustu tvo leiki sína á þessu ári nú um helgina. Strákarnir mæta ÍR í tveimur leikjum, sá fyrri fer fram á laugardaginn kl. 16:00 og er það leikur í 16-liða úrslitum bikarsins. Á sunnudag mætast svo þessi sömu lið aftur en nú í Íslandsmótinu og hefst leikurinn kl. 14:00. Viljum við hvetja sem flesta til að koma í KA heimilið um helgina og styðja liðin okkar til sigurs.

4. flokkur: 3 leikir í KA-Heimilinu um helgina (breyting)

Um helgina leika öll lið 4. flokks karla í handbolta heimaleiki á Íslandsmótinu. Þetta eru seinustu leikir liðanna á þessu ári og hvetjum við fólk eindregið til að mæta og horfa á fyrirtaks handbolta. Dagskráin: Laugardagur: 15:00: KA - Fram (A-lið) Sunnudagur: 10:00: KA - Fram (B-lið) 11:00: KA2 - ÍR (B-lið)

Öggi í fæðingarorlofi

Stefán Gunnlaugsson formaður KA mun sjá um mál framkvæmdastjórans, Ögga, á meðan hann er í fæðingarorlofi. Stefán hefur nú sama númer og Öggi hafði, 899-3482 og er hann við á skrifstofu KA-Heimilisins alla virka daga frá 09:00-10:00 og 13:00-14:00. Öggi eignaðist dóttur fyrir stuttu og vill heimasíðan koma á framfæri hamingjuóskum til fjölskyldu hans. Hann snýr svo aftur til starfa á nýju ári.

Hans Rúnar kominn með svart belti í júdó.

Þann 5. desember s.l. tók Hans Rúnar Snorrason gráðun 1. dan, eða svart belti.  Það sem merkilegt er við þessa gráðun að upphaflega stóð til að Hans tæki þetta próf fyrir tæpum 20 árum síðan. En þar sem að Hans var upptekinn við það að eignast 4 börn og læra til kennara þá frestaðist prófið "aðeins".  En betra er seint en aldrei.